Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Þórólfur Matthíasson skrifar 16. febrúar 2010 06:00 Eva Joly hefur tekið að sér að vera íslenskum stjórnvöldum til ráðgjafar um rannsókn á efnahagsbrotum í aðdraganda bankahrunsins í október 2008. Aðkoma hennar hefur orðið til þess að efla hjá íslenskum almenningi trú á að verið sé að vinna af heilindum að rannsókn hugsanlegra efnahagsglæpa enda á hún glæstan feril að baki á þessu sviði. Joly var nýverið kosin á Evrópuþingið þar sem verkefni hennar verður m.a. að endurmóta umgjörð efnahags- og fjármálalífs álfunnar. Í málflutningi sínum fyrir breyttum reglum á fjármálamörkuðum Evrópu hefur Eva Joly notað Ísland og IceSave málið sem dæmi. Svo óheppilega vill til að hún byggir atvikalýsingar á einhæfum málflutningi InDefense. Að þessu vék ég í einni lítilli aukasetningu í grein sem ég skrifaði í Aftenposten fyrir skemmstu. Eva Joly kýs að gera þessa aukasetningu að inntaki greina sem birtast samtímis á Íslandi og í Noregi. Þar er það pólitíkusinn Eva Joly sem stýrir penna. Í greininni eru fullyrðingar og röksemdir sem ekki eru réttar og mega ekki standa óleiðréttar. Málflutningur er snertir framtíð Íslands verður að byggja á traustum staðreyndum. Kjósendur bera ábyrgðEva Joly heldur því fram í greinum sínum að ég hafi stutt kröfur Breta og Hollendinga í IceSave málinu. Þetta er ekki rétt. En ég hef gert mig sekan um að spyrja hver ábyrgð íslenskra stjórnvalda, íslenskra stjórnmálamanna og íslenskra kjósenda á IceSave málinu sé, bæði með hliðsjón af lögum og reglum og með hliðsjón af almennu siðferði. Niðurstaða mín er að kjósendur beri ábyrgð á stjórnmálamönnum og að stjórnmálamenn beri ábyrgð á þeim embættismönnum sem þeir setja til verka. Hátti svo til að kjósendur í lýðræðisríki kjósi, kosningar eftir kosningar, stjórnmálamenn sem setja venslamenn, vini og spilafélaga í eftirlits- og umboðsstöður án þess að huga að getu þessara einstaklinga til að sinna störfum sínum, þá er ábyrgðin á slökum verkum embættis- og eftirlitskerfisins ekkert síður kjósendanna en þeirra sem afglöpin frömdu. Þessi ábyrgð getur birst hinum vanhæfa embættismanni í formi saksóknar og dóms. Ábyrgðin birtist almenningi gjarnan með öðrum hætti, yfirleitt í formi lakari afkomu en ella væri. Það er mín skoðun að það standi upp á Íslendinga að svara þeirri spurningu hvort íslensk stjórnvöld og íslenskir eftirlitsaðilar hafi uppfyllt allar sínar eftirlits- og aðhaldsskyldur í tengslum við stofnun og rekstur IceSave reikninganna. Sé niðurstaðan sú að það hafi ekki verið gert þarf að taka á þeim málum gagnvart þeim einstaklingum og þeim stofnunum sem brugðust. Jafnframt verða stjórnmálamenn að sýna þann siðferðisstyrk að segja kjósendum sínum satt og rétt um hvar reikningurinn vegna klúðursins lendir í stað þess að fara í sífelld ferðalög um lendur fantasíunnar í þessum efnum. Persónulega þykir mér sárt að sitja undir ásökunum um að ganga erinda erlendra þjóða þegar tilefnið er ekki annað en þessi einfalda spurning: bera íslenskir kjósendur ekki ábyrgð á íslenskum stjórnmálamönnum og íslenskum embættismönnum? 700 milljarðar?Í grein sinni heldur Eva Joly því fram að IceSave samningurinn gangi útá að hver Íslendingur frá vöggubarni til elsta ellilífeyrisþega skuli greiða 12.000 evrur til Breta og Hollendinga. Samanlagt gerir þetta tæpa 700 milljarða króna. Þetta er sú tala sem InDefense hefur haldið hvað hæst á lofti. Hvað eftir annað hefur verið sýnt fram á að þessi fullyrðing er röng, nú síðast af Ann Sibert, prófessor við Birkbeck College í London og meðlimi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Með því að gera þessa tölu að megininntaki greinar sinnar undirstrikar Eva Joly að hún hefur látið glepjast af áróðri InDefense og látið undir höfuð leggjast að kynna sér staðreyndir málsins. Hið rétta er að þrotabú Landsbankans mun greiða yfir 90% af forgangskröfum. Þetta kemur skýrt fram í opinberum gögnum skilanefndarinnar eins og ég vík að hér á eftir. Verðmæti LandsbankaeignaÍ grein sinni fullyrðir Eva Joly að þrotabú Landsbankans muni aðeins greiða 30% af IceSave kröfunni. Þessi fullyrðing er röng enda sá efnahags- og viðskiptaráðherra sig til þess knúinn að mótmæla henni kröftuglega þegar grein Evu Joly birtist. IceSave krafan er forgangskrafa í þrotabúið og eignir búsins munu duga fyrir mestum hluta þessara krafna eins og rökstutt verður hér að neðan. Vera kann að Eva Joly sé að rugla saman heildarkröfum í bú Landsbankans og forgangskröfum. Mat skilastjórnarinnar er að eignir þrotabúsins dugi til að greiða um 32% af öllum kröfum, en forgangskröfur koma framar almennum kröfum og greiðast fyrst. Til samanburðar má nefna að bú Kaupthing Singer and Friedlander mun greiða yfir 75% af heildarkröfum. Heyrst hefur að þrotabú Lehman bankans muni greiða um 40% af heildarkröfum. Áætlað endurheimtuhlutfall Landsbankans er því lágt samanborið við endurheimtuhlutfall KSF og talsvert lægra en endurheimtuhlutfall Lehman. En er mat skilastjórnarinnar ábyggilegt? Í fyrsta lagi hefur skilanefndin þegar yfir 500 milljarða í hendi. Þetta er skuldabréf frá Nýja Landsbankanum að verðmæti ríflega 300 milljarðar, sem er mismunur eigna og skulda sem fluttust úr gamla bankanum í þann nýja í október 2008, auk 200 milljarða í lausafé. Eignir búsins sem metnar voru á ríflega tvö þúsund milljarða króna fyrir hrun metur skilanefndin nú á ríflega 800 milljarða króna. Niðurfærslan nú nemur því um 65%, því er áætlað að einungis um 35% af skuldum útistandandi í október 2008 endurheimtist. Áætlað endurgreiðsluhlutfall hefur hækkað mikið frá því snemma árs 2009 þegar áætlað var að aðeins fengjust 50% upp í forgangskröfur til dagsins í dag þegar áætlað er að endurheimtur dugi til að greiða um 90% forgangskrafa. Verðmæti eignasafns þrotabúsins í Bretlandi virðist enn fara hækkandi því Baldvin Valtýsson sem starfar fyrir skilastjórnina í London sagði í blaðaviðtali í febrúar 2010 að eignir búsins í London næmu 430 milljörðum króna. Þetta er um 100 milljörðum hærri tala en nefnd er í gögnum skilanefndar frá lokum september 2009. Öll rök hníga því í þá átt að eignasafn gamla Landsbankans hafi verið vanmetið í upphafi hruns enda tíðkast iðulega að meta varlega í upphafi meðan margt er óljóst. Hvar eru peningarnir?Eva Joly telur í grein sinni að megnið af IceSave fjármununum sé í umferð í Bretlandi og Hollandi. Vonandi er það rétt, hluti af hennar sérgrein er að elta þessa fjármuni uppi. En ég leyfi mér samt að benda á að það virðist hafa verið lífsspursmál fyrir Gamla Landsbankann að eiga þess kost að flytja fé frá Bretlandi til Íslands á árinu 2008. Ella hefðu þeir skipulagt IceSave innan vébanda Heritable bankans á ábyrgð breska innistæðutryggingarsjóðsins. En það vildu þeir ekki vegna þeirrar kröfu að innistæðufé í Heritable yrði fest í Bretlandi. Minn grunur er að hluti af IceSave fjármununum sé fastur í tónlistarhöll á hafnarbakkanum í Reykjavík og í holræsum og götum vítt og breitt í byggðum Íslands þó töluvert hafi án efa flotið aftur út í misvitrar fjárfestingar vildarviðskiptavina Landsbankans. En það er hárrétt hjá Evu Joly að slitastjórnin á um 300 milljarða króna í kröfum á einkaaðila í Bretlandi og Hollandi og álíka stóra kröfu á hendur einkaaðila á Íslandi. Þessir fjármunir eru að endurheimtast. Framtíðarvirði eða núvirði?Í allri umræðu um upphæðir hafa fulltrúar InDefense fremur viljað skoða framtíðarvirði frekar en núvirði IceSave skuldbindingarinnar. Með því að bæta við áætlaðri verðbólgu má vissulega fá fram háar tölur. Þetta er öllum frjálst að gera. En það breytir ekki því að núvirði skuldbindingarinnar er á bilinu 120 til 180 milljarðar króna. VaxtamálinEva Joly gerir vaxtamál að umtalsefni og telur að 5,55% nafnvextir og um 3% raunvextir séu okurvextir. Það eru nýjar fréttir fyrir Íslendinga sem hafa löngum stundum búið við 4-6% raunvexti og yfir 20% nafnvexti. Hitt er svo annað mál að það er sjálfsagt að reyna að fá vaxtakjörin löguð. Á það hef ég lagt áherslu þegar ég hef talað við breska og hollenska blaðamenn eins og sjá má í viðtali við Het Financieele Dagblad 13.2.2010. Neyðarlögin og mismununÍ grein minni í Aftenposten benti ég á að með neyðarlögunum svokölluðu mismunuðu íslensk stjórnvöld innistæðueigendum í Reykjavík annars vegar og Rotterdam hins vegar. Þetta stríðir gegn fyrirmælum í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Margir telja að vegna þess atriðis sé ekki á það hættandi fyrir Íslendinga að fara með mál tengd IceSave skuldinni fyrir evrópska dómstóla. Erfitt kann að vera að reikna út niðurstöðu dómstóla eins og staðfest er með misvísandi niðurstöður nýlegra dóma frá Héraðsdómi Reykjavíkur um lögmæti svokallaðra myntkörfulána. Annar dómurinn taldi slík lán lögmæt, hinn dómurinn ólögmæt. Varðandi lagalegu stöðu Íslands má einnig benda á álit Pers Christiansen, lagaprófessors í Tromsö, sem heldur því fram í viðtali við Pressuna 13.2.2010 að enginn vafi leiki á ábyrgð íslendinga á innistæðutryggingarkerfinu. Sama hafa talsmenn íslenskra stjórnvalda og sumir talsmenn stjórnarandstöðunnar á Íslandi undirstrikað og ummæli í þessa veruna voru komin fram löngu fyrir hrun. LokaorðEva Joly er kappsöm kona sem vill vinna Íslendingum vel og jafnframt koma betri skikk á fjármálakerfi Evrópu. Ég á ekki aðra ósk heitari en að ráðleggingar hennar til íslenskra stjórnvalda megi verða til þess að hinir sönnu skúrkar hrunsins fái makleg málagjöld. Sú var tíð að Íslendingar höfðu orð á sér fyrir orðheldni, heiðarleika og dugnað meðal erlendra manna. Efast má um að þetta orðspor fari af Íslendingum nú eftir framgöngu hrunvíkinganna í þenslu og aðdraganda hruns auk úrvinnslu stjórnmálamannanna á flækjum sem hrunið skapaði. Sannast nú hið fornkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Róum nú að því öllum árum að endurreisa tiltrú á Íslendingum erlendis. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Styttri útgáfa greinarinnar birtist í Aftenposten. Öll rök hníga því í þá átt að eignasafn gamla Landsbankans hafi verið vanmetið í upphafi hruns enda tíðkast iðulega að meta varlega í upphafi meðan margt er óljóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Eva Joly hefur tekið að sér að vera íslenskum stjórnvöldum til ráðgjafar um rannsókn á efnahagsbrotum í aðdraganda bankahrunsins í október 2008. Aðkoma hennar hefur orðið til þess að efla hjá íslenskum almenningi trú á að verið sé að vinna af heilindum að rannsókn hugsanlegra efnahagsglæpa enda á hún glæstan feril að baki á þessu sviði. Joly var nýverið kosin á Evrópuþingið þar sem verkefni hennar verður m.a. að endurmóta umgjörð efnahags- og fjármálalífs álfunnar. Í málflutningi sínum fyrir breyttum reglum á fjármálamörkuðum Evrópu hefur Eva Joly notað Ísland og IceSave málið sem dæmi. Svo óheppilega vill til að hún byggir atvikalýsingar á einhæfum málflutningi InDefense. Að þessu vék ég í einni lítilli aukasetningu í grein sem ég skrifaði í Aftenposten fyrir skemmstu. Eva Joly kýs að gera þessa aukasetningu að inntaki greina sem birtast samtímis á Íslandi og í Noregi. Þar er það pólitíkusinn Eva Joly sem stýrir penna. Í greininni eru fullyrðingar og röksemdir sem ekki eru réttar og mega ekki standa óleiðréttar. Málflutningur er snertir framtíð Íslands verður að byggja á traustum staðreyndum. Kjósendur bera ábyrgðEva Joly heldur því fram í greinum sínum að ég hafi stutt kröfur Breta og Hollendinga í IceSave málinu. Þetta er ekki rétt. En ég hef gert mig sekan um að spyrja hver ábyrgð íslenskra stjórnvalda, íslenskra stjórnmálamanna og íslenskra kjósenda á IceSave málinu sé, bæði með hliðsjón af lögum og reglum og með hliðsjón af almennu siðferði. Niðurstaða mín er að kjósendur beri ábyrgð á stjórnmálamönnum og að stjórnmálamenn beri ábyrgð á þeim embættismönnum sem þeir setja til verka. Hátti svo til að kjósendur í lýðræðisríki kjósi, kosningar eftir kosningar, stjórnmálamenn sem setja venslamenn, vini og spilafélaga í eftirlits- og umboðsstöður án þess að huga að getu þessara einstaklinga til að sinna störfum sínum, þá er ábyrgðin á slökum verkum embættis- og eftirlitskerfisins ekkert síður kjósendanna en þeirra sem afglöpin frömdu. Þessi ábyrgð getur birst hinum vanhæfa embættismanni í formi saksóknar og dóms. Ábyrgðin birtist almenningi gjarnan með öðrum hætti, yfirleitt í formi lakari afkomu en ella væri. Það er mín skoðun að það standi upp á Íslendinga að svara þeirri spurningu hvort íslensk stjórnvöld og íslenskir eftirlitsaðilar hafi uppfyllt allar sínar eftirlits- og aðhaldsskyldur í tengslum við stofnun og rekstur IceSave reikninganna. Sé niðurstaðan sú að það hafi ekki verið gert þarf að taka á þeim málum gagnvart þeim einstaklingum og þeim stofnunum sem brugðust. Jafnframt verða stjórnmálamenn að sýna þann siðferðisstyrk að segja kjósendum sínum satt og rétt um hvar reikningurinn vegna klúðursins lendir í stað þess að fara í sífelld ferðalög um lendur fantasíunnar í þessum efnum. Persónulega þykir mér sárt að sitja undir ásökunum um að ganga erinda erlendra þjóða þegar tilefnið er ekki annað en þessi einfalda spurning: bera íslenskir kjósendur ekki ábyrgð á íslenskum stjórnmálamönnum og íslenskum embættismönnum? 700 milljarðar?Í grein sinni heldur Eva Joly því fram að IceSave samningurinn gangi útá að hver Íslendingur frá vöggubarni til elsta ellilífeyrisþega skuli greiða 12.000 evrur til Breta og Hollendinga. Samanlagt gerir þetta tæpa 700 milljarða króna. Þetta er sú tala sem InDefense hefur haldið hvað hæst á lofti. Hvað eftir annað hefur verið sýnt fram á að þessi fullyrðing er röng, nú síðast af Ann Sibert, prófessor við Birkbeck College í London og meðlimi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Með því að gera þessa tölu að megininntaki greinar sinnar undirstrikar Eva Joly að hún hefur látið glepjast af áróðri InDefense og látið undir höfuð leggjast að kynna sér staðreyndir málsins. Hið rétta er að þrotabú Landsbankans mun greiða yfir 90% af forgangskröfum. Þetta kemur skýrt fram í opinberum gögnum skilanefndarinnar eins og ég vík að hér á eftir. Verðmæti LandsbankaeignaÍ grein sinni fullyrðir Eva Joly að þrotabú Landsbankans muni aðeins greiða 30% af IceSave kröfunni. Þessi fullyrðing er röng enda sá efnahags- og viðskiptaráðherra sig til þess knúinn að mótmæla henni kröftuglega þegar grein Evu Joly birtist. IceSave krafan er forgangskrafa í þrotabúið og eignir búsins munu duga fyrir mestum hluta þessara krafna eins og rökstutt verður hér að neðan. Vera kann að Eva Joly sé að rugla saman heildarkröfum í bú Landsbankans og forgangskröfum. Mat skilastjórnarinnar er að eignir þrotabúsins dugi til að greiða um 32% af öllum kröfum, en forgangskröfur koma framar almennum kröfum og greiðast fyrst. Til samanburðar má nefna að bú Kaupthing Singer and Friedlander mun greiða yfir 75% af heildarkröfum. Heyrst hefur að þrotabú Lehman bankans muni greiða um 40% af heildarkröfum. Áætlað endurheimtuhlutfall Landsbankans er því lágt samanborið við endurheimtuhlutfall KSF og talsvert lægra en endurheimtuhlutfall Lehman. En er mat skilastjórnarinnar ábyggilegt? Í fyrsta lagi hefur skilanefndin þegar yfir 500 milljarða í hendi. Þetta er skuldabréf frá Nýja Landsbankanum að verðmæti ríflega 300 milljarðar, sem er mismunur eigna og skulda sem fluttust úr gamla bankanum í þann nýja í október 2008, auk 200 milljarða í lausafé. Eignir búsins sem metnar voru á ríflega tvö þúsund milljarða króna fyrir hrun metur skilanefndin nú á ríflega 800 milljarða króna. Niðurfærslan nú nemur því um 65%, því er áætlað að einungis um 35% af skuldum útistandandi í október 2008 endurheimtist. Áætlað endurgreiðsluhlutfall hefur hækkað mikið frá því snemma árs 2009 þegar áætlað var að aðeins fengjust 50% upp í forgangskröfur til dagsins í dag þegar áætlað er að endurheimtur dugi til að greiða um 90% forgangskrafa. Verðmæti eignasafns þrotabúsins í Bretlandi virðist enn fara hækkandi því Baldvin Valtýsson sem starfar fyrir skilastjórnina í London sagði í blaðaviðtali í febrúar 2010 að eignir búsins í London næmu 430 milljörðum króna. Þetta er um 100 milljörðum hærri tala en nefnd er í gögnum skilanefndar frá lokum september 2009. Öll rök hníga því í þá átt að eignasafn gamla Landsbankans hafi verið vanmetið í upphafi hruns enda tíðkast iðulega að meta varlega í upphafi meðan margt er óljóst. Hvar eru peningarnir?Eva Joly telur í grein sinni að megnið af IceSave fjármununum sé í umferð í Bretlandi og Hollandi. Vonandi er það rétt, hluti af hennar sérgrein er að elta þessa fjármuni uppi. En ég leyfi mér samt að benda á að það virðist hafa verið lífsspursmál fyrir Gamla Landsbankann að eiga þess kost að flytja fé frá Bretlandi til Íslands á árinu 2008. Ella hefðu þeir skipulagt IceSave innan vébanda Heritable bankans á ábyrgð breska innistæðutryggingarsjóðsins. En það vildu þeir ekki vegna þeirrar kröfu að innistæðufé í Heritable yrði fest í Bretlandi. Minn grunur er að hluti af IceSave fjármununum sé fastur í tónlistarhöll á hafnarbakkanum í Reykjavík og í holræsum og götum vítt og breitt í byggðum Íslands þó töluvert hafi án efa flotið aftur út í misvitrar fjárfestingar vildarviðskiptavina Landsbankans. En það er hárrétt hjá Evu Joly að slitastjórnin á um 300 milljarða króna í kröfum á einkaaðila í Bretlandi og Hollandi og álíka stóra kröfu á hendur einkaaðila á Íslandi. Þessir fjármunir eru að endurheimtast. Framtíðarvirði eða núvirði?Í allri umræðu um upphæðir hafa fulltrúar InDefense fremur viljað skoða framtíðarvirði frekar en núvirði IceSave skuldbindingarinnar. Með því að bæta við áætlaðri verðbólgu má vissulega fá fram háar tölur. Þetta er öllum frjálst að gera. En það breytir ekki því að núvirði skuldbindingarinnar er á bilinu 120 til 180 milljarðar króna. VaxtamálinEva Joly gerir vaxtamál að umtalsefni og telur að 5,55% nafnvextir og um 3% raunvextir séu okurvextir. Það eru nýjar fréttir fyrir Íslendinga sem hafa löngum stundum búið við 4-6% raunvexti og yfir 20% nafnvexti. Hitt er svo annað mál að það er sjálfsagt að reyna að fá vaxtakjörin löguð. Á það hef ég lagt áherslu þegar ég hef talað við breska og hollenska blaðamenn eins og sjá má í viðtali við Het Financieele Dagblad 13.2.2010. Neyðarlögin og mismununÍ grein minni í Aftenposten benti ég á að með neyðarlögunum svokölluðu mismunuðu íslensk stjórnvöld innistæðueigendum í Reykjavík annars vegar og Rotterdam hins vegar. Þetta stríðir gegn fyrirmælum í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Margir telja að vegna þess atriðis sé ekki á það hættandi fyrir Íslendinga að fara með mál tengd IceSave skuldinni fyrir evrópska dómstóla. Erfitt kann að vera að reikna út niðurstöðu dómstóla eins og staðfest er með misvísandi niðurstöður nýlegra dóma frá Héraðsdómi Reykjavíkur um lögmæti svokallaðra myntkörfulána. Annar dómurinn taldi slík lán lögmæt, hinn dómurinn ólögmæt. Varðandi lagalegu stöðu Íslands má einnig benda á álit Pers Christiansen, lagaprófessors í Tromsö, sem heldur því fram í viðtali við Pressuna 13.2.2010 að enginn vafi leiki á ábyrgð íslendinga á innistæðutryggingarkerfinu. Sama hafa talsmenn íslenskra stjórnvalda og sumir talsmenn stjórnarandstöðunnar á Íslandi undirstrikað og ummæli í þessa veruna voru komin fram löngu fyrir hrun. LokaorðEva Joly er kappsöm kona sem vill vinna Íslendingum vel og jafnframt koma betri skikk á fjármálakerfi Evrópu. Ég á ekki aðra ósk heitari en að ráðleggingar hennar til íslenskra stjórnvalda megi verða til þess að hinir sönnu skúrkar hrunsins fái makleg málagjöld. Sú var tíð að Íslendingar höfðu orð á sér fyrir orðheldni, heiðarleika og dugnað meðal erlendra manna. Efast má um að þetta orðspor fari af Íslendingum nú eftir framgöngu hrunvíkinganna í þenslu og aðdraganda hruns auk úrvinnslu stjórnmálamannanna á flækjum sem hrunið skapaði. Sannast nú hið fornkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Róum nú að því öllum árum að endurreisa tiltrú á Íslendingum erlendis. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Styttri útgáfa greinarinnar birtist í Aftenposten. Öll rök hníga því í þá átt að eignasafn gamla Landsbankans hafi verið vanmetið í upphafi hruns enda tíðkast iðulega að meta varlega í upphafi meðan margt er óljóst.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun