Freyr: Valur er Rosenborg Íslands Hjalti Þór Hreinsson skrifar 6. september 2010 07:30 Valsstúlkur fagna titlinum. Mynd/HÞH Valsstúlkur hafa orðið Íslandsmeistarar fimm ár í röð. Eftir töp Breiðabliks og Þórs/KA á laugardaginn þurfti Valur aðeins að vinna Aftureldingu til að tryggja sér tvöfaldan sigur í ár eftir bikarmeistaratitilinn fyrir nokkrum vikum. Þær létu ekki bjóða sér tækifærið tvisvar og völtuðu yfir Aftureldingu. Eftir að hafa lent undir eftir nokkrar sekúndur skoruðu Valsstúlkur hvert markið á fætur öðru á áttavillta Mosfellinga. Lokatölur 1-8. Þjálfari liðsins er Freyr Alexandersson sem gat ekki annað en brosað eftir tíunda Íslandsmeistaratitil Valsstelpna í sögu félagsins. "Þetta er algjörlega óvæntasti titillinn hvað aðdragandann varðar. Ég átti aldrei von á því að FH ynni Breiðablik, með fullri virðingu fyrir FH. Þetta kom skemmtilega á óvart," sagði Freyr. "Eftir að við heyrðum úrslitin úr leikjum Breiðabliks og Þórs/KA var auðveldara að peppa liðið upp í leikinn. Þær fóru inn á með fiðrildi í maganum og skítaglott á vör," sagði Freyr og brosti. "En við vorum búin að leggja leikinn upp og við breyttum engu sérstöku. Þrátt fyrir áfall á fyrstu mínútu að fá á sig mark gekk upp að klára þetta. Stelpurnar eiga þetta svo sannarlega skilið. Þær hafa unnið eins og skepnur í allt sumar og fyrir það. Ég er hrikalega stoltur af þeim," sagði þjálfarinn. Valsliðið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í sumar. Það hefur unnið tólf leiki af sextán, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik. Það hefur skorað 71 mark og fengið á sig 13 og hefur sjö stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið hefur því skorað 4,44 mörk að meðaltali í leik í sumar. Dóra María Lárusdóttir tók undir að þetta væri óvæntasti Íslandsmeistaratitill hennar, hvað aðdraganda varðar. Titillinn er þó ekki mjög frábrugðinn öðrum. „Nei, kannski ekki. En þetta er alltaf sætt. Við höfum verið að bæta okkur frá ári til árs, það höfðu ekki margir trú á okkur í ár eftir að hafa misst menn í fyrra en við sýndum hvað við erum góðar.Að vinna tvöfalt tvö ár í röð, það gerist varla sætara," sagði Dóra María. Þetta er í annað sinn í röð sem Valur verður Íslands- og bikarmeistari. Alls eru 27 ár síðan það afrek var leikið eftir en það gerðu Blikastúlkur árin 1982 og 1983. Titillinn er einnig 100. titill Vals í meistaraflokki en félagið verður einmitt 100 ára á næsta ári. "Þetta er annað en í fyrra að því leiti að við vörðum titlana báða núna. Stelpurnar eru búnar að vera í mikilli samkeppni við sig sjálfar og ég tel þetta stórt afrek. Við höfum unnið titilinn fimm ár í röð, við erum stórveldi. Við erum Rosenborg Íslands," sagði Freyr og hló. Freyr hefur stýrt liðinu í þrjú ár. Hann var með Elísabetu Gunnarsdóttur árið 2008 en hefur stýrt liðinu einn tvö síðustu tímabil. Hann er aðeins 28 ára gamall. "Ég er mjög ánægður með mitt starf hjá Val. Þetta er það besta sem gat komið fyrir mig. Ég er virkilega ánægður með traustið sem Valur sýndi mér. Þeir tóku áhættu með að ráða ungan þjálfara en ég held að flestir séu ánægðir með mín störf. Ég er í það minnsta hrikalega ánægður og stoltur. Þegar ég geng út úr þessu seinna meir held ég að ég hafi skilað af mér góðu starfi og ég get gengið stoltur frá Val," sagði Freyr sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Val. Dagný Brynjarsdóttir hefur átt gott sumar í Valsliðinu. Hún hefur verið fastamaður í liðinu í sumar, annað en í fyrra, og því er titillinn í ár enn sætari fyrir hana en marga aðra leikmenn. "Það er virkilega gaman að hafa spilað svona mikið í sumar, þetta er algjörlega frábært. Við fengum að vita úrslitin úr hinum leikjunum þegar við vorum að hita upp en það breytti engu, við ætluðum alltaf að klára þennan leik," sagði hin nítján ára gamla Dagný. "Við settum okkur markmið fyrir tímabilið að vinna tvöfalt og það tókst. Það er alltaf gaman að ná markmiðum sínum. Þetta er kannski enn skemmtilegra fyrir mig en stelpurnar sem eru vanar að vinna titla. Ég gæti alveg vanist þessu, þetta er frábært," sagði Dagný kát. Sex leikmenn hafa orðið Íslandsmeistarar með Val öll þessu ár, Andrea Ýr Gústavsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Katrín Jónsdóttir, Pála Marie Einarsdóttir og Rakel Logadóttir. Þrjár hafa orðið meistarar í fjögur af fimm skiptum, Ásta Árnadóttir (ekki 2009), Guðný Björk Óðinsdóttir, ekki 2008) og Málfríður Erna Sigurðardóttir (ekki 2009). Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Valsstúlkur hafa orðið Íslandsmeistarar fimm ár í röð. Eftir töp Breiðabliks og Þórs/KA á laugardaginn þurfti Valur aðeins að vinna Aftureldingu til að tryggja sér tvöfaldan sigur í ár eftir bikarmeistaratitilinn fyrir nokkrum vikum. Þær létu ekki bjóða sér tækifærið tvisvar og völtuðu yfir Aftureldingu. Eftir að hafa lent undir eftir nokkrar sekúndur skoruðu Valsstúlkur hvert markið á fætur öðru á áttavillta Mosfellinga. Lokatölur 1-8. Þjálfari liðsins er Freyr Alexandersson sem gat ekki annað en brosað eftir tíunda Íslandsmeistaratitil Valsstelpna í sögu félagsins. "Þetta er algjörlega óvæntasti titillinn hvað aðdragandann varðar. Ég átti aldrei von á því að FH ynni Breiðablik, með fullri virðingu fyrir FH. Þetta kom skemmtilega á óvart," sagði Freyr. "Eftir að við heyrðum úrslitin úr leikjum Breiðabliks og Þórs/KA var auðveldara að peppa liðið upp í leikinn. Þær fóru inn á með fiðrildi í maganum og skítaglott á vör," sagði Freyr og brosti. "En við vorum búin að leggja leikinn upp og við breyttum engu sérstöku. Þrátt fyrir áfall á fyrstu mínútu að fá á sig mark gekk upp að klára þetta. Stelpurnar eiga þetta svo sannarlega skilið. Þær hafa unnið eins og skepnur í allt sumar og fyrir það. Ég er hrikalega stoltur af þeim," sagði þjálfarinn. Valsliðið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í sumar. Það hefur unnið tólf leiki af sextán, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik. Það hefur skorað 71 mark og fengið á sig 13 og hefur sjö stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið hefur því skorað 4,44 mörk að meðaltali í leik í sumar. Dóra María Lárusdóttir tók undir að þetta væri óvæntasti Íslandsmeistaratitill hennar, hvað aðdraganda varðar. Titillinn er þó ekki mjög frábrugðinn öðrum. „Nei, kannski ekki. En þetta er alltaf sætt. Við höfum verið að bæta okkur frá ári til árs, það höfðu ekki margir trú á okkur í ár eftir að hafa misst menn í fyrra en við sýndum hvað við erum góðar.Að vinna tvöfalt tvö ár í röð, það gerist varla sætara," sagði Dóra María. Þetta er í annað sinn í röð sem Valur verður Íslands- og bikarmeistari. Alls eru 27 ár síðan það afrek var leikið eftir en það gerðu Blikastúlkur árin 1982 og 1983. Titillinn er einnig 100. titill Vals í meistaraflokki en félagið verður einmitt 100 ára á næsta ári. "Þetta er annað en í fyrra að því leiti að við vörðum titlana báða núna. Stelpurnar eru búnar að vera í mikilli samkeppni við sig sjálfar og ég tel þetta stórt afrek. Við höfum unnið titilinn fimm ár í röð, við erum stórveldi. Við erum Rosenborg Íslands," sagði Freyr og hló. Freyr hefur stýrt liðinu í þrjú ár. Hann var með Elísabetu Gunnarsdóttur árið 2008 en hefur stýrt liðinu einn tvö síðustu tímabil. Hann er aðeins 28 ára gamall. "Ég er mjög ánægður með mitt starf hjá Val. Þetta er það besta sem gat komið fyrir mig. Ég er virkilega ánægður með traustið sem Valur sýndi mér. Þeir tóku áhættu með að ráða ungan þjálfara en ég held að flestir séu ánægðir með mín störf. Ég er í það minnsta hrikalega ánægður og stoltur. Þegar ég geng út úr þessu seinna meir held ég að ég hafi skilað af mér góðu starfi og ég get gengið stoltur frá Val," sagði Freyr sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Val. Dagný Brynjarsdóttir hefur átt gott sumar í Valsliðinu. Hún hefur verið fastamaður í liðinu í sumar, annað en í fyrra, og því er titillinn í ár enn sætari fyrir hana en marga aðra leikmenn. "Það er virkilega gaman að hafa spilað svona mikið í sumar, þetta er algjörlega frábært. Við fengum að vita úrslitin úr hinum leikjunum þegar við vorum að hita upp en það breytti engu, við ætluðum alltaf að klára þennan leik," sagði hin nítján ára gamla Dagný. "Við settum okkur markmið fyrir tímabilið að vinna tvöfalt og það tókst. Það er alltaf gaman að ná markmiðum sínum. Þetta er kannski enn skemmtilegra fyrir mig en stelpurnar sem eru vanar að vinna titla. Ég gæti alveg vanist þessu, þetta er frábært," sagði Dagný kát. Sex leikmenn hafa orðið Íslandsmeistarar með Val öll þessu ár, Andrea Ýr Gústavsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Katrín Jónsdóttir, Pála Marie Einarsdóttir og Rakel Logadóttir. Þrjár hafa orðið meistarar í fjögur af fimm skiptum, Ásta Árnadóttir (ekki 2009), Guðný Björk Óðinsdóttir, ekki 2008) og Málfríður Erna Sigurðardóttir (ekki 2009).
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira