Biðin kostar sveitarfélögin hundruð milljóna 2. febrúar 2010 06:00 Guðríður Arnardóttir skrifar um Icesave Á meðan lítið þokast í átt að einhvers konar samkomulagi við stjórnarandstöðuna um málalyktir Icesave-samkomulagsins má segja að allur efnahagsbati sé hér í frosti. Umræðan sveiflast nánast daglega með eða á móti lögunum og svo virðist sem síðasti ræðumaður þann daginn ráði ferðinni í skoðanakönnun þess næsta. Ég er ein 11 kjörinna fulltrúa sem stjórna öðru stærsta sveitarfélagi landsins, Kópavogi. Sveitarfélagið veltir um 18 milljörðum á ári og er með hundruð starfsmanna í vinnu. Hlutverk mitt er að gæta hagsmuna íbúanna sem jafnframt því að eiga félagið eru viðskiptavinir þess. Mitt hlutverk er að sjá til þess að rekstur þess sé traustur og eiga þúsundir bæjarbúa mikið undir að vel takist til. Í lok árs 2009 var ég farin að líta bjartsýnni augum til ársins 2010. Það var merkjanlegur bati í efnahagslífinu. Til að mynda hafði gengi krónunnar verið stöðugt í 5 mánuði, stýrivextir höfðu lækkað úr 18% í 10% og verðbólga hafði ekki verið lægri í 2 ár. Minna atvinnuleysi og minni samdráttur varð á árinu en spár gerðu ráð fyrir í upphafi árs og skuldatryggingarálag lækkaði um helming frá því sem mest var! Þann sama dag og forsetinn neitaði að staðfesta Icesave-lögin féll lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk. Þann sama dag jókst skuldatryggingarálag Íslands um 500 punkta og er enn að hækka. Endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er komin í enn eina biðstöðuna, þar sem fjármögnun áætlunarinnar er í uppnámi. Löndin sem höfðu lofað okkur lánum ætla ekki að lána þessari þjóð krónu fyrr en það liggur fyrir að hún standi við skuldbindingar sínar. Við getum eytt restinni af æfinni í að rífast um það hvort þessar byrðar séu sanngjarnar eða ekki. Ekki stofnaði ég til þessara skulda né almenningur í Kópavogi eða annars staðar á landinu. En á meðan við bendum og potum út í loftið og einstaka liðsmenn stjórnarandstöðunnar haga sér eins og landráðamenn eru það fyrirtæki og sveitarfélög þessa lands sem gjalda fyrir það. Þegar lánstraust ríkissjóðs minnkar hefur það mikil áhrif á fyrirtækin í landinu bæði opinber og þau sem eru í einkarekstri. Það hefur einnig gífurleg áhrif á rekstur sveitarfélaganna. Kópavogsbær skuldar um 38 milljarða og vaxtagjöldin ein á þessu ári nema um 1,8 milljörðum. Það er ætlun bæjaryfirvalda í Kópavogi að leggja sitt af mörkum til að draga úr atvinnuleysi í landinu með því að framkvæma fyrir 1,2 milljarða á þessu ári. Þar er bæði um að ræða nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni. Allt mun það skapa störf í bænum og forða hundruðum vinnufúsra handa frá atvinnuleysi. Möguleiki bæjarins til endurfjármögnunar og lána vegna framkvæmda fara versnandi með degi hverjum. Dragist þessi ömurlega deila mikið lengur mun það kosta bæjarfélagið hundruð milljóna í auknum vaxtakostnaði og gera okkur erfitt um vik að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir. Ég krefst þess að stjórnarandstaðan sýni þá ábyrgð sem stjórnmálamönnum ber þegar þjóðin gengur í gegnum svo alvarlegar þrengingar sem raun ber vitni. Ég krefst þess að hún slíðri sverðin og láti af pólitískum skylmingum og vinni með ríkisstjórn Íslands að lausn Icesave-deilunnar. Dráttur á afgreiðslu málsins veldur sífellt meiri skaða. Meðan enga fyrirgreiðslu er að fá þurfa fyrirtæki að loka, atvinnuleysi eykst og kreppan dýpkar. Þennan reikning þurfum við að borga hvort sem okkur líkar betur eða ver og dráttarvextirnir eru háir! Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Guðríður Arnardóttir skrifar um Icesave Á meðan lítið þokast í átt að einhvers konar samkomulagi við stjórnarandstöðuna um málalyktir Icesave-samkomulagsins má segja að allur efnahagsbati sé hér í frosti. Umræðan sveiflast nánast daglega með eða á móti lögunum og svo virðist sem síðasti ræðumaður þann daginn ráði ferðinni í skoðanakönnun þess næsta. Ég er ein 11 kjörinna fulltrúa sem stjórna öðru stærsta sveitarfélagi landsins, Kópavogi. Sveitarfélagið veltir um 18 milljörðum á ári og er með hundruð starfsmanna í vinnu. Hlutverk mitt er að gæta hagsmuna íbúanna sem jafnframt því að eiga félagið eru viðskiptavinir þess. Mitt hlutverk er að sjá til þess að rekstur þess sé traustur og eiga þúsundir bæjarbúa mikið undir að vel takist til. Í lok árs 2009 var ég farin að líta bjartsýnni augum til ársins 2010. Það var merkjanlegur bati í efnahagslífinu. Til að mynda hafði gengi krónunnar verið stöðugt í 5 mánuði, stýrivextir höfðu lækkað úr 18% í 10% og verðbólga hafði ekki verið lægri í 2 ár. Minna atvinnuleysi og minni samdráttur varð á árinu en spár gerðu ráð fyrir í upphafi árs og skuldatryggingarálag lækkaði um helming frá því sem mest var! Þann sama dag og forsetinn neitaði að staðfesta Icesave-lögin féll lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk. Þann sama dag jókst skuldatryggingarálag Íslands um 500 punkta og er enn að hækka. Endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er komin í enn eina biðstöðuna, þar sem fjármögnun áætlunarinnar er í uppnámi. Löndin sem höfðu lofað okkur lánum ætla ekki að lána þessari þjóð krónu fyrr en það liggur fyrir að hún standi við skuldbindingar sínar. Við getum eytt restinni af æfinni í að rífast um það hvort þessar byrðar séu sanngjarnar eða ekki. Ekki stofnaði ég til þessara skulda né almenningur í Kópavogi eða annars staðar á landinu. En á meðan við bendum og potum út í loftið og einstaka liðsmenn stjórnarandstöðunnar haga sér eins og landráðamenn eru það fyrirtæki og sveitarfélög þessa lands sem gjalda fyrir það. Þegar lánstraust ríkissjóðs minnkar hefur það mikil áhrif á fyrirtækin í landinu bæði opinber og þau sem eru í einkarekstri. Það hefur einnig gífurleg áhrif á rekstur sveitarfélaganna. Kópavogsbær skuldar um 38 milljarða og vaxtagjöldin ein á þessu ári nema um 1,8 milljörðum. Það er ætlun bæjaryfirvalda í Kópavogi að leggja sitt af mörkum til að draga úr atvinnuleysi í landinu með því að framkvæma fyrir 1,2 milljarða á þessu ári. Þar er bæði um að ræða nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni. Allt mun það skapa störf í bænum og forða hundruðum vinnufúsra handa frá atvinnuleysi. Möguleiki bæjarins til endurfjármögnunar og lána vegna framkvæmda fara versnandi með degi hverjum. Dragist þessi ömurlega deila mikið lengur mun það kosta bæjarfélagið hundruð milljóna í auknum vaxtakostnaði og gera okkur erfitt um vik að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir. Ég krefst þess að stjórnarandstaðan sýni þá ábyrgð sem stjórnmálamönnum ber þegar þjóðin gengur í gegnum svo alvarlegar þrengingar sem raun ber vitni. Ég krefst þess að hún slíðri sverðin og láti af pólitískum skylmingum og vinni með ríkisstjórn Íslands að lausn Icesave-deilunnar. Dráttur á afgreiðslu málsins veldur sífellt meiri skaða. Meðan enga fyrirgreiðslu er að fá þurfa fyrirtæki að loka, atvinnuleysi eykst og kreppan dýpkar. Þennan reikning þurfum við að borga hvort sem okkur líkar betur eða ver og dráttarvextirnir eru háir! Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar