ESB er sterkasti leikur íslenskrar tungu 1. október 2010 05:00 Gauti Kristmannsson Var áður eindreginn andstæðingur ESB-aðildar, en skipti um skoðun eftir að hafa kynnt sér málið. „Það er alveg klárt að sterkasti leikurinn fyrir íslenska tungu væri aðild að Evrópusambandinu. Þetta myndi auðga og styrkja íslenska tungu meira en nokkur dagur íslenskrar tungu eða málnefnd." Þetta sagði Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræðum, í fyrirlestri hjá Alþjóðamálastofnun fyrir skömmu. Ekkert komi nálægt því að geta styrkt íslenskuna jafn mikið og þetta. Sagan sýnir að það er síst sjálfgefið að þjóðir geti notað tungu sína í opinberri stjórnsýslu, sagði Gauti. Þetta er hins vegar grundvöllur málstefnu ESB og afar ólíklegt að það breytist. Samkvæmt stefnu ESB eigi „bóndinn í Búlgaríu" til dæmis að geta talað á Evrópuþinginu án þess að hafa stúdentspróf í ensku. Túlkar þýða ræðu hans. Gauti tók dæmi af írsku. Á Írlandi eru bæði enska og írska opinber mál, og færri sem tala írsku en ensku. Þegar Írar gengu í ESB 1973 töldu þeir ekki þörf á að gera írskuna sjálfa að opinberu tungumáli ESB. Seinna sáu þeir sig um hönd. „Það að írska skuli hafa verið gerð að opinberu tungumáli innan ESB er ein mesta vítamínsprauta sem hún hefur fengið," kvað Gauti, „jafnvel í aldaraðir." Nú séu daglega þýdd orð í írsku sem voru þar ekki fyrir og ESB greiðir þýðingarkostnaðinn að mestu. Eins yrði með íslensku og fólk á meginlandi Evrópu þyrfti að læra hana, gangi Ísland inn. Gauti minnti á að mikilvægustu verk sem þýdd hafa verið á íslensku síðasta áratug hafa verið drjúglega styrkt af ESB. Stuðningur við þjóðtungur væri þar ekki einskorðaður við hátíðarræður.- kóþ Fréttir Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
„Það er alveg klárt að sterkasti leikurinn fyrir íslenska tungu væri aðild að Evrópusambandinu. Þetta myndi auðga og styrkja íslenska tungu meira en nokkur dagur íslenskrar tungu eða málnefnd." Þetta sagði Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræðum, í fyrirlestri hjá Alþjóðamálastofnun fyrir skömmu. Ekkert komi nálægt því að geta styrkt íslenskuna jafn mikið og þetta. Sagan sýnir að það er síst sjálfgefið að þjóðir geti notað tungu sína í opinberri stjórnsýslu, sagði Gauti. Þetta er hins vegar grundvöllur málstefnu ESB og afar ólíklegt að það breytist. Samkvæmt stefnu ESB eigi „bóndinn í Búlgaríu" til dæmis að geta talað á Evrópuþinginu án þess að hafa stúdentspróf í ensku. Túlkar þýða ræðu hans. Gauti tók dæmi af írsku. Á Írlandi eru bæði enska og írska opinber mál, og færri sem tala írsku en ensku. Þegar Írar gengu í ESB 1973 töldu þeir ekki þörf á að gera írskuna sjálfa að opinberu tungumáli ESB. Seinna sáu þeir sig um hönd. „Það að írska skuli hafa verið gerð að opinberu tungumáli innan ESB er ein mesta vítamínsprauta sem hún hefur fengið," kvað Gauti, „jafnvel í aldaraðir." Nú séu daglega þýdd orð í írsku sem voru þar ekki fyrir og ESB greiðir þýðingarkostnaðinn að mestu. Eins yrði með íslensku og fólk á meginlandi Evrópu þyrfti að læra hana, gangi Ísland inn. Gauti minnti á að mikilvægustu verk sem þýdd hafa verið á íslensku síðasta áratug hafa verið drjúglega styrkt af ESB. Stuðningur við þjóðtungur væri þar ekki einskorðaður við hátíðarræður.- kóþ
Fréttir Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent