Jóhanna Sigurðardóttir: Róttækar stjórnsýsluumbætur Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2010 06:00 Hrun bankakerfisins hefur kallað á grundvallarendurskoðun fjölmargra þátta í samfélagi okkar. Bankarnir brugðust, stjórnkerfið brást, stjórnmálin brugðust, eftirlitskerfið brást, fjölmiðlarnir brugðust, hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar brást og á okkur öllum hvílir sú skylda að búa svo um hnúta við endurreisnina að slíkt gerist ekki aftur. Frá því að ný ríkisstjórn tók við í febrúar 2009 hefur markvisst verið unnið að endurbótum á lagaumhverfi og vinnubrögðum í gangvirki samfélagsins, hvort sem litið er til ráðuneyta, eftirlitsstofnana, fyrirtækja, fjármálastofnana, fjölmiðla, stjórnmálaflokka eða stjórnskipunarinnar í heild. Hér verða reifaðar helstu úrbætur sem þegar hefur verið hrundið í framkvæmd og aðrar sem unnið er að á vettvangi forsætisráðuneytisins. Þær breytingar sem gerðar hafa verið miða allar að því að gera umhverfi stjórnmálanna og stjórnsýslunnar lýðræðislegra, skilvirkara og traustara ekki síst með því að auka gagnsæi, aðgengi og áhrif almennings. Forsætisráðuneytið hefur verið endurskipulagt í því skyni að skerpa á forystu- og stefnumótunarhlutverki þess. Settar hafa verið á fót fastar ráðherranefndir á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála, Evrópumála og jafnréttismála sem hittast reglulega og tryggja samráð og formleg vinnubrögð. Verkaskiptingu ráðuneyta hefur verið breytt og ráðuneyti efnahagsmála stofnað. Frekari breytingar á ráðuneytum og stofnunum eru í farvegi og hafa það að markmiði að efla stjórnsýsluna og gera hana skilvirkari og einfaldari og um leið hagkvæmari. Unnið er að því að bæta starfshætti ríkisstjórnarinnar og ráðherranefnda enn frekar í því skyni að efla samstarf og samráð innan Stjórnarráðsins sem og að því að breyta innra skipulagi ráðuneyta innan Stjórnarráðsins, stöðu embættismanna og annarra starfsmanna og pólitískra aðstoðarmanna ráðherra. Þá eru til umfjöllunar niðurstöður nefndar sem fjallaði undir forystu Páls Hreinssonar um starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra og réttarbrotum í stjórnsýslunni sem skipuð var í samræmi við ályktun Alþingis frá 2. júní 1998. Svo virðist sem ekki hafi verið unnið með tillögur nefndarinnar fyrr en nú ellefu árum eftir að nefndin skilaði forsætisráðuneytinu niðurstöðum sínum. Starfshópur um endurskoðun upplýsingalaga er nú að ljúka störfum. Hann fjallar m.a. um hvort möguleiki sé á því að víkka út gildissvið upplýsingalaganna og rýmka aðgengi almennings að upplýsingum í fórum stjórnvalda. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um siðareglur fyrir embættismenn og aðra starfsmenn innan stjórnsýslunnar. Megintilgangur frumvarpsins er að skapa lagalega umgjörð um siðareglur fyrir stjórnsýslu ríkisins og störf ráðherra. Er það í fyrsta sinn sem kveðið er á um setningu slíkra reglna hér á landi. Frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarp til laga um stjórnlagaþing hefur verið lagt fram á Alþingi. Samþykktar voru breytingar á lögum um stjórnmálasamtök og frambjóðendur, ekki síst vegna áranna 2002-2006, og nú liggur fyrir nýtt lagafrumvarp sem kynnt verður í ríkisstjórn í dag um enn frekari upplýsingaskyldu þessara aðila auk frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Samþykktar hafa verið reglur um skráningu hagsmunatengsla ráðherra. Frumvarp til laga um breyting á lögum um opinberar eftirlitsreglur verður lagt fram á næstu dögum með það að markmiði að bæta vinnubrögð við undirbúning lagasetningar. Frumvarp til laga um persónukjör hefur verið lagt fram á Alþingi. Þá hef ég skipað nefnd undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar sem skal taka skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til ítarlegrar umfjöllunar og meta þau atriði sem beinast kunna sérstaklega að stjórnsýslunni og starfsháttum Stjórnarráðsins. Hér hafa aðeins verið raktar ýmsar úrbætur sem unnið hefur verið að innan forsætisráðuneytisins á liðnu ári til að tryggja lýðræðislegra og traustara gangvirki samfélagsins en það sem leiddi til hruns. Í annarri grein sem birt verður í Fréttablaðinu á morgun verða reifaðar helstu úrbætur sem unnið hefur verið að í öðrum ráðuneytum innan Stjórnarráðsins í sama tilgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hrun bankakerfisins hefur kallað á grundvallarendurskoðun fjölmargra þátta í samfélagi okkar. Bankarnir brugðust, stjórnkerfið brást, stjórnmálin brugðust, eftirlitskerfið brást, fjölmiðlarnir brugðust, hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar brást og á okkur öllum hvílir sú skylda að búa svo um hnúta við endurreisnina að slíkt gerist ekki aftur. Frá því að ný ríkisstjórn tók við í febrúar 2009 hefur markvisst verið unnið að endurbótum á lagaumhverfi og vinnubrögðum í gangvirki samfélagsins, hvort sem litið er til ráðuneyta, eftirlitsstofnana, fyrirtækja, fjármálastofnana, fjölmiðla, stjórnmálaflokka eða stjórnskipunarinnar í heild. Hér verða reifaðar helstu úrbætur sem þegar hefur verið hrundið í framkvæmd og aðrar sem unnið er að á vettvangi forsætisráðuneytisins. Þær breytingar sem gerðar hafa verið miða allar að því að gera umhverfi stjórnmálanna og stjórnsýslunnar lýðræðislegra, skilvirkara og traustara ekki síst með því að auka gagnsæi, aðgengi og áhrif almennings. Forsætisráðuneytið hefur verið endurskipulagt í því skyni að skerpa á forystu- og stefnumótunarhlutverki þess. Settar hafa verið á fót fastar ráðherranefndir á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála, Evrópumála og jafnréttismála sem hittast reglulega og tryggja samráð og formleg vinnubrögð. Verkaskiptingu ráðuneyta hefur verið breytt og ráðuneyti efnahagsmála stofnað. Frekari breytingar á ráðuneytum og stofnunum eru í farvegi og hafa það að markmiði að efla stjórnsýsluna og gera hana skilvirkari og einfaldari og um leið hagkvæmari. Unnið er að því að bæta starfshætti ríkisstjórnarinnar og ráðherranefnda enn frekar í því skyni að efla samstarf og samráð innan Stjórnarráðsins sem og að því að breyta innra skipulagi ráðuneyta innan Stjórnarráðsins, stöðu embættismanna og annarra starfsmanna og pólitískra aðstoðarmanna ráðherra. Þá eru til umfjöllunar niðurstöður nefndar sem fjallaði undir forystu Páls Hreinssonar um starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra og réttarbrotum í stjórnsýslunni sem skipuð var í samræmi við ályktun Alþingis frá 2. júní 1998. Svo virðist sem ekki hafi verið unnið með tillögur nefndarinnar fyrr en nú ellefu árum eftir að nefndin skilaði forsætisráðuneytinu niðurstöðum sínum. Starfshópur um endurskoðun upplýsingalaga er nú að ljúka störfum. Hann fjallar m.a. um hvort möguleiki sé á því að víkka út gildissvið upplýsingalaganna og rýmka aðgengi almennings að upplýsingum í fórum stjórnvalda. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um siðareglur fyrir embættismenn og aðra starfsmenn innan stjórnsýslunnar. Megintilgangur frumvarpsins er að skapa lagalega umgjörð um siðareglur fyrir stjórnsýslu ríkisins og störf ráðherra. Er það í fyrsta sinn sem kveðið er á um setningu slíkra reglna hér á landi. Frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarp til laga um stjórnlagaþing hefur verið lagt fram á Alþingi. Samþykktar voru breytingar á lögum um stjórnmálasamtök og frambjóðendur, ekki síst vegna áranna 2002-2006, og nú liggur fyrir nýtt lagafrumvarp sem kynnt verður í ríkisstjórn í dag um enn frekari upplýsingaskyldu þessara aðila auk frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Samþykktar hafa verið reglur um skráningu hagsmunatengsla ráðherra. Frumvarp til laga um breyting á lögum um opinberar eftirlitsreglur verður lagt fram á næstu dögum með það að markmiði að bæta vinnubrögð við undirbúning lagasetningar. Frumvarp til laga um persónukjör hefur verið lagt fram á Alþingi. Þá hef ég skipað nefnd undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar sem skal taka skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til ítarlegrar umfjöllunar og meta þau atriði sem beinast kunna sérstaklega að stjórnsýslunni og starfsháttum Stjórnarráðsins. Hér hafa aðeins verið raktar ýmsar úrbætur sem unnið hefur verið að innan forsætisráðuneytisins á liðnu ári til að tryggja lýðræðislegra og traustara gangvirki samfélagsins en það sem leiddi til hruns. Í annarri grein sem birt verður í Fréttablaðinu á morgun verða reifaðar helstu úrbætur sem unnið hefur verið að í öðrum ráðuneytum innan Stjórnarráðsins í sama tilgangi.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun