Fótbolti

Hannover fór illa með Werder Bremen í kvöld - Mainz á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það fór illa fyrir Werder Bremen i kvöld.
Það fór illa fyrir Werder Bremen i kvöld. Mynd/Bongarts
Hannover vann 4-1 sigur á Meistaradeildarliði Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótnbolta í kvöld og á sama tíma hélt topplið Meinz sigurgöngu sinni áfram og vann sinn fimmta leik í röð.

Hannover komst í 1-0 með sjálfsmarki frá Clemens Fritz á 11. mínútu en Torsten Frings jafnaði metin fyrir Werder Bremen á 36. mínútu.

Didier Konan Ya, Chrisitian Schulz og Mohammed Abdellaoue skoruðu síðan þrjú mörk fyrir Hannover í seini hálfleik og liðið er nú með jafnmörg stig og Hoffenheim í 2. til 3. sæti en lakari markatölu.

Lewis Holtby skoraði bæði mörk Mainz í 2-0 sigri á Köln en liðið hefur fullt hús og markatöluna 12-4 eftir fyrstu fimm umferðirnar. Liðið er því þegar komið með fimm marka forustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×