Skortur á kjúklingi í verslunum enn á ný 1. desember 2010 05:30 jón bjarnason „Það fylgir ekkert vottorð með erlendum kjúklingi,” segir landbúnaðarráðherra. Salmonellusmit hjá kjúklingaframleiðendum á þessu ári hefur leitt til viðvarandi skorts á kjúklingi í verslunum, að mati framkvæmdastjóra Bónuss og Krónunnar. Upp kom smit í kjúklingum frá Matfugli og Reykjagarði í síðustu viku á ný og voru vörur innkallaðar úr verslunum í kjölfarið. Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir ástandið mjög slæmt. „Þetta er búið að vera vandamál í marga mánuði, en núna er þetta sérstaklega slæmt,“ segir Kristinn. „Við fáum ekki nema brotabrot af því sem við pöntum.“ Kristinn segir ótrúlegt að ekki sé hægt að auka innflutningskvóta á erlendum kjúklingi til þess að anna eftirspurn á markaðnum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir enga ástæðu til þess að auka innflutningskvóta á erlendum kjúklingi. Ráðuneytinu hafi hvorki borist formlegar fyrirspurnir um rýmkun á kvóta né athugasemdir varðandi skort á markaði. kjúklingaframleiðsla Eftir endurtekið salmonellusmit hjá kjúklingaframleiðendum segja framkvæmdastjórar verslana að skortur sé á markaðnum.fréttablaðið/hari Jón segir málið fyrst og fremst snúa að því að uppræta salmonellusmit í innlendri framleiðslu til þess að halda henni heilbrigðri. „Það er mjög strangt heilbrigðiseftirlit hér á landi og fólk þarf ekki að óttast að í búðum séu smitaðir kjúklingar,“ segir Jón. „Við höfum státað af því að vera með heilbrigðustu kjúklingaframleiðsluna miðað við nágrannalöndin. Það fer ekkert á markað sem er smitað.“ Jón segir að innfluttum kjúklingi fylgi ekki heilbrigðisvottorð varðandi salmonellu. „Erlendur kjúklingur er ekkert endilega laus við salmonellu,“ segir hann. „Það fylgir ekkert vottorð með innfluttum kjúklingi hvort hann er salmonellufrír eða ekki.“ Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri innflutningsmála hjá Matvælastofnun, fullyrðir þó að innfluttum kjúklingi fylgi vottun um að hann sé salmonellufrír. Hann vísar þó á ráðuneytið hvað varðar rýmkun á innflutningstollum sökum mögulegs skorts á innlendum kjúklingi. Um 250 tonn af kjúklingi voru urðuð í sumar vegna salmonellusýkingar sem upp kom í eldishúsum Reykjagarðs og Matfugls. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Salmonellusmit hjá kjúklingaframleiðendum á þessu ári hefur leitt til viðvarandi skorts á kjúklingi í verslunum, að mati framkvæmdastjóra Bónuss og Krónunnar. Upp kom smit í kjúklingum frá Matfugli og Reykjagarði í síðustu viku á ný og voru vörur innkallaðar úr verslunum í kjölfarið. Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir ástandið mjög slæmt. „Þetta er búið að vera vandamál í marga mánuði, en núna er þetta sérstaklega slæmt,“ segir Kristinn. „Við fáum ekki nema brotabrot af því sem við pöntum.“ Kristinn segir ótrúlegt að ekki sé hægt að auka innflutningskvóta á erlendum kjúklingi til þess að anna eftirspurn á markaðnum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir enga ástæðu til þess að auka innflutningskvóta á erlendum kjúklingi. Ráðuneytinu hafi hvorki borist formlegar fyrirspurnir um rýmkun á kvóta né athugasemdir varðandi skort á markaði. kjúklingaframleiðsla Eftir endurtekið salmonellusmit hjá kjúklingaframleiðendum segja framkvæmdastjórar verslana að skortur sé á markaðnum.fréttablaðið/hari Jón segir málið fyrst og fremst snúa að því að uppræta salmonellusmit í innlendri framleiðslu til þess að halda henni heilbrigðri. „Það er mjög strangt heilbrigðiseftirlit hér á landi og fólk þarf ekki að óttast að í búðum séu smitaðir kjúklingar,“ segir Jón. „Við höfum státað af því að vera með heilbrigðustu kjúklingaframleiðsluna miðað við nágrannalöndin. Það fer ekkert á markað sem er smitað.“ Jón segir að innfluttum kjúklingi fylgi ekki heilbrigðisvottorð varðandi salmonellu. „Erlendur kjúklingur er ekkert endilega laus við salmonellu,“ segir hann. „Það fylgir ekkert vottorð með innfluttum kjúklingi hvort hann er salmonellufrír eða ekki.“ Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri innflutningsmála hjá Matvælastofnun, fullyrðir þó að innfluttum kjúklingi fylgi vottun um að hann sé salmonellufrír. Hann vísar þó á ráðuneytið hvað varðar rýmkun á innflutningstollum sökum mögulegs skorts á innlendum kjúklingi. Um 250 tonn af kjúklingi voru urðuð í sumar vegna salmonellusýkingar sem upp kom í eldishúsum Reykjagarðs og Matfugls. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira