Um 14% drengja telja að konur eigi ekki að vinna úti 9. nóvember 2010 04:15 Andrea Hjálmsdóttir Þrátt fyrir nýbirta skýrslu þar sem fram kemur að jafnrétti kynjanna sé meira hér á landi en annars staðar virðist viðhorf íslenskra ungmenna vera á skjön við það. Félagsfræðingur kallar eftir aðgerðum innan skólakerfisins. Í nýlegri skýrslu Rannsókna & greiningar fyrir Norðurlandaráð, þar sem leitast var við að kanna hagi, líðan og lífsstíl norrænna ungmenna á aldrinum sextán til nítján ára, kemur fram að viðhorf íslenskra ungmenna samræmist vart opinberri stefnu í jafnréttismálum. Til dæmis telur nær helmingur íslenskra drengja á þessu aldursbili að konur eigi að vera heima með börnum þegar þau eru ung, og jafnvel eru fjórtán prósent drengja fylgjandi því að konur eigi alls ekki að vinna úti. Þegar drengir eru spurðir hvort eigi að ráða meiru í sambúð manns og konu segja 38 prósent að það sé maðurinn, en 7,3 prósent stúlkna eru á þeirri skoðun. Þrátt fyrir allt er mikill meirihluti beggja kynja engu síður á þeirri skoðun að jafnrétti eigi að vera á milli kynjanna, eða 88 prósent drengja og 96 prósent kvenna. Þessi afstaða íslenskra ungmenna er ekkert einsdæmi því að hún er í öllum aðalatriðum í samræmi við hin Norðurlöndin sem tóku þátt í þessari könnun. Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur og lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, segir þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart, enda sé hún í samræmi við hennar eigin kannanir á viðhorfum unglinga til verkaskiptingar innan heimilisins. „Við erum með mjög gott formlegt jafnrétti og góð lög, en okkur hefur gengið illa að ná raunverulegu réttlæti, til dæmis að leiðrétta launamun milli kynjanna. Við tölum alltaf eins og við höfum í raun náð jafnrétti og það litla sem vanti upp á komi svo sjálfkrafa með næstu kynslóðum. Það er sú orðræða sem er í gangi í samfélaginu, en allar niðurstöður undanfarið benda til þess að við þurfum að gera eitthvað í málinu." Andrea leggur áherslu á að þrátt fyrir að foreldrar eigi að axla sína ábyrgð sé skólakerfið lykilatriði til framfara og þá helst að kennaranemar læri kynjafræði til að geta svo kennt það í skólunum. „Við verðum að fá skólakerfið með okkur til að fræða börn um það hvernig samfélagið virkar í raun og hvernig væri æskilegt að það væri. Annars náum við ekki fram neinum raunverulegum breytingum." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Þrátt fyrir nýbirta skýrslu þar sem fram kemur að jafnrétti kynjanna sé meira hér á landi en annars staðar virðist viðhorf íslenskra ungmenna vera á skjön við það. Félagsfræðingur kallar eftir aðgerðum innan skólakerfisins. Í nýlegri skýrslu Rannsókna & greiningar fyrir Norðurlandaráð, þar sem leitast var við að kanna hagi, líðan og lífsstíl norrænna ungmenna á aldrinum sextán til nítján ára, kemur fram að viðhorf íslenskra ungmenna samræmist vart opinberri stefnu í jafnréttismálum. Til dæmis telur nær helmingur íslenskra drengja á þessu aldursbili að konur eigi að vera heima með börnum þegar þau eru ung, og jafnvel eru fjórtán prósent drengja fylgjandi því að konur eigi alls ekki að vinna úti. Þegar drengir eru spurðir hvort eigi að ráða meiru í sambúð manns og konu segja 38 prósent að það sé maðurinn, en 7,3 prósent stúlkna eru á þeirri skoðun. Þrátt fyrir allt er mikill meirihluti beggja kynja engu síður á þeirri skoðun að jafnrétti eigi að vera á milli kynjanna, eða 88 prósent drengja og 96 prósent kvenna. Þessi afstaða íslenskra ungmenna er ekkert einsdæmi því að hún er í öllum aðalatriðum í samræmi við hin Norðurlöndin sem tóku þátt í þessari könnun. Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur og lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, segir þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart, enda sé hún í samræmi við hennar eigin kannanir á viðhorfum unglinga til verkaskiptingar innan heimilisins. „Við erum með mjög gott formlegt jafnrétti og góð lög, en okkur hefur gengið illa að ná raunverulegu réttlæti, til dæmis að leiðrétta launamun milli kynjanna. Við tölum alltaf eins og við höfum í raun náð jafnrétti og það litla sem vanti upp á komi svo sjálfkrafa með næstu kynslóðum. Það er sú orðræða sem er í gangi í samfélaginu, en allar niðurstöður undanfarið benda til þess að við þurfum að gera eitthvað í málinu." Andrea leggur áherslu á að þrátt fyrir að foreldrar eigi að axla sína ábyrgð sé skólakerfið lykilatriði til framfara og þá helst að kennaranemar læri kynjafræði til að geta svo kennt það í skólunum. „Við verðum að fá skólakerfið með okkur til að fræða börn um það hvernig samfélagið virkar í raun og hvernig væri æskilegt að það væri. Annars náum við ekki fram neinum raunverulegum breytingum." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira