Reykjanesbrautin flutt fjær álverinu 11. nóvember 2010 03:30 Reykjanesbrautin Áformað er að lokið verði við tvöldun og færslu Reykjanesbrautarinnar 2015. fréttablaðið/vilhelm Meðal framkvæmda sem ráðist verður í, þegar og ef semst um fjármögnun milli ríkisins og lífeyrissjóðanna, er að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Í því felst jafnframt að flytja vegstæði hennar fjær álverinu í Straumsvík. Að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra er í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar gert ráð fyrir flutningi brautarinnar. Byggist það á fyrirheitum bæjarins til álversins um lóð handan núverandi Reykjanesbrautar þegar stækkun þess var áformuð. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa viðræður ríkisins og lífeyrissjóðanna um fjármögnun gengið vel og binda forvígismenn aðila vonir við að samningar kunni að vera á næsta leiti. Kristján Möller, sem stýrir viðræðunum af hálfu ríkisins, segir ákaflega brýnt að koma framkvæmdum sem fyrst af stað. Fjöldi starfa og öryggi sé undir. „Það er algjört frost á markaðnum og því mikilvægt að geta byrjað sem fyrst. En þetta er ekki bara atvinnumál heldur líka mesta átak í umferðaröryggismálum sem ráðist hefur verið í og því afar þjóðhagslega hagkvæmt.“ Framkvæmdirnar á suðvesturhorninu verða á vegum sérstaks hlutafélags í eigu ríkisins sem einnig annast rekstur og viðhald veganna. Frumvarp um heimild til að stofna slíkt félag varð að lögum í sumar. Innheimt verða veggjöld til að standa straum af kostnaði við framkvæmdir. Annað félag verður stofnað um Vaðlaheiðargöngin. Verður það í eigu Vegagerðarinnar og sveitarfélaga nyrðra. Samkvæmt Kristjáni Möller hafa sveitarfélög heitið hlutafjárframlögum upp á um 200 milljónir króna. Í undirbúningsvinnu vegna framkvæmdarinnar hefur verið notast við gögn Greiðrar leiðar, félags í eigu sveitarfélaga og KEA sem stofnað var fyrir nokkrum árum til að vinna að framgangi Vaðlaheiðarganga. Rukkað verður fyrir umferð um göngin. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Meðal framkvæmda sem ráðist verður í, þegar og ef semst um fjármögnun milli ríkisins og lífeyrissjóðanna, er að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Í því felst jafnframt að flytja vegstæði hennar fjær álverinu í Straumsvík. Að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra er í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar gert ráð fyrir flutningi brautarinnar. Byggist það á fyrirheitum bæjarins til álversins um lóð handan núverandi Reykjanesbrautar þegar stækkun þess var áformuð. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa viðræður ríkisins og lífeyrissjóðanna um fjármögnun gengið vel og binda forvígismenn aðila vonir við að samningar kunni að vera á næsta leiti. Kristján Möller, sem stýrir viðræðunum af hálfu ríkisins, segir ákaflega brýnt að koma framkvæmdum sem fyrst af stað. Fjöldi starfa og öryggi sé undir. „Það er algjört frost á markaðnum og því mikilvægt að geta byrjað sem fyrst. En þetta er ekki bara atvinnumál heldur líka mesta átak í umferðaröryggismálum sem ráðist hefur verið í og því afar þjóðhagslega hagkvæmt.“ Framkvæmdirnar á suðvesturhorninu verða á vegum sérstaks hlutafélags í eigu ríkisins sem einnig annast rekstur og viðhald veganna. Frumvarp um heimild til að stofna slíkt félag varð að lögum í sumar. Innheimt verða veggjöld til að standa straum af kostnaði við framkvæmdir. Annað félag verður stofnað um Vaðlaheiðargöngin. Verður það í eigu Vegagerðarinnar og sveitarfélaga nyrðra. Samkvæmt Kristjáni Möller hafa sveitarfélög heitið hlutafjárframlögum upp á um 200 milljónir króna. Í undirbúningsvinnu vegna framkvæmdarinnar hefur verið notast við gögn Greiðrar leiðar, félags í eigu sveitarfélaga og KEA sem stofnað var fyrir nokkrum árum til að vinna að framgangi Vaðlaheiðarganga. Rukkað verður fyrir umferð um göngin. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira