Júlíus: Dýrmæt skref tekin í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar 9. desember 2010 19:25 Júlíus Jónasson. Mynd/Ole Nielsen. Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari sagðist eðlilega vera afar svekktur eftir tapið fyrir Svartfellingum á EM í handbolta í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 26-23, eftir hetjulega baráttu þar sem liðið var oft stutt frá því að jafna leikinn. En Svartfellingar héldu ávallt minnst tveggja marka forystu. „Strax eftir leik var ég svekktur og alls ekki ánægður. En eftir því sem líður aðeins frá leiknum þá geri mér betur grein fyrir því að þetta er leikur sem við græðum mikið á,“ sagði landsliðsþjálfarinn við Vísi eftir leikinn. „Við höfum strax lært heilmikið af þessum tveimur leikjum sem við erum búnar að spila.“ „Það er stígandi í okkar liði. Við áttum þó við okkar vandamál að stríða. Við vorum í vanda með skytturnar þeirra en við vorum ákveðnar í því að stilla í 5+1 vörn burt séð frá því hvernig liðsuppstillingin þeirra yrði,“ sagði hann en Bojana Popovic, ein besta handknattleikskona heims, var algerlega hvíld í leiknum. „Við héldum því til streitu fyrst um sinn en bökkuðum svo aftur í 6-0. Þá hleyptum við þeim of nálægt okkur enn og aftur, en það lagaðist þegar leið á leikinn. Síðustu 18-19 mínúturnar voru mjög góðar, hvernig sem litið er á það. Þann kafla unnum við 9-6 og því er þetta þegar á heildina litið mun, mun betra en gegn Króatíu. Það ber að gleðjast yfir því.“ Hann segir að það hafi verið ýmislegt við leik íslenska liðsins sem hefði mátt fara betur. „Við fórum illa með dauðafærin og töpuðum á því. En við stilltum upp mjög ungum leikmönnum sem stóðu sig mjög vel. Í dag kom Rebekka [Rut Skúladóttir] inn og stóð sig vel. Karen [Knútsdóttir] átti mjög góðan leik síðast en gekk ekki eins vel í dag. Þorgerður [Anna Atladóttir] fékk ekki eins margar mínútur núna og í síðasta leik en allar þær mínútur sem þessir leikmenn fá eru mjög dýrmætar. Hún hefur staðið sig vel í báðum okkar leikjum.“ „Þetta hjálpar okkur að því leiti að allt eru þetta skref fram á við og eitthvað sem mun hjálpa okkur mikið í framtíðinni. Ég er því ánægður margt en auðvitað fúll með að hafa tapað leiknum.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Sjá meira
Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari sagðist eðlilega vera afar svekktur eftir tapið fyrir Svartfellingum á EM í handbolta í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 26-23, eftir hetjulega baráttu þar sem liðið var oft stutt frá því að jafna leikinn. En Svartfellingar héldu ávallt minnst tveggja marka forystu. „Strax eftir leik var ég svekktur og alls ekki ánægður. En eftir því sem líður aðeins frá leiknum þá geri mér betur grein fyrir því að þetta er leikur sem við græðum mikið á,“ sagði landsliðsþjálfarinn við Vísi eftir leikinn. „Við höfum strax lært heilmikið af þessum tveimur leikjum sem við erum búnar að spila.“ „Það er stígandi í okkar liði. Við áttum þó við okkar vandamál að stríða. Við vorum í vanda með skytturnar þeirra en við vorum ákveðnar í því að stilla í 5+1 vörn burt séð frá því hvernig liðsuppstillingin þeirra yrði,“ sagði hann en Bojana Popovic, ein besta handknattleikskona heims, var algerlega hvíld í leiknum. „Við héldum því til streitu fyrst um sinn en bökkuðum svo aftur í 6-0. Þá hleyptum við þeim of nálægt okkur enn og aftur, en það lagaðist þegar leið á leikinn. Síðustu 18-19 mínúturnar voru mjög góðar, hvernig sem litið er á það. Þann kafla unnum við 9-6 og því er þetta þegar á heildina litið mun, mun betra en gegn Króatíu. Það ber að gleðjast yfir því.“ Hann segir að það hafi verið ýmislegt við leik íslenska liðsins sem hefði mátt fara betur. „Við fórum illa með dauðafærin og töpuðum á því. En við stilltum upp mjög ungum leikmönnum sem stóðu sig mjög vel. Í dag kom Rebekka [Rut Skúladóttir] inn og stóð sig vel. Karen [Knútsdóttir] átti mjög góðan leik síðast en gekk ekki eins vel í dag. Þorgerður [Anna Atladóttir] fékk ekki eins margar mínútur núna og í síðasta leik en allar þær mínútur sem þessir leikmenn fá eru mjög dýrmætar. Hún hefur staðið sig vel í báðum okkar leikjum.“ „Þetta hjálpar okkur að því leiti að allt eru þetta skref fram á við og eitthvað sem mun hjálpa okkur mikið í framtíðinni. Ég er því ánægður margt en auðvitað fúll með að hafa tapað leiknum.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Sjá meira