Rooney í ham en Real Madrid úr leik Elvar Geir Magnússon skrifar 10. mars 2010 18:49 Wayne Rooney skoraði þrjú skallamörk í einvíginu gegn AC Milan. Manchester United og Lyon komust í kvöld áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vísir fylgdist með gangi mála í seinni viðureignunum í sextán liða úrslitum. Manchester United - AC Milan 4-0(Samanlagt: 7-2) 1-0 Wayne Rooney (13.) 2-0 Wayne Rooney (46.) 3-0 Ji-Sung Park (56.) 4-0 Darren Fletcher (87.) David Beckham var mættur aftur á Old Trafford en þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum. Hinn sjóðheiti Wayne Rooney átti fyrsta markskot leiksins á 3. mínútu. Skotið gott en boltinn rétt framhjá. Ronaldinho var síðan nálægt því að skora fyrir gestina með skalla á 8. mínútu en heimamenn sluppu með skrekkinn því framhjá fór boltinn. Á 13. mínútu kom síðan fyrsta markið og það gerði Wayne Rooney fyrir United. Enn eitt skallamarkið frá honum en fyrirgjöfina átti Gary Neville. Þetta mark virtist slökkva algjörlega í gestunum og fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins. Strax í upphafi seinni hálfleiksins bætti Rooney við öðru marki United og öðru marki sínu þegar hann laumaði boltanum laglega í markið eftir sendingu Nani. Á 59. mínútu kom síðan þriðja mark Englandsmeistarana. Kóreumaðurinn Ji-Sung Park skoraði eftir vel tímasetta sendingu Paul Scholes. Fimm mínútum síðar fögnuðu stuðningsmenn United aftur en að þessu sinni í tilefni þess að David Beckham kom inn sem varamaður hjá AC Milan. Það var svo Darren Fletcher sem fullkomnaði niðurlægingu AC Milan þegar hann skoraði fjórða mark United og gerði það með skalla. Úrslitin 4-0 fyrir United og samtals 7-2. Man Utd: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Scholes, Park, Valencia, Nani, Rooney. (Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Rafael Da Silva, Jonathan Evans, Obertan, Gibson, Diouf) AC Milan: Abbiati, Abate, Bonera, Thiago Silva, Jankulovski, Flamini, Pirlo, Ambrosini, Huntelaar, Borriello, Ronaldinho. (Varamenn: Dida, Gattuso, Inzaghi, Seedorf, Zambrotta, Favalli, Beckham) Dómari: Massimo Busacca (Sviss) Real Madrid - Lyon 1-1(Samanlagt: 1-2) 1-0 Cristiano Ronaldo (6.) 1-1 Miralem Pjanic (75.) Portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Hann fékk þá góða sendingu frá Guti og kláraði vel. Eftir 25 mínútna leik fékk Gonzalo Higuain dauðafæri til að bæta við marki fyrir Real þegar hann slapp í gegn. Hann var búinn að fara framhjá markverðinum en renndi knettinum í stöngina. Staðan 1-0 í hálfleik og einvígið hnífjafnt. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum skoraði síðan Miralem Pjanic fyrir Lyon og franska liðið var komið yfir í einvíginu. Þetta mark hafði legið í loftinu enda Lyon verið sterkara í seinni hálfleiknum. Real náði ekki að bæta við marki og franska liðið fer áfram. Real Madrid: Casillas, Sergio Ramos, Albiol, Garay, Arbeloa, Lassana Diarra, Guti, Granero, Kaka, Ronaldo, Higuain. (Varamenn: Dudek, Gago, Mahamadou Diarra, Raul, Metzelder, Van der Vaart, Mosquera) Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Boumsong, Cissokho, Toulalan, Govou, Makoun, Pjanic, Delgado, Lopez. (Varamenn: Vercoutre, Bodmer, Kallstrom, Ederson, Gomis, Tafer, Gonalons) Dómari: Nicola Rizzoli (Ítalía) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Sjá meira
Manchester United og Lyon komust í kvöld áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vísir fylgdist með gangi mála í seinni viðureignunum í sextán liða úrslitum. Manchester United - AC Milan 4-0(Samanlagt: 7-2) 1-0 Wayne Rooney (13.) 2-0 Wayne Rooney (46.) 3-0 Ji-Sung Park (56.) 4-0 Darren Fletcher (87.) David Beckham var mættur aftur á Old Trafford en þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum. Hinn sjóðheiti Wayne Rooney átti fyrsta markskot leiksins á 3. mínútu. Skotið gott en boltinn rétt framhjá. Ronaldinho var síðan nálægt því að skora fyrir gestina með skalla á 8. mínútu en heimamenn sluppu með skrekkinn því framhjá fór boltinn. Á 13. mínútu kom síðan fyrsta markið og það gerði Wayne Rooney fyrir United. Enn eitt skallamarkið frá honum en fyrirgjöfina átti Gary Neville. Þetta mark virtist slökkva algjörlega í gestunum og fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins. Strax í upphafi seinni hálfleiksins bætti Rooney við öðru marki United og öðru marki sínu þegar hann laumaði boltanum laglega í markið eftir sendingu Nani. Á 59. mínútu kom síðan þriðja mark Englandsmeistarana. Kóreumaðurinn Ji-Sung Park skoraði eftir vel tímasetta sendingu Paul Scholes. Fimm mínútum síðar fögnuðu stuðningsmenn United aftur en að þessu sinni í tilefni þess að David Beckham kom inn sem varamaður hjá AC Milan. Það var svo Darren Fletcher sem fullkomnaði niðurlægingu AC Milan þegar hann skoraði fjórða mark United og gerði það með skalla. Úrslitin 4-0 fyrir United og samtals 7-2. Man Utd: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Scholes, Park, Valencia, Nani, Rooney. (Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Rafael Da Silva, Jonathan Evans, Obertan, Gibson, Diouf) AC Milan: Abbiati, Abate, Bonera, Thiago Silva, Jankulovski, Flamini, Pirlo, Ambrosini, Huntelaar, Borriello, Ronaldinho. (Varamenn: Dida, Gattuso, Inzaghi, Seedorf, Zambrotta, Favalli, Beckham) Dómari: Massimo Busacca (Sviss) Real Madrid - Lyon 1-1(Samanlagt: 1-2) 1-0 Cristiano Ronaldo (6.) 1-1 Miralem Pjanic (75.) Portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Hann fékk þá góða sendingu frá Guti og kláraði vel. Eftir 25 mínútna leik fékk Gonzalo Higuain dauðafæri til að bæta við marki fyrir Real þegar hann slapp í gegn. Hann var búinn að fara framhjá markverðinum en renndi knettinum í stöngina. Staðan 1-0 í hálfleik og einvígið hnífjafnt. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum skoraði síðan Miralem Pjanic fyrir Lyon og franska liðið var komið yfir í einvíginu. Þetta mark hafði legið í loftinu enda Lyon verið sterkara í seinni hálfleiknum. Real náði ekki að bæta við marki og franska liðið fer áfram. Real Madrid: Casillas, Sergio Ramos, Albiol, Garay, Arbeloa, Lassana Diarra, Guti, Granero, Kaka, Ronaldo, Higuain. (Varamenn: Dudek, Gago, Mahamadou Diarra, Raul, Metzelder, Van der Vaart, Mosquera) Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Boumsong, Cissokho, Toulalan, Govou, Makoun, Pjanic, Delgado, Lopez. (Varamenn: Vercoutre, Bodmer, Kallstrom, Ederson, Gomis, Tafer, Gonalons) Dómari: Nicola Rizzoli (Ítalía)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Sjá meira