Bikarmeistarar Fram eru í ágætum málum eftir fyrri leik sinn á móti Metalurg frá Makedóníu í Áskoraendakeppni Evrópu. Framkonur unnu 29-26 sigur í leik liðanna í Makedóníu í dag þar sem Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í markinu og varði 24 skot.
Þetta var heimaleikur Fram en seinni leikurinn fer fram á sama stað á morgun og telst sá leikur vera útileikur Fram. Fram seldi heimaleikinn sinn en er samt á góðri leið með því að tryggja sér sæti í undanúrslitunum.
Stella Sigurðardóttir var markahæst í Framliðinu með 8 mörk en Karen Knútsdóttir skoraði 7 mörk. Framliðið var með 14-13 forustu í hálfleik.
Mörk Fram í leiknum:
Stella Sigurðardóttir 8/2
Karen Knútsdóttir 7/5
Ásta Birna Gunnarsdóttir 5
Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 5
Hildur Þorgeirsdóttir 2
Pavla Nevarilova 2
Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1
Íris Björk Símonardóttir varði 24 skot.

