Áfram stelpur og strákar 24. október 2010 12:46 Íslenskar konur, til hamingju með kvennafrídaginn 2010. Í fjórða sinn boða íslenskar kvennahreyfingar til fjöldasamstöðu kvenna til að minna á launamisréttið sem enn ríkir í landinu og brýna landsmenn til baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Þegar fyrst var efnt til útifundar kvenna á degi Sameinuðu þjóðanna kvennaárið 1975 vakti gríðarleg þátttaka og mikil stemning heimsathygli. Tilgangurinn var þá eins og nú að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna til samfélagsins og krefjast þess að það yrði metið að verðleikum. Áhrifin urðu mikil og ekki fór milli mála hve margar atvinnugreinar voru háðar vinnu kvenna. Staða íslenskra kvenna hefur batnað mikið frá árinu 1975 enda mælumst við nú í efsta sæti á jafnréttislista World Economic Forum. Árið 1975 var atvinnuþátttaka kvenna 60% en er nú 78%, sem er með því mesta sem þekkist innan OECD. Sífellt fleiri konur sinna fullu starfi. Launabilið hefur minnkað en er þó samt allt of breitt. Könnun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið vorið 2008 sýndi 16,3% kynbundinn launamun á landsvísu. Hlutur kvenna hefur aukist hvað mest í áhrifa- og valdastöðum samfélagsins. Árið 1975 voru konur 5% þingmanna og 4% sveitarstjórnarmanna. Nú eru konur 43% þingmanna og 40% sveitarstjórnarmanna. Kona leiðir ríkisstjórnina og kynjahlutfall ráðherra er 40% en var raunar jafnt til skamms tíma. Það er enginn vafi að fjölgun kvenna meðal þeirra sem taka ákvarðanir og móta stefnu hefur leitt af sér hugarfarsbreytingu sem sést ekki síst á lagabreytingum sem beinast að baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Árið 2006 var samþykkt aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi fyrir árin 2007-2011. Áætlunin fól í sér fjölda verkefna sem hrundið hefur verið í framkvæmd í áföngum. Eitt það stærsta er rannsókn á umfangi ofbeldis í nánum samböndum. Rannsókninni er að ljúka og munu niðurstöður hennar verða leiðarljós í þeirri vinnu sem þegar er hafin við að semja næstu áætlun. Þar verður sjónum einnig beint að réttarkerfinu og mið tekið af nýjum samningi Evrópuráðsins gegn kynbundnu ofbeldi. Alþingi hefur samþykkt lög um bann við vændiskaupum og súlustöðum og staðfest aðgerðaáætlun gegn vændi og mansali sem verulega hefur reynt á undanfarið ár. Ísland er þriðja ríkið í heiminum sem bannar kaup á vændi. Í lagasetningunni felast afdráttarlaus skilaboð til samfélagsins um að kaup á líkama annarrar manneskju til eigin afnota séu ósæmilegt athæfi sem ekki verði liðið. Með banni er sjónum beint að eftirspurninni og þeim sem bera raunverulega ábyrgð - kaupendunum. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á jafnrétti kynjanna og að kynjasjónarhorni sé beitt við alla ákvarðanatöku og stefnumótun. Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2011-2014 verður fljótlega lögð fram á Alþingi. Þetta er metnaðarfull áætlun sem vonandi mun fleyta okkur áfram í átt til jafnari tækifæra og jafnari stöðu kynjanna. Enn verður leitað leiða til að útrýma kynbundnum launamun sem hefur reynst svo þrautseigur. Að þessu sinni er lögð mun meiri áhersla en áður á þátttöku karla í jafnréttisbaráttunni, enda varðar málefnið bæði kynin og þjóðfélagsið allt. Reynsla okkar af fæðingarorlofi feðra sýnir að aukið kynjajafnrétti færir ekki síst körlum aukin lífsgæði og það er margt sem þarf að vinna að til að karlar fái notið hæfileika sinna enn betur rétt eins og konur. Það eru erfið ár fram undan vegna efnahagshrunsins. Engin ástæða er þó til vonleysis því við munum finna leið út úr vandanum eins og jafnan áður. Aðgerðir kvenna á kvennafrídeginum sýna hve mikill kraftur er í grasrótinni, ekki síst meðal þeirra sem berjast fyrir samfélagi jafnréttis og samfélagi án ofbeldis. Látum kraft kvennahreyfinganna verða okkur hvatningu til uppbyggingar og sóknar, segjum barlóminum stríð á hendur. Framtíðin verður björt ef við stöndum saman. Jöfn áhrif og jöfn staða kynjanna er forsenda fyrir því framtíðarþjóðfélagi sem við ætlum okkur að skapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Íslenskar konur, til hamingju með kvennafrídaginn 2010. Í fjórða sinn boða íslenskar kvennahreyfingar til fjöldasamstöðu kvenna til að minna á launamisréttið sem enn ríkir í landinu og brýna landsmenn til baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Þegar fyrst var efnt til útifundar kvenna á degi Sameinuðu þjóðanna kvennaárið 1975 vakti gríðarleg þátttaka og mikil stemning heimsathygli. Tilgangurinn var þá eins og nú að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna til samfélagsins og krefjast þess að það yrði metið að verðleikum. Áhrifin urðu mikil og ekki fór milli mála hve margar atvinnugreinar voru háðar vinnu kvenna. Staða íslenskra kvenna hefur batnað mikið frá árinu 1975 enda mælumst við nú í efsta sæti á jafnréttislista World Economic Forum. Árið 1975 var atvinnuþátttaka kvenna 60% en er nú 78%, sem er með því mesta sem þekkist innan OECD. Sífellt fleiri konur sinna fullu starfi. Launabilið hefur minnkað en er þó samt allt of breitt. Könnun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið vorið 2008 sýndi 16,3% kynbundinn launamun á landsvísu. Hlutur kvenna hefur aukist hvað mest í áhrifa- og valdastöðum samfélagsins. Árið 1975 voru konur 5% þingmanna og 4% sveitarstjórnarmanna. Nú eru konur 43% þingmanna og 40% sveitarstjórnarmanna. Kona leiðir ríkisstjórnina og kynjahlutfall ráðherra er 40% en var raunar jafnt til skamms tíma. Það er enginn vafi að fjölgun kvenna meðal þeirra sem taka ákvarðanir og móta stefnu hefur leitt af sér hugarfarsbreytingu sem sést ekki síst á lagabreytingum sem beinast að baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Árið 2006 var samþykkt aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi fyrir árin 2007-2011. Áætlunin fól í sér fjölda verkefna sem hrundið hefur verið í framkvæmd í áföngum. Eitt það stærsta er rannsókn á umfangi ofbeldis í nánum samböndum. Rannsókninni er að ljúka og munu niðurstöður hennar verða leiðarljós í þeirri vinnu sem þegar er hafin við að semja næstu áætlun. Þar verður sjónum einnig beint að réttarkerfinu og mið tekið af nýjum samningi Evrópuráðsins gegn kynbundnu ofbeldi. Alþingi hefur samþykkt lög um bann við vændiskaupum og súlustöðum og staðfest aðgerðaáætlun gegn vændi og mansali sem verulega hefur reynt á undanfarið ár. Ísland er þriðja ríkið í heiminum sem bannar kaup á vændi. Í lagasetningunni felast afdráttarlaus skilaboð til samfélagsins um að kaup á líkama annarrar manneskju til eigin afnota séu ósæmilegt athæfi sem ekki verði liðið. Með banni er sjónum beint að eftirspurninni og þeim sem bera raunverulega ábyrgð - kaupendunum. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á jafnrétti kynjanna og að kynjasjónarhorni sé beitt við alla ákvarðanatöku og stefnumótun. Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2011-2014 verður fljótlega lögð fram á Alþingi. Þetta er metnaðarfull áætlun sem vonandi mun fleyta okkur áfram í átt til jafnari tækifæra og jafnari stöðu kynjanna. Enn verður leitað leiða til að útrýma kynbundnum launamun sem hefur reynst svo þrautseigur. Að þessu sinni er lögð mun meiri áhersla en áður á þátttöku karla í jafnréttisbaráttunni, enda varðar málefnið bæði kynin og þjóðfélagsið allt. Reynsla okkar af fæðingarorlofi feðra sýnir að aukið kynjajafnrétti færir ekki síst körlum aukin lífsgæði og það er margt sem þarf að vinna að til að karlar fái notið hæfileika sinna enn betur rétt eins og konur. Það eru erfið ár fram undan vegna efnahagshrunsins. Engin ástæða er þó til vonleysis því við munum finna leið út úr vandanum eins og jafnan áður. Aðgerðir kvenna á kvennafrídeginum sýna hve mikill kraftur er í grasrótinni, ekki síst meðal þeirra sem berjast fyrir samfélagi jafnréttis og samfélagi án ofbeldis. Látum kraft kvennahreyfinganna verða okkur hvatningu til uppbyggingar og sóknar, segjum barlóminum stríð á hendur. Framtíðin verður björt ef við stöndum saman. Jöfn áhrif og jöfn staða kynjanna er forsenda fyrir því framtíðarþjóðfélagi sem við ætlum okkur að skapa.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun