Telur Magma traustari bakhjarl en GGE 21. maí 2010 05:00 Magma Energy Magma Energy, félag skráð í Svíþjóð en með kanadískt félag að bakhjarli, eignast jarðvarmavirkjanirnar á Reykjanesi og Svartsengi samkvæmt samningi sem fyrir liggur um kaup á hlut Geysi Green Energy í HS Orku. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar á eftir að fjalla um málið og þingmaður VG vill að nefnd um erlenda fjárfestingu geri það einnig. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að bæjarstjórnin muni láta meta fjárhagslega getu Magma Energy og skoða hvort áhætta bæjarsjóðs aukist við það að móðurfélagið Magma Canada taki yfir greiðslu á 6,3 milljarða króna skuldabréfi sem bærinn á og Geysir Green Energy (GGE) gaf upphaflega út. Skuldabréfið er hluti af greiðslu fyrir eignarhlut Reykjanesbæ í HS orku sem GGE keypti á síðasta ári. Þá fékk bærinn um 6,5 milljarða í peningum en 6,3 milljarða með skuldabréfi sem GGE átti að greiða upp árið 2016. Á dögunum gerðu Magma og GGE samning um að Magma eignaðist HS orku að öllu leyti. Samningurinn kallar á að bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykki að Magma taki að sér að borga af skuldabréfinu í stað GGE. Viðsemjandi GGE og þar með nýr eigandi HS orku er Magma Energy Sweden, fyrirtæki skráð á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Móðurfélagið er hins vegar skráð í Kanada og því utan EES. Árni Sigfússon segir að það sé móðurfélagið sem muni greiða Reykjanesbæ af skuldabréfinu. Árni býst við því að bænum berist fljótlega erindi um að samþykkja yfirtöku Magma á skuldabréfinu. Þá þurfi að láta meta áhættu bæjarins af þessari breytingu; hvort Magma Canada sé jafnsterkur skuldari og Geysir Green. „Ég hefði talið að Magma Canada væri miklu sterkri bakhjarl en GGE miðað við aðstæður í dag, segir Árni. Hann segir hugsanlegt að þetta mál verði á dagskrá bæjarráðsfundar næsta fimmtudag. Ef svo fer verði gerð tillaga um að afgreiða málið með því að leggja stöðu fyrirtækisins og áhættu bæjarins í mat óháðra sérfræðinga. Umrætt skuldabréf er metið á 5,5 milljarða króna að núvirði í efnahagsreikningi Reykjanesbæjar 2009 og vegur þyngra þar en allar fasteignir, bílar og tæki sem bærinn er eigandi að. Flestar fasteignir sem bærinn notar til að veita bæjarbúum þjónustu hafa verið seldar til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar og síðan teknar á leigu fyrir um milljarð króna á ári. Undanfarin ár hefur bærinn tapað miklu á rekstri sínum og þurft að ganga á eigið fé til að greiða afborganir og vexti. Neikvæð framlegð síðasta árs nam um 640 milljónum króna, þ.e. rekstrartapið fyrir afborganir og fjármagnskostnað. peturg@frettabladid.is Fréttir Innlent Orkumál Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að bæjarstjórnin muni láta meta fjárhagslega getu Magma Energy og skoða hvort áhætta bæjarsjóðs aukist við það að móðurfélagið Magma Canada taki yfir greiðslu á 6,3 milljarða króna skuldabréfi sem bærinn á og Geysir Green Energy (GGE) gaf upphaflega út. Skuldabréfið er hluti af greiðslu fyrir eignarhlut Reykjanesbæ í HS orku sem GGE keypti á síðasta ári. Þá fékk bærinn um 6,5 milljarða í peningum en 6,3 milljarða með skuldabréfi sem GGE átti að greiða upp árið 2016. Á dögunum gerðu Magma og GGE samning um að Magma eignaðist HS orku að öllu leyti. Samningurinn kallar á að bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykki að Magma taki að sér að borga af skuldabréfinu í stað GGE. Viðsemjandi GGE og þar með nýr eigandi HS orku er Magma Energy Sweden, fyrirtæki skráð á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Móðurfélagið er hins vegar skráð í Kanada og því utan EES. Árni Sigfússon segir að það sé móðurfélagið sem muni greiða Reykjanesbæ af skuldabréfinu. Árni býst við því að bænum berist fljótlega erindi um að samþykkja yfirtöku Magma á skuldabréfinu. Þá þurfi að láta meta áhættu bæjarins af þessari breytingu; hvort Magma Canada sé jafnsterkur skuldari og Geysir Green. „Ég hefði talið að Magma Canada væri miklu sterkri bakhjarl en GGE miðað við aðstæður í dag, segir Árni. Hann segir hugsanlegt að þetta mál verði á dagskrá bæjarráðsfundar næsta fimmtudag. Ef svo fer verði gerð tillaga um að afgreiða málið með því að leggja stöðu fyrirtækisins og áhættu bæjarins í mat óháðra sérfræðinga. Umrætt skuldabréf er metið á 5,5 milljarða króna að núvirði í efnahagsreikningi Reykjanesbæjar 2009 og vegur þyngra þar en allar fasteignir, bílar og tæki sem bærinn er eigandi að. Flestar fasteignir sem bærinn notar til að veita bæjarbúum þjónustu hafa verið seldar til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar og síðan teknar á leigu fyrir um milljarð króna á ári. Undanfarin ár hefur bærinn tapað miklu á rekstri sínum og þurft að ganga á eigið fé til að greiða afborganir og vexti. Neikvæð framlegð síðasta árs nam um 640 milljónum króna, þ.e. rekstrartapið fyrir afborganir og fjármagnskostnað. peturg@frettabladid.is
Fréttir Innlent Orkumál Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira