Samræða eða slagorðakeppni? Salvör Nordal skrifar 4. desember 2010 05:00 Hinu þjóðkjörna stjórnlagaþingi er ætlað að skila tímabærri endurskoðun á stjórnarskránni. Tækifærið er einstakt og breið samstaða þingheims um niðurstöður og tillögur að breytingum er forsenda árangurs. Um leið og almenn þrá er eftir að heyra og sjá siðmenntað samtal velmeinandi fólks um framfarir og umbætur samfélagsins hafa sumir íslenskir fjölmiðlar og hagsmunaaðilar reyndar líka, staðið fyrir ítrekuðum skoðanakönnunum meðal frambjóðenda og nú einnig nýkjörinna þingmanna stjórnlagaþings áður en sjálft þingið er komið saman. Núna þjóna slíkar kannanir engum tilgangi nema að búa til fréttir og skerpa ágreining. Spurningar eru ofureinföldun flókinna mála og grundvallarefni þannig leidd fram í opinbera umræðu eins og svörin séu einungis já eða nei og bara tvær hliðar á hverju máli. Að mínu mati er ekki hægt að svara slíkum grundvallar spurningum með einföldu jái eða nei - eða að segja hvort maður sé mjög hlynntur eða andvígur slíkum tillögum og því gefa svörin enga raunverulega mynd af skoðunum þeirra sem svara. Til dæmis er spurt hvort viðkomandi sé hlynntur eða andvígur því að þjóðaratkvæðagreiðslu sé beitt í auknum mæli til að ná niðurstöðu um mikilvæg mál. Auðvelt er að segja sig hlynntan slíku ákvæði þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur hafa varla verið haldnar um mikilvæg mál á síðustu áratugum hér á landi, en það segir út af fyrir sig ekkert um það hvaða afstöðu viðkomandi myndi taka til tiltekins ákvæðis um þetta efni. Fyrst er að skilgreina hvaða mál teldust til mikilvægra mála, hver ætti að geta farið fram á þjóðaratkvæði, þ.e. forseti, ákveðinn fjöldi þingmanna eða hluti kjósenda, svo dæmi séu nefnd. Um þetta snýst vandinn ekki síður en það hvort auka eigi möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá hlýtur að skipta máli samspil slíks ákvæðis með öðru í stjórnarskránni. Með því að spyrja um flókin mál með þessum hætti er verið að einfalda gróflega þær grundvallar spurningar sem stjórnlagaþing þarf að fjalla um og slík framsetning er ekki til þess fallin að efla skynsamlega umræðu um þau vandasömu verkefni sem stjórnlagaþings bíður. Fjölmiðlar halda þannig óspart áfram að ala á vondri umræðumenningu og klappa upp karp. Með stjórnlagaþingi er eðli máls samkvæmt stefnt til samræðu fulltrùanna um flókin úrlausnarefni. Til slíkrar samræðu hlýtur hver að ganga af opnum hug, meðvitaður um að á hverju máli eru margar hliðar. Mestu skiptir að í samræðunni setji þingmenn fram sín sjónarmið, hlusti á mótrök og lúti bestri skynsamlegu niðurstöðu. Til að svo megi verða skiptir máli að fjölmiðlar leggi sitt lóð á vogarskálarnar í stað þess skipa fólki í lið í anda pólitísks hanaslags. Krafa og þràspurningar um fyrirfram afstöðu til einfaldaðra spurninga um grunnskipan samfélagsins greiðir hvorki fyrir frelsi til ígrundunar, skoðanaskipta og samvinnu á þinginu né fyrir upplýstri og nærandi umræðu í íslensku samfélagi um störf þingsins - sem er þó það sem óskir almennings eru um og Ísland skortir svo sárlega á okkar tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Hinu þjóðkjörna stjórnlagaþingi er ætlað að skila tímabærri endurskoðun á stjórnarskránni. Tækifærið er einstakt og breið samstaða þingheims um niðurstöður og tillögur að breytingum er forsenda árangurs. Um leið og almenn þrá er eftir að heyra og sjá siðmenntað samtal velmeinandi fólks um framfarir og umbætur samfélagsins hafa sumir íslenskir fjölmiðlar og hagsmunaaðilar reyndar líka, staðið fyrir ítrekuðum skoðanakönnunum meðal frambjóðenda og nú einnig nýkjörinna þingmanna stjórnlagaþings áður en sjálft þingið er komið saman. Núna þjóna slíkar kannanir engum tilgangi nema að búa til fréttir og skerpa ágreining. Spurningar eru ofureinföldun flókinna mála og grundvallarefni þannig leidd fram í opinbera umræðu eins og svörin séu einungis já eða nei og bara tvær hliðar á hverju máli. Að mínu mati er ekki hægt að svara slíkum grundvallar spurningum með einföldu jái eða nei - eða að segja hvort maður sé mjög hlynntur eða andvígur slíkum tillögum og því gefa svörin enga raunverulega mynd af skoðunum þeirra sem svara. Til dæmis er spurt hvort viðkomandi sé hlynntur eða andvígur því að þjóðaratkvæðagreiðslu sé beitt í auknum mæli til að ná niðurstöðu um mikilvæg mál. Auðvelt er að segja sig hlynntan slíku ákvæði þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur hafa varla verið haldnar um mikilvæg mál á síðustu áratugum hér á landi, en það segir út af fyrir sig ekkert um það hvaða afstöðu viðkomandi myndi taka til tiltekins ákvæðis um þetta efni. Fyrst er að skilgreina hvaða mál teldust til mikilvægra mála, hver ætti að geta farið fram á þjóðaratkvæði, þ.e. forseti, ákveðinn fjöldi þingmanna eða hluti kjósenda, svo dæmi séu nefnd. Um þetta snýst vandinn ekki síður en það hvort auka eigi möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá hlýtur að skipta máli samspil slíks ákvæðis með öðru í stjórnarskránni. Með því að spyrja um flókin mál með þessum hætti er verið að einfalda gróflega þær grundvallar spurningar sem stjórnlagaþing þarf að fjalla um og slík framsetning er ekki til þess fallin að efla skynsamlega umræðu um þau vandasömu verkefni sem stjórnlagaþings bíður. Fjölmiðlar halda þannig óspart áfram að ala á vondri umræðumenningu og klappa upp karp. Með stjórnlagaþingi er eðli máls samkvæmt stefnt til samræðu fulltrùanna um flókin úrlausnarefni. Til slíkrar samræðu hlýtur hver að ganga af opnum hug, meðvitaður um að á hverju máli eru margar hliðar. Mestu skiptir að í samræðunni setji þingmenn fram sín sjónarmið, hlusti á mótrök og lúti bestri skynsamlegu niðurstöðu. Til að svo megi verða skiptir máli að fjölmiðlar leggi sitt lóð á vogarskálarnar í stað þess skipa fólki í lið í anda pólitísks hanaslags. Krafa og þràspurningar um fyrirfram afstöðu til einfaldaðra spurninga um grunnskipan samfélagsins greiðir hvorki fyrir frelsi til ígrundunar, skoðanaskipta og samvinnu á þinginu né fyrir upplýstri og nærandi umræðu í íslensku samfélagi um störf þingsins - sem er þó það sem óskir almennings eru um og Ísland skortir svo sárlega á okkar tíma.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun