Ber ekki kala til nokkurs manns 1. október 2010 06:00 Snýr aftur Björgvin G. Sigurðsson tekur á ný til starfa á Alþingi eftir tæplega hálfs árs leyfi í kjölfar útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttablaðið/stefán „Mér þykir niðurstaðan dapurleg,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, um niðurstöður atkvæðagreiðslu Alþingis um landsdómsmálið. Þingið samþykkti að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, en felldi tillögu um kærur á hendur Björgvini, Árna M. Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Björgvin kveðst einlæglega ánægður fyrir hönd Árna og Ingibjargar en fyrst og fremst leiður yfir því hvernig þetta fór, „enda ítrekað komið fram að óljóst er hvaða aðgerðir hefðu breytt stöðu mála verulega mánuðina fyrir hrun. Ég held að réttarhöld yfir Geir Haarde hafi ekkert með réttlæti að gera.“ Spurður hvort hann efist ekki um að rétt sé af honum að taka sæti á þingi á ný svarar Björgvin því til að þessir atburðir séu að baki og áríðandi verkefni taki við í þinginu. „Ég lýsti því yfir þegar ég fór út af þingi 14. apríl að ég vildi gefa þingmannanefndinni fullt svigrúm til þess að sinna þessu þunga verki og hef í engu truflað störf hennar. Meðal annars með því að tjá mig ekki opinberlega um þessi mál í að verða hálft ár. Nú hefur nefndin klárað sitt verkefni og Alþingi afgreitt tillöguna. Niðurstaðan er fengin. Hún er sú að tillaga um að ákæra mig fyrir landsdóm var felld og þessum kafla er því lokið. Því tek ég sæti mitt á Alþingi á ný í samræmi við yfirlýsingu mína frá því í vor og lyktir mála.“ Hvað sem heildarniðurstöðunni líður sitja á þingi 27 menn - þar af þrír í þingflokki Samfylkingarinnar - sem vildu Björgvin fyrir landsdóm. Hann telur þá staðreynd ekki hafa áhrif á störf hans. „Ég ber ekki kala til nokkurs manns í eftirmála þessara atburða og ber fulla virðingu fyrir skoðunum þeirra í þessu máli sem öðrum. Nú sný ég mér að þeim verkefnum sem ég var kjörinn til að sinna af kjósendum í Suðurkjördæmi þegar ég var kosinn 1. þingmaður þess, mörgum mánuðum eftir fall fjármálakerfisins.“ Björgvin segir að nú skipti mestu að skapa andrúmsloft sátta og uppbyggingar og halda áfram. Koma þurfi atvinnulífinu af stað og öllum öðrum brýnum verkum sem blasa við. „Við verðum að vinna út frá þeirri stöðu sem uppi er og í það mun ég einhenda mér af fullum krafti.“ bjorn@frettabladid.is Fréttir Landsdómur Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
„Mér þykir niðurstaðan dapurleg,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, um niðurstöður atkvæðagreiðslu Alþingis um landsdómsmálið. Þingið samþykkti að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, en felldi tillögu um kærur á hendur Björgvini, Árna M. Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Björgvin kveðst einlæglega ánægður fyrir hönd Árna og Ingibjargar en fyrst og fremst leiður yfir því hvernig þetta fór, „enda ítrekað komið fram að óljóst er hvaða aðgerðir hefðu breytt stöðu mála verulega mánuðina fyrir hrun. Ég held að réttarhöld yfir Geir Haarde hafi ekkert með réttlæti að gera.“ Spurður hvort hann efist ekki um að rétt sé af honum að taka sæti á þingi á ný svarar Björgvin því til að þessir atburðir séu að baki og áríðandi verkefni taki við í þinginu. „Ég lýsti því yfir þegar ég fór út af þingi 14. apríl að ég vildi gefa þingmannanefndinni fullt svigrúm til þess að sinna þessu þunga verki og hef í engu truflað störf hennar. Meðal annars með því að tjá mig ekki opinberlega um þessi mál í að verða hálft ár. Nú hefur nefndin klárað sitt verkefni og Alþingi afgreitt tillöguna. Niðurstaðan er fengin. Hún er sú að tillaga um að ákæra mig fyrir landsdóm var felld og þessum kafla er því lokið. Því tek ég sæti mitt á Alþingi á ný í samræmi við yfirlýsingu mína frá því í vor og lyktir mála.“ Hvað sem heildarniðurstöðunni líður sitja á þingi 27 menn - þar af þrír í þingflokki Samfylkingarinnar - sem vildu Björgvin fyrir landsdóm. Hann telur þá staðreynd ekki hafa áhrif á störf hans. „Ég ber ekki kala til nokkurs manns í eftirmála þessara atburða og ber fulla virðingu fyrir skoðunum þeirra í þessu máli sem öðrum. Nú sný ég mér að þeim verkefnum sem ég var kjörinn til að sinna af kjósendum í Suðurkjördæmi þegar ég var kosinn 1. þingmaður þess, mörgum mánuðum eftir fall fjármálakerfisins.“ Björgvin segir að nú skipti mestu að skapa andrúmsloft sátta og uppbyggingar og halda áfram. Koma þurfi atvinnulífinu af stað og öllum öðrum brýnum verkum sem blasa við. „Við verðum að vinna út frá þeirri stöðu sem uppi er og í það mun ég einhenda mér af fullum krafti.“ bjorn@frettabladid.is
Fréttir Landsdómur Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira