Fótbolti

Fjórir nýliðar í landsliðshópnum á móti Færeyjum og Mexíkó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson fær tækifæri með A-landsliðinu.
Kolbeinn Sigþórsson fær tækifæri með A-landsliðinu. Mynd/Stefán

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, valdi fjóra nýliða og sjö leikmenn til viðbótar sem hafa aðeins leikið einn landsleik, í hóp sinn fyrir vináttuleiki á móti Færeyjum og Mexíkó í mars.

Þar sem ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða þá er hópurinn að langmestu leyti skipaður leikmönnum sem leika hér á landi.

Fjórir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni en það eru Jón Guðni Fjóluson úr Fram, Skúli Jón Friðgeirsson úr KR, Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki og Kolbeinn Sigþórsson úr AZ Alkmaar.

Sjö leikmenn til viðbótar hafa einungis leikið einn landsleik en það eru Heimir Einarsson úr ÍA, Kristinn Jónsson úr Breiðabliki, Guðmundur Kristjánsson úr Breiðabliki, Óskar Örn Hauksson úr KR, Steinþór Freyr Þorsteinsson úr Stjörnunni og Atli Guðnason úr FH.

Það eru bara tveir leikmenn af tuttugu manna hóp hafa leikið fleiri en 10 landsleiki og því eru þeir Bjarni Guðjónsson (21 leikur) og Gunnleifur Gunnleifsson (14 leikir) reynsluboltarnir í hópnum.

Ísland spilar við Færeyjar í Kórnum, sunnudaginn 21. mars en leikið verður við Mexíkó í Charlotte í Bandaríkjunum, miðvikudaginn 24. mars.

Landsliðshópurinn á móti Færeyjum og Mexíkó:



Markmenn:

Gunnleifur Gunnleifsson, FH (14 leikir)

Fjalar Þorgeirsson, Fylkir (4 leikir)

Varnarmenn:

Valur Fannar Gíslason, Fylkir (3 leikir)

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Breiðablik (2 leikir)

Heimir Einarsson, ÍA (1 leikur)

Kristinn Jónsson, Breiðablik (1 leikur)

Jón Guðni Fjóluson, Fram Nýliði

Skúli Jón Friðgeirsson, KR Nýliði

Miðjumenn:

Bjarni Guðjónsson, KR (21 leikur)

Jóhann Berg Guðmundsson, AZ (3 leikir)

Baldur Sigurðsson, KR (2 leikir)

Matthías Vilhjálmsson, FH (2 leikir)

Guðmundur Kristjánsson, Breiðablik (1 leikur)

Gunnar Már Guðmundsson, FH (1 leikur)

Óskar Örn Hauksson, KR (1 leikur)

Steinþór Freyr Þorsteinsson, Stjarnan (1 leikur)

Sóknarmenn:

Björgólfur Takefusa, KR (3 leikir)

Atli Guðnason, FH (1 leikur)

Alfreð Finnbogason, Breiðablik Nýliði

Kolbeinn Sigþórsson, AZ Nýliði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×