Ríkið greiði mótmælanda bætur 25. febrúar 2010 17:17 Haukur Hilmarsson. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenskra ríkið í dag til að greiða mótmælandanum Hauki Hilmarssyni 150 þúsund krónur í bætur vegna aðgerða lögreglu þegar hann var handtekinn og færður á lögreglustöð í nóvember 2008. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið harkaleg og niðurlægjandi fyrir Hauk. Haukur er sonur Evu Hauksdóttur en bæði voru þau áberandi þátttakendur í búsáhaldabyltingunni. Haukur klifraði til að mynda upp á þak alþingishússins og flaggaði Bónusfána. Hann var nýverið dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að hafa hlaupið inn á flugbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sumarið 2008 og mótmælt málsmeðferð yfirvalda í máli Paul Ramses. Handtöku Hauks í nóvember 2008 var harðlega mótmælt og reyndi hópur fólks að frelsa hann eftir mótmælafund á Austurvelli þegar fólkið gerði tilraun til að brjóta sér leið inn í lögreglustöðina við Hverfisgötu. Í júlí 2007 dæmdi Héraðsdómur Austurlands Hauk í 18 daga fangelsi fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann tók þátt í mótmælaaðgerðum gegn Kárahnjúkavirkjun og stóriðjuframkvæmdum í Reyðarfirði. Hann hóf afplánun í ágúst sama ár en var látinn laus fjórum sólarhringum síðar með þeim skýringum að honum yrði gert að afplána eftirstöðvar vararefsingar síðar. Haukur var síðan handtekinn 21. nóvember 2008 þar sem hann var í vísindaferð í Alþingi. Fékk hann þær skýringar að hann ætti að hefja afplánun eftirstöðva áðurnefndrar vararefsingar. Samkvæmt gögnum málsins lá fyrir að Haukur var ekki boðaður að nýju til afplánunar áður en hann var eftirlýstur til handtöku. Hafði hann verið eftirlýstur í 10 daga í málaskrárkerfi lögreglunnar áður en hann var handtekinn. Gerðist þetta vegna mistaka starfsmanna innheimtustöðvar sekta og sakarkostnaðar. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. Honum voru því dæmdar 150 þúsund krónur í bætur en Haukur fór fram á 1,2 milljónir í bætur. Héraðsdómur taldi að lögreglan hefði ekki handtekið Hauk til að koma í veg fyrir að hann yrði viðstaddur mótmæli sem áformuð voru og höfðu verið auglýst. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenskra ríkið í dag til að greiða mótmælandanum Hauki Hilmarssyni 150 þúsund krónur í bætur vegna aðgerða lögreglu þegar hann var handtekinn og færður á lögreglustöð í nóvember 2008. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið harkaleg og niðurlægjandi fyrir Hauk. Haukur er sonur Evu Hauksdóttur en bæði voru þau áberandi þátttakendur í búsáhaldabyltingunni. Haukur klifraði til að mynda upp á þak alþingishússins og flaggaði Bónusfána. Hann var nýverið dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að hafa hlaupið inn á flugbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sumarið 2008 og mótmælt málsmeðferð yfirvalda í máli Paul Ramses. Handtöku Hauks í nóvember 2008 var harðlega mótmælt og reyndi hópur fólks að frelsa hann eftir mótmælafund á Austurvelli þegar fólkið gerði tilraun til að brjóta sér leið inn í lögreglustöðina við Hverfisgötu. Í júlí 2007 dæmdi Héraðsdómur Austurlands Hauk í 18 daga fangelsi fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann tók þátt í mótmælaaðgerðum gegn Kárahnjúkavirkjun og stóriðjuframkvæmdum í Reyðarfirði. Hann hóf afplánun í ágúst sama ár en var látinn laus fjórum sólarhringum síðar með þeim skýringum að honum yrði gert að afplána eftirstöðvar vararefsingar síðar. Haukur var síðan handtekinn 21. nóvember 2008 þar sem hann var í vísindaferð í Alþingi. Fékk hann þær skýringar að hann ætti að hefja afplánun eftirstöðva áðurnefndrar vararefsingar. Samkvæmt gögnum málsins lá fyrir að Haukur var ekki boðaður að nýju til afplánunar áður en hann var eftirlýstur til handtöku. Hafði hann verið eftirlýstur í 10 daga í málaskrárkerfi lögreglunnar áður en hann var handtekinn. Gerðist þetta vegna mistaka starfsmanna innheimtustöðvar sekta og sakarkostnaðar. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. Honum voru því dæmdar 150 þúsund krónur í bætur en Haukur fór fram á 1,2 milljónir í bætur. Héraðsdómur taldi að lögreglan hefði ekki handtekið Hauk til að koma í veg fyrir að hann yrði viðstaddur mótmæli sem áformuð voru og höfðu verið auglýst.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira