Júlíus: Dýrmæt skref tekin í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar 9. desember 2010 19:25 Júlíus Jónasson. Mynd/Ole Nielsen. Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari sagðist eðlilega vera afar svekktur eftir tapið fyrir Svartfellingum á EM í handbolta í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 26-23, eftir hetjulega baráttu þar sem liðið var oft stutt frá því að jafna leikinn. En Svartfellingar héldu ávallt minnst tveggja marka forystu. „Strax eftir leik var ég svekktur og alls ekki ánægður. En eftir því sem líður aðeins frá leiknum þá geri mér betur grein fyrir því að þetta er leikur sem við græðum mikið á,“ sagði landsliðsþjálfarinn við Vísi eftir leikinn. „Við höfum strax lært heilmikið af þessum tveimur leikjum sem við erum búnar að spila.“ „Það er stígandi í okkar liði. Við áttum þó við okkar vandamál að stríða. Við vorum í vanda með skytturnar þeirra en við vorum ákveðnar í því að stilla í 5+1 vörn burt séð frá því hvernig liðsuppstillingin þeirra yrði,“ sagði hann en Bojana Popovic, ein besta handknattleikskona heims, var algerlega hvíld í leiknum. „Við héldum því til streitu fyrst um sinn en bökkuðum svo aftur í 6-0. Þá hleyptum við þeim of nálægt okkur enn og aftur, en það lagaðist þegar leið á leikinn. Síðustu 18-19 mínúturnar voru mjög góðar, hvernig sem litið er á það. Þann kafla unnum við 9-6 og því er þetta þegar á heildina litið mun, mun betra en gegn Króatíu. Það ber að gleðjast yfir því.“ Hann segir að það hafi verið ýmislegt við leik íslenska liðsins sem hefði mátt fara betur. „Við fórum illa með dauðafærin og töpuðum á því. En við stilltum upp mjög ungum leikmönnum sem stóðu sig mjög vel. Í dag kom Rebekka [Rut Skúladóttir] inn og stóð sig vel. Karen [Knútsdóttir] átti mjög góðan leik síðast en gekk ekki eins vel í dag. Þorgerður [Anna Atladóttir] fékk ekki eins margar mínútur núna og í síðasta leik en allar þær mínútur sem þessir leikmenn fá eru mjög dýrmætar. Hún hefur staðið sig vel í báðum okkar leikjum.“ „Þetta hjálpar okkur að því leiti að allt eru þetta skref fram á við og eitthvað sem mun hjálpa okkur mikið í framtíðinni. Ég er því ánægður margt en auðvitað fúll með að hafa tapað leiknum.“ Íslenski handboltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari sagðist eðlilega vera afar svekktur eftir tapið fyrir Svartfellingum á EM í handbolta í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 26-23, eftir hetjulega baráttu þar sem liðið var oft stutt frá því að jafna leikinn. En Svartfellingar héldu ávallt minnst tveggja marka forystu. „Strax eftir leik var ég svekktur og alls ekki ánægður. En eftir því sem líður aðeins frá leiknum þá geri mér betur grein fyrir því að þetta er leikur sem við græðum mikið á,“ sagði landsliðsþjálfarinn við Vísi eftir leikinn. „Við höfum strax lært heilmikið af þessum tveimur leikjum sem við erum búnar að spila.“ „Það er stígandi í okkar liði. Við áttum þó við okkar vandamál að stríða. Við vorum í vanda með skytturnar þeirra en við vorum ákveðnar í því að stilla í 5+1 vörn burt séð frá því hvernig liðsuppstillingin þeirra yrði,“ sagði hann en Bojana Popovic, ein besta handknattleikskona heims, var algerlega hvíld í leiknum. „Við héldum því til streitu fyrst um sinn en bökkuðum svo aftur í 6-0. Þá hleyptum við þeim of nálægt okkur enn og aftur, en það lagaðist þegar leið á leikinn. Síðustu 18-19 mínúturnar voru mjög góðar, hvernig sem litið er á það. Þann kafla unnum við 9-6 og því er þetta þegar á heildina litið mun, mun betra en gegn Króatíu. Það ber að gleðjast yfir því.“ Hann segir að það hafi verið ýmislegt við leik íslenska liðsins sem hefði mátt fara betur. „Við fórum illa með dauðafærin og töpuðum á því. En við stilltum upp mjög ungum leikmönnum sem stóðu sig mjög vel. Í dag kom Rebekka [Rut Skúladóttir] inn og stóð sig vel. Karen [Knútsdóttir] átti mjög góðan leik síðast en gekk ekki eins vel í dag. Þorgerður [Anna Atladóttir] fékk ekki eins margar mínútur núna og í síðasta leik en allar þær mínútur sem þessir leikmenn fá eru mjög dýrmætar. Hún hefur staðið sig vel í báðum okkar leikjum.“ „Þetta hjálpar okkur að því leiti að allt eru þetta skref fram á við og eitthvað sem mun hjálpa okkur mikið í framtíðinni. Ég er því ánægður margt en auðvitað fúll með að hafa tapað leiknum.“
Íslenski handboltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira