Fótbolti

Fleiri sáu U21 árs landsliðið en A-landsliðið í dag

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Frá Kaplakrika í dag.
Frá Kaplakrika í dag. Fréttablaðið/Anton

Fleiri mættu í Kaplakrika í dag til að horfa á U21 árs landslið Íslands í undankeppni EM en mættu á Laugardalsvöllinn til að horfa á A-landsliðið spila æfingaleik við Liechtenstein. Þetta er einsdæmi í sögunni.

Kaplakrikavöllur tekur 3200 manns í sæti. Það var þétt setið, nánast í öllum sætum og auk þess stóð mikill fjöldi fólks í brekkunni við völlinn.

Frítt var á leikinn og því var ekki talið nákvæmlega hversu margir mættu en nærri má láta að það hafi verið tæplega 4000 manns.

Á Laugardalsvelli voru 3327 manns í kvöld á leik Íslands og Liechtenstein. Líklega voru einhverjir þeir sömu á báðum leikjum og flestir skemmtu sér eflaust betri í Kaplakrika þar sem Ísland vann frábæran 4-1 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×