Samræða eða slagorðakeppni? Salvör Nordal skrifar 4. desember 2010 05:00 Hinu þjóðkjörna stjórnlagaþingi er ætlað að skila tímabærri endurskoðun á stjórnarskránni. Tækifærið er einstakt og breið samstaða þingheims um niðurstöður og tillögur að breytingum er forsenda árangurs. Um leið og almenn þrá er eftir að heyra og sjá siðmenntað samtal velmeinandi fólks um framfarir og umbætur samfélagsins hafa sumir íslenskir fjölmiðlar og hagsmunaaðilar reyndar líka, staðið fyrir ítrekuðum skoðanakönnunum meðal frambjóðenda og nú einnig nýkjörinna þingmanna stjórnlagaþings áður en sjálft þingið er komið saman. Núna þjóna slíkar kannanir engum tilgangi nema að búa til fréttir og skerpa ágreining. Spurningar eru ofureinföldun flókinna mála og grundvallarefni þannig leidd fram í opinbera umræðu eins og svörin séu einungis já eða nei og bara tvær hliðar á hverju máli. Að mínu mati er ekki hægt að svara slíkum grundvallar spurningum með einföldu jái eða nei - eða að segja hvort maður sé mjög hlynntur eða andvígur slíkum tillögum og því gefa svörin enga raunverulega mynd af skoðunum þeirra sem svara. Til dæmis er spurt hvort viðkomandi sé hlynntur eða andvígur því að þjóðaratkvæðagreiðslu sé beitt í auknum mæli til að ná niðurstöðu um mikilvæg mál. Auðvelt er að segja sig hlynntan slíku ákvæði þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur hafa varla verið haldnar um mikilvæg mál á síðustu áratugum hér á landi, en það segir út af fyrir sig ekkert um það hvaða afstöðu viðkomandi myndi taka til tiltekins ákvæðis um þetta efni. Fyrst er að skilgreina hvaða mál teldust til mikilvægra mála, hver ætti að geta farið fram á þjóðaratkvæði, þ.e. forseti, ákveðinn fjöldi þingmanna eða hluti kjósenda, svo dæmi séu nefnd. Um þetta snýst vandinn ekki síður en það hvort auka eigi möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá hlýtur að skipta máli samspil slíks ákvæðis með öðru í stjórnarskránni. Með því að spyrja um flókin mál með þessum hætti er verið að einfalda gróflega þær grundvallar spurningar sem stjórnlagaþing þarf að fjalla um og slík framsetning er ekki til þess fallin að efla skynsamlega umræðu um þau vandasömu verkefni sem stjórnlagaþings bíður. Fjölmiðlar halda þannig óspart áfram að ala á vondri umræðumenningu og klappa upp karp. Með stjórnlagaþingi er eðli máls samkvæmt stefnt til samræðu fulltrùanna um flókin úrlausnarefni. Til slíkrar samræðu hlýtur hver að ganga af opnum hug, meðvitaður um að á hverju máli eru margar hliðar. Mestu skiptir að í samræðunni setji þingmenn fram sín sjónarmið, hlusti á mótrök og lúti bestri skynsamlegu niðurstöðu. Til að svo megi verða skiptir máli að fjölmiðlar leggi sitt lóð á vogarskálarnar í stað þess skipa fólki í lið í anda pólitísks hanaslags. Krafa og þràspurningar um fyrirfram afstöðu til einfaldaðra spurninga um grunnskipan samfélagsins greiðir hvorki fyrir frelsi til ígrundunar, skoðanaskipta og samvinnu á þinginu né fyrir upplýstri og nærandi umræðu í íslensku samfélagi um störf þingsins - sem er þó það sem óskir almennings eru um og Ísland skortir svo sárlega á okkar tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Hinu þjóðkjörna stjórnlagaþingi er ætlað að skila tímabærri endurskoðun á stjórnarskránni. Tækifærið er einstakt og breið samstaða þingheims um niðurstöður og tillögur að breytingum er forsenda árangurs. Um leið og almenn þrá er eftir að heyra og sjá siðmenntað samtal velmeinandi fólks um framfarir og umbætur samfélagsins hafa sumir íslenskir fjölmiðlar og hagsmunaaðilar reyndar líka, staðið fyrir ítrekuðum skoðanakönnunum meðal frambjóðenda og nú einnig nýkjörinna þingmanna stjórnlagaþings áður en sjálft þingið er komið saman. Núna þjóna slíkar kannanir engum tilgangi nema að búa til fréttir og skerpa ágreining. Spurningar eru ofureinföldun flókinna mála og grundvallarefni þannig leidd fram í opinbera umræðu eins og svörin séu einungis já eða nei og bara tvær hliðar á hverju máli. Að mínu mati er ekki hægt að svara slíkum grundvallar spurningum með einföldu jái eða nei - eða að segja hvort maður sé mjög hlynntur eða andvígur slíkum tillögum og því gefa svörin enga raunverulega mynd af skoðunum þeirra sem svara. Til dæmis er spurt hvort viðkomandi sé hlynntur eða andvígur því að þjóðaratkvæðagreiðslu sé beitt í auknum mæli til að ná niðurstöðu um mikilvæg mál. Auðvelt er að segja sig hlynntan slíku ákvæði þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur hafa varla verið haldnar um mikilvæg mál á síðustu áratugum hér á landi, en það segir út af fyrir sig ekkert um það hvaða afstöðu viðkomandi myndi taka til tiltekins ákvæðis um þetta efni. Fyrst er að skilgreina hvaða mál teldust til mikilvægra mála, hver ætti að geta farið fram á þjóðaratkvæði, þ.e. forseti, ákveðinn fjöldi þingmanna eða hluti kjósenda, svo dæmi séu nefnd. Um þetta snýst vandinn ekki síður en það hvort auka eigi möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá hlýtur að skipta máli samspil slíks ákvæðis með öðru í stjórnarskránni. Með því að spyrja um flókin mál með þessum hætti er verið að einfalda gróflega þær grundvallar spurningar sem stjórnlagaþing þarf að fjalla um og slík framsetning er ekki til þess fallin að efla skynsamlega umræðu um þau vandasömu verkefni sem stjórnlagaþings bíður. Fjölmiðlar halda þannig óspart áfram að ala á vondri umræðumenningu og klappa upp karp. Með stjórnlagaþingi er eðli máls samkvæmt stefnt til samræðu fulltrùanna um flókin úrlausnarefni. Til slíkrar samræðu hlýtur hver að ganga af opnum hug, meðvitaður um að á hverju máli eru margar hliðar. Mestu skiptir að í samræðunni setji þingmenn fram sín sjónarmið, hlusti á mótrök og lúti bestri skynsamlegu niðurstöðu. Til að svo megi verða skiptir máli að fjölmiðlar leggi sitt lóð á vogarskálarnar í stað þess skipa fólki í lið í anda pólitísks hanaslags. Krafa og þràspurningar um fyrirfram afstöðu til einfaldaðra spurninga um grunnskipan samfélagsins greiðir hvorki fyrir frelsi til ígrundunar, skoðanaskipta og samvinnu á þinginu né fyrir upplýstri og nærandi umræðu í íslensku samfélagi um störf þingsins - sem er þó það sem óskir almennings eru um og Ísland skortir svo sárlega á okkar tíma.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar