Umfjöllun: Fimmti sigur HK í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2010 21:02 Bjarki Már Elíasson skoraði 11 mörk í kvöld. Mynd/Stefán HK virðist óstöðvandi um þessar mundir í N1-deild karla en liðið vann í gær góðan tveggja marka sigur á meistaraliði Hauka á heimavelli, 36-34. Sigurinn var þó talsvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. HK-ingar hófu leikinn af miklum krafti og þá sérstaklega Daníel Berg Grétarsson sem skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og kom HK í 3-0. Þessa forystu áttu HK-ingar aldrei eftir að láta af hendi. Þeir létu kné fylgja kviði og skoruðu alls tuttugu mörk í fyrri hálfleik. Sóknarleikur liðsins var ógnarsterkur og skyttur HK fóru á kostum gegn flatri vörn Haukanna. Daníel Berg og Ólafur Bjarki Ragnarsson fóru fyrir leiftrandi sóknarleik HK og þeir voru duglegir að leggja upp á Bjarka Má Elíasson í hægra horninu. Haukar hafa byrjað misjafnlega á tímabilinu og ekki enn náð að vinna tvo leiki í röð. Það tækifæri nýttu þeir sér ekki heldur í gær. Þeir áttu fá svör við fínum varnarleik HK og sem fyrr segir urðu oftast undir þegar þeir stilltu upp í vörn. Markvarslan hefur oft verið miklu betri en hún var í fyrri hálfleik í kvöld en þeir Aron Rafn og Birkir Ívar vörðu samanlagt aðeins fimm mörk í markinu. Gestirnir úr Hafnarfirðu spiluðu þó talsvert betur í síðari hálfleik og tókst til að mynda að stórbæta sóknarnýtingu sína sem var aðeins 43 prósent í fyrri hálfleik. Þeir komust þó aldrei nálægt 69 prósenta skotnýtingu HK-inga sem hafa á að skipa einhverju öflugasta sóknarliði deildarinnar um þessar mundir. Haukar voru nálægt því að hleypa spennu í leikinn þegar þeir minnkuðu muninn í tvö mörk undir lok leiksins en nær komust þeir ekki. Varnarleikur og markvarsla var betri í síðari hálfleik en þeim fyrri en sjö marka munur í hálfleik reyndist of mikill fyrir Hafnfirðinga. Sóknarleikurinn var ágætur en þar var Björgvin Hólmgeirsson í aðalhlutverki eins og fyrri daginn. Það er stórskemmtilegt að fylgjast með HK þessa dagana og ljóst að liðið var stórlega vanmetið fyrir leiktíðina. Það varpaði þó skugga á góðan sigur í gær að hornamaðurinn Sigurjón Friðbjörn Björnsson virtist hafa meiðst illa á ökkla og líklegt að hann verði frá í dágóðan tíma. HK - Haukar 36 - 34 (20 - 13)Mörk HK (skot): Bjarki Már Elíasson 11/1 (14/2), Daníel Berg Grétarsson 9 (13), Atli Ævar Ingólfsson 6 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 6/2 (9/2), Hörður Másson 2 (3), Sigurjón F. Björnsson 1 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 14/1 (48/5, 29%). Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 2). Fiskuð víti: 4 (Sigurjón F. 2, Atli Ævar 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 9 (19), Þórður Rafn Guðmundsson 7/2 (14/3), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (10/2), Heimir Óli Heimisson 4 (5), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (6), Gísli Jón Þórisson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9 (31, 29%), Aron Rafn Eðvarðsson 4/1 (18/4, 22%). Hraðaupphlaup: 1 (Stefán Rafn 1). Fiskuð víti: 5 (Guðmundur Árni 2, Heimir Óli 2, Björgvin Þór 1). Utan vallar: 12 mínútur.Dómarar: Svavar Pétursson og Jónas Elíasson. Olís-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
HK virðist óstöðvandi um þessar mundir í N1-deild karla en liðið vann í gær góðan tveggja marka sigur á meistaraliði Hauka á heimavelli, 36-34. Sigurinn var þó talsvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. HK-ingar hófu leikinn af miklum krafti og þá sérstaklega Daníel Berg Grétarsson sem skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og kom HK í 3-0. Þessa forystu áttu HK-ingar aldrei eftir að láta af hendi. Þeir létu kné fylgja kviði og skoruðu alls tuttugu mörk í fyrri hálfleik. Sóknarleikur liðsins var ógnarsterkur og skyttur HK fóru á kostum gegn flatri vörn Haukanna. Daníel Berg og Ólafur Bjarki Ragnarsson fóru fyrir leiftrandi sóknarleik HK og þeir voru duglegir að leggja upp á Bjarka Má Elíasson í hægra horninu. Haukar hafa byrjað misjafnlega á tímabilinu og ekki enn náð að vinna tvo leiki í röð. Það tækifæri nýttu þeir sér ekki heldur í gær. Þeir áttu fá svör við fínum varnarleik HK og sem fyrr segir urðu oftast undir þegar þeir stilltu upp í vörn. Markvarslan hefur oft verið miklu betri en hún var í fyrri hálfleik í kvöld en þeir Aron Rafn og Birkir Ívar vörðu samanlagt aðeins fimm mörk í markinu. Gestirnir úr Hafnarfirðu spiluðu þó talsvert betur í síðari hálfleik og tókst til að mynda að stórbæta sóknarnýtingu sína sem var aðeins 43 prósent í fyrri hálfleik. Þeir komust þó aldrei nálægt 69 prósenta skotnýtingu HK-inga sem hafa á að skipa einhverju öflugasta sóknarliði deildarinnar um þessar mundir. Haukar voru nálægt því að hleypa spennu í leikinn þegar þeir minnkuðu muninn í tvö mörk undir lok leiksins en nær komust þeir ekki. Varnarleikur og markvarsla var betri í síðari hálfleik en þeim fyrri en sjö marka munur í hálfleik reyndist of mikill fyrir Hafnfirðinga. Sóknarleikurinn var ágætur en þar var Björgvin Hólmgeirsson í aðalhlutverki eins og fyrri daginn. Það er stórskemmtilegt að fylgjast með HK þessa dagana og ljóst að liðið var stórlega vanmetið fyrir leiktíðina. Það varpaði þó skugga á góðan sigur í gær að hornamaðurinn Sigurjón Friðbjörn Björnsson virtist hafa meiðst illa á ökkla og líklegt að hann verði frá í dágóðan tíma. HK - Haukar 36 - 34 (20 - 13)Mörk HK (skot): Bjarki Már Elíasson 11/1 (14/2), Daníel Berg Grétarsson 9 (13), Atli Ævar Ingólfsson 6 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 6/2 (9/2), Hörður Másson 2 (3), Sigurjón F. Björnsson 1 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 14/1 (48/5, 29%). Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 2). Fiskuð víti: 4 (Sigurjón F. 2, Atli Ævar 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 9 (19), Þórður Rafn Guðmundsson 7/2 (14/3), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (10/2), Heimir Óli Heimisson 4 (5), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (6), Gísli Jón Þórisson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9 (31, 29%), Aron Rafn Eðvarðsson 4/1 (18/4, 22%). Hraðaupphlaup: 1 (Stefán Rafn 1). Fiskuð víti: 5 (Guðmundur Árni 2, Heimir Óli 2, Björgvin Þór 1). Utan vallar: 12 mínútur.Dómarar: Svavar Pétursson og Jónas Elíasson.
Olís-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira