Ímyndarvandi vítisáhugafólks Jón Kaldal skrifar 9. febrúar 2010 06:00 Þeir bræður Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir standa, ásamt öðru áhugafólki um löglega fjárhættuspilamennsku, frammi fyrir ákveðnum ímyndarvanda sem íslensk tunga hefur umvafið áhugamál þeirra. Orðið spilavíti er eitt og sér svo gildishlaðið að hrollur fer um alla guðhrædda og löghlýðna borgara þegar stungið er upp á að löggjafinn heimili slíka starfsemi. Alþjóðlega orðið yfir húsakynni þar sem fólk spilar upp á peninga er „casino" og merkti upprunalega hús ánægju og leikja. Íslenska orðið felur aftur á móti í sér að dvöl á slíkum stað sé ávísun á eilífa kvöl og pínu, líkt og hjá þeim vonda hið neðra. Umræðan um fjárhættuspil hefur þannig lengi einkennst af þversögnum og tvískinnungi á Íslandi. Þeir sem þiggja peningaverðlaun eða verðmæta vinninga fyrir leikni við skákborðið eða briddsspilamennsku hafa jafnan verið hylltir og taldir til helstu afreksmanna. Og það réttilega. Það þarf skarpan hug og mikla þjálfun til að öðlast færni í þessum leikjum. Að spila póker upp á peninga hefur hins vegar þótt sérdeilis ófínt en ekki þarf þó síður mikla æfingu til að ná góðum tökum á þeim leik en hinum tveimur. Þetta hefur verið að breytast hratt undanfarin ár. Síðasta haust var til dæmis haldið fyrsta Íslandsmótið í póker með þátttöku tæplega tvö hundruð manns. Samtals var vinningsféð um sex milljónir króna og fékk sigurvegarinn 1,5 milljónir í sinn hlut. Samkomur á borð við Íslandsmótið í póker eru enn á gráu svæði. Lögreglan lét spilafólkið óáreitt síðasta haust, en hafði áður leyst upp sambærileg mót. Það er orðið tímabært að taka löggjöfina um fjárhættuspil til endurskoðunar. Óþarfa vafi leikur á rétti fólks til að taka þátt í pókermótum þar sem keppt er um peningavinninga og eins er tímabært að taka með í dæmið það breytta umhverfi sem fylgir spilamennsku á Netinu. Nokkur erlend fyrirtæki bjóða íslenskum spilurum upp á póker og veðmál á Netinu. Ólíkt innlendu happdrættis- og getraunastarfseminni rennur ekkert af þeirra hagnaði til góðra mála hér á landi. Skýtur þar skökku við. Það hefur reyndar lengi verið umdeilt að stofnanir á borð við Háskóla Íslands og SÁÁ þiggi rekstrarfé ættað úr spilakössum sem þykja sérstaklega ávanabindi fyrir spilafíkla. Þó er til fyrirmyndar að þetta fyrirkomulag tryggir að spilafíklar standa að nokkru leyti sjálfir undir meðferð sinni, þurfi þeir að leita sér hjálpar. Þess utan er eitthvað snoturt við að stór hluti af spilagróðanum renni til góðra verka, en auk Háskólans og SÁÁ njóta íþróttahreyfingin, ungmennafélögin, Rauði krossinn og öryrkjabandalög góðs af spilakössunum. Þetta atriði eru Gunnlaugssynir líka með kyrfilega á hreinu í sínum tillögum. Í þeim er gert ráð fyrir að ríkið fái í sinn hlut um sextíu prósent af hagnaði af spilavíti, eða spilastofu svo notað sé minna truflandi orð, sem þeir bræður vilja opna í samstarfi við Icelandair hótel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Sjá meira
Þeir bræður Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir standa, ásamt öðru áhugafólki um löglega fjárhættuspilamennsku, frammi fyrir ákveðnum ímyndarvanda sem íslensk tunga hefur umvafið áhugamál þeirra. Orðið spilavíti er eitt og sér svo gildishlaðið að hrollur fer um alla guðhrædda og löghlýðna borgara þegar stungið er upp á að löggjafinn heimili slíka starfsemi. Alþjóðlega orðið yfir húsakynni þar sem fólk spilar upp á peninga er „casino" og merkti upprunalega hús ánægju og leikja. Íslenska orðið felur aftur á móti í sér að dvöl á slíkum stað sé ávísun á eilífa kvöl og pínu, líkt og hjá þeim vonda hið neðra. Umræðan um fjárhættuspil hefur þannig lengi einkennst af þversögnum og tvískinnungi á Íslandi. Þeir sem þiggja peningaverðlaun eða verðmæta vinninga fyrir leikni við skákborðið eða briddsspilamennsku hafa jafnan verið hylltir og taldir til helstu afreksmanna. Og það réttilega. Það þarf skarpan hug og mikla þjálfun til að öðlast færni í þessum leikjum. Að spila póker upp á peninga hefur hins vegar þótt sérdeilis ófínt en ekki þarf þó síður mikla æfingu til að ná góðum tökum á þeim leik en hinum tveimur. Þetta hefur verið að breytast hratt undanfarin ár. Síðasta haust var til dæmis haldið fyrsta Íslandsmótið í póker með þátttöku tæplega tvö hundruð manns. Samtals var vinningsféð um sex milljónir króna og fékk sigurvegarinn 1,5 milljónir í sinn hlut. Samkomur á borð við Íslandsmótið í póker eru enn á gráu svæði. Lögreglan lét spilafólkið óáreitt síðasta haust, en hafði áður leyst upp sambærileg mót. Það er orðið tímabært að taka löggjöfina um fjárhættuspil til endurskoðunar. Óþarfa vafi leikur á rétti fólks til að taka þátt í pókermótum þar sem keppt er um peningavinninga og eins er tímabært að taka með í dæmið það breytta umhverfi sem fylgir spilamennsku á Netinu. Nokkur erlend fyrirtæki bjóða íslenskum spilurum upp á póker og veðmál á Netinu. Ólíkt innlendu happdrættis- og getraunastarfseminni rennur ekkert af þeirra hagnaði til góðra mála hér á landi. Skýtur þar skökku við. Það hefur reyndar lengi verið umdeilt að stofnanir á borð við Háskóla Íslands og SÁÁ þiggi rekstrarfé ættað úr spilakössum sem þykja sérstaklega ávanabindi fyrir spilafíkla. Þó er til fyrirmyndar að þetta fyrirkomulag tryggir að spilafíklar standa að nokkru leyti sjálfir undir meðferð sinni, þurfi þeir að leita sér hjálpar. Þess utan er eitthvað snoturt við að stór hluti af spilagróðanum renni til góðra verka, en auk Háskólans og SÁÁ njóta íþróttahreyfingin, ungmennafélögin, Rauði krossinn og öryrkjabandalög góðs af spilakössunum. Þetta atriði eru Gunnlaugssynir líka með kyrfilega á hreinu í sínum tillögum. Í þeim er gert ráð fyrir að ríkið fái í sinn hlut um sextíu prósent af hagnaði af spilavíti, eða spilastofu svo notað sé minna truflandi orð, sem þeir bræður vilja opna í samstarfi við Icelandair hótel.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun