Gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 24. janúar 2010 18:30 Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, er grunaður um að hafa valdið félaginu tjóni með vanrækslu í starfi. Viðurlög við slíku broti geta varðað allt að sex ára fangelsi en sérstakur saksóknari rannsakar málið. Þá gæti Þór einnig hafa skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart Sjóvá með því að lesa ekki samninga áður en hann skrifaði undir þá. Þór segist aldrei hafa haft frumkvæði að neinum ákvörðunum um fjárfestingar félagsins. Hann kveðst þó þurfa að horfast í augu við að hafa skrifað undir samninga sem reyndust félaginu dýrkeyptir án þess að hafa vitneskju um innihald þeirra. DV birti úrdrátt úr yfirheyrslum sérstaks saksóknara yfir Þór Sigfússyni í helgarblaði sínu. Þar kemur fram að Þór vissi oft og tíðum ekkert undir hvaða samninga hann var að skrifa hjá Sjóvá þar sem hann hefði yfirleitt ekki lesið þá yfir. Þór gat t.a.m. ekki útskýrt hver ástæðan var fyrir 10,5 milljarða króna láni frá Sjóvá til Vafnings í febrúar 2008. Hann vissi ekki hverjir forsavarsmenn þess félags voru né hvaða eignir það átti. Samt skrifaði hann undir samninginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Þór grunaður um að hafa með vanrækslu sinni í starfi gerst sekur um umboðssvik. Þetta mun vera einn angi rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og fyrrum móðurfélagi þess Milestone. Umboðssvik falla undir auðgunarbrot hegningarlaga og geta varðað allt að sex ára fangelsi. Þau felast í því að einstaklingur í krafti umboðs eða stöðu gerir eitthvað eða lætur það ógert til að auðga sjálfan sig eða aðra á kostnað þess sem veitir umboðið. Þar með er þó ekki allt talið því núverandi stjórn Sjóvár gæti einnig farið fram á skaðabætur frá Þór vegna vanrækslu í starfi. Í hlutafélagalögum segir að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar séu skyldir til að bæta hlutafélagi það tjón er þeir hafa valdið félaginu í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Þór sagði starfi sínu sem forstjóri Sjóvár lausu skömmu eftir bankahrunið en hann hafði um þrjár milljónir króna í laun á mánuði. Þá vék hann formlega úr sæti formanns Samtaka atvinnulífsins í september á síðasta ári. Þór segist ekki hafa hagnast á viðskiptunum og ekki hafa haft frumkvæði að þeim. Hann hafi talið sig vera með teymi í kringum sig sem hann gæti treyst. Hann segist kvíða niðurstöðum sérstaks saksóknara. Vafningsmálið Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira
Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, er grunaður um að hafa valdið félaginu tjóni með vanrækslu í starfi. Viðurlög við slíku broti geta varðað allt að sex ára fangelsi en sérstakur saksóknari rannsakar málið. Þá gæti Þór einnig hafa skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart Sjóvá með því að lesa ekki samninga áður en hann skrifaði undir þá. Þór segist aldrei hafa haft frumkvæði að neinum ákvörðunum um fjárfestingar félagsins. Hann kveðst þó þurfa að horfast í augu við að hafa skrifað undir samninga sem reyndust félaginu dýrkeyptir án þess að hafa vitneskju um innihald þeirra. DV birti úrdrátt úr yfirheyrslum sérstaks saksóknara yfir Þór Sigfússyni í helgarblaði sínu. Þar kemur fram að Þór vissi oft og tíðum ekkert undir hvaða samninga hann var að skrifa hjá Sjóvá þar sem hann hefði yfirleitt ekki lesið þá yfir. Þór gat t.a.m. ekki útskýrt hver ástæðan var fyrir 10,5 milljarða króna láni frá Sjóvá til Vafnings í febrúar 2008. Hann vissi ekki hverjir forsavarsmenn þess félags voru né hvaða eignir það átti. Samt skrifaði hann undir samninginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Þór grunaður um að hafa með vanrækslu sinni í starfi gerst sekur um umboðssvik. Þetta mun vera einn angi rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og fyrrum móðurfélagi þess Milestone. Umboðssvik falla undir auðgunarbrot hegningarlaga og geta varðað allt að sex ára fangelsi. Þau felast í því að einstaklingur í krafti umboðs eða stöðu gerir eitthvað eða lætur það ógert til að auðga sjálfan sig eða aðra á kostnað þess sem veitir umboðið. Þar með er þó ekki allt talið því núverandi stjórn Sjóvár gæti einnig farið fram á skaðabætur frá Þór vegna vanrækslu í starfi. Í hlutafélagalögum segir að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar séu skyldir til að bæta hlutafélagi það tjón er þeir hafa valdið félaginu í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Þór sagði starfi sínu sem forstjóri Sjóvár lausu skömmu eftir bankahrunið en hann hafði um þrjár milljónir króna í laun á mánuði. Þá vék hann formlega úr sæti formanns Samtaka atvinnulífsins í september á síðasta ári. Þór segist ekki hafa hagnast á viðskiptunum og ekki hafa haft frumkvæði að þeim. Hann hafi talið sig vera með teymi í kringum sig sem hann gæti treyst. Hann segist kvíða niðurstöðum sérstaks saksóknara.
Vafningsmálið Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira