Vilja bæta árangur drengja í skólum 18. ágúst 2010 05:15 sóley tómasdóttir Menntaráð Reykjavíkur ætlar að vinna markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Samkvæmt könnun Háskóla Íslands sem gerð var árið 2008 þykir 67 prósentum drengja í 1. bekk gaman að læra en 83 prósentum stúlkna. Að sama skapi finnst 65 prósentum sjö ára drengja gaman að lesa í skólanum en 74 prósentum stúlkna. Skipaður hefur verið átta manna stýrihópur með fulltrúum ýmissa deilda innan menntakerfisins til þess að vinna að úrlausnum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í menntaráði Reykjavíkurborgar, er formaður hópsins. „Bilið á milli drengja og stúlkna í grunnskólum hefur verið að aukast jafnt og þétt á síðustu árum,“ segir Þorbjörg. „Það þarf að rýna vel í þessi mál og finna út hver orsökin er.“ Þorbjörg telur að kerfið hafi á einhvern hátt misst sjónar á strákum, meðal annars vegna fækkunar á körlum sem fyrirmyndum í skólakerfinu og hugsanlega sökum þess að einblínt hafi verið á stelpur og stöðu þeirra. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, gagnrýnir skoðanir Þorbjargar og segir að verið sé að falla í pytt gamallar orðræðu. „Það er mikilvægast að vinna með og uppræta staðlaðar kynjaímyndir í grunnskólum og stuðla að markvissri kynjafræðslu fyrir bæði kynin,“ segir Sóley. „Staða stúlkna er alveg jafn mikilvæg, ekki bara vegna námsárangurs heldur líka vegna sjálfstausts og sjálfsmyndar.“ Sóley segir að rannsókn HÍ hafi einnig sýnt fram á að sjálfsmynd stúlkna sé yfirleitt mun lakari en drengja. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, segist fagna hverju skrefi þar sem tekið er á málefnum kynjanna á yngstu menntastigunum. „Það er þó varasamt að einblína á að stúlkum finnist skemmtilegra að læra heldur en strákum. Staðreyndin er sú að oft á tíðum er námsefnið þeim of létt vegna þess að þær eru á öðru þroskastigi en strákarnir,“ segir Margrét Pála. „En það er líka staðreynd að staða drengja í skólum er hrópandi slæm og við því verður að bregðast.“ Margrét Pála hvetur menntaráð til að fylgja málinu eftir með því að skoða einnig stöðu stúlkna í grunnskólum. sunna@frettabladid.is þorbjörg helga vigfúsdóttir margrét pála ólafsdóttir börn í skóla Drengir í yngstu bekkjum grunnskóla eru ekki eins ánægðir með námið og stúlkur, samkvæmt rannsókn. fréttablaðið/gva Fréttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Menntaráð Reykjavíkur ætlar að vinna markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Samkvæmt könnun Háskóla Íslands sem gerð var árið 2008 þykir 67 prósentum drengja í 1. bekk gaman að læra en 83 prósentum stúlkna. Að sama skapi finnst 65 prósentum sjö ára drengja gaman að lesa í skólanum en 74 prósentum stúlkna. Skipaður hefur verið átta manna stýrihópur með fulltrúum ýmissa deilda innan menntakerfisins til þess að vinna að úrlausnum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í menntaráði Reykjavíkurborgar, er formaður hópsins. „Bilið á milli drengja og stúlkna í grunnskólum hefur verið að aukast jafnt og þétt á síðustu árum,“ segir Þorbjörg. „Það þarf að rýna vel í þessi mál og finna út hver orsökin er.“ Þorbjörg telur að kerfið hafi á einhvern hátt misst sjónar á strákum, meðal annars vegna fækkunar á körlum sem fyrirmyndum í skólakerfinu og hugsanlega sökum þess að einblínt hafi verið á stelpur og stöðu þeirra. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, gagnrýnir skoðanir Þorbjargar og segir að verið sé að falla í pytt gamallar orðræðu. „Það er mikilvægast að vinna með og uppræta staðlaðar kynjaímyndir í grunnskólum og stuðla að markvissri kynjafræðslu fyrir bæði kynin,“ segir Sóley. „Staða stúlkna er alveg jafn mikilvæg, ekki bara vegna námsárangurs heldur líka vegna sjálfstausts og sjálfsmyndar.“ Sóley segir að rannsókn HÍ hafi einnig sýnt fram á að sjálfsmynd stúlkna sé yfirleitt mun lakari en drengja. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, segist fagna hverju skrefi þar sem tekið er á málefnum kynjanna á yngstu menntastigunum. „Það er þó varasamt að einblína á að stúlkum finnist skemmtilegra að læra heldur en strákum. Staðreyndin er sú að oft á tíðum er námsefnið þeim of létt vegna þess að þær eru á öðru þroskastigi en strákarnir,“ segir Margrét Pála. „En það er líka staðreynd að staða drengja í skólum er hrópandi slæm og við því verður að bregðast.“ Margrét Pála hvetur menntaráð til að fylgja málinu eftir með því að skoða einnig stöðu stúlkna í grunnskólum. sunna@frettabladid.is þorbjörg helga vigfúsdóttir margrét pála ólafsdóttir börn í skóla Drengir í yngstu bekkjum grunnskóla eru ekki eins ánægðir með námið og stúlkur, samkvæmt rannsókn. fréttablaðið/gva
Fréttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira