Umfjöllun: Fimmti sigur HK í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2010 21:02 Bjarki Már Elíasson skoraði 11 mörk í kvöld. Mynd/Stefán HK virðist óstöðvandi um þessar mundir í N1-deild karla en liðið vann í gær góðan tveggja marka sigur á meistaraliði Hauka á heimavelli, 36-34. Sigurinn var þó talsvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. HK-ingar hófu leikinn af miklum krafti og þá sérstaklega Daníel Berg Grétarsson sem skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og kom HK í 3-0. Þessa forystu áttu HK-ingar aldrei eftir að láta af hendi. Þeir létu kné fylgja kviði og skoruðu alls tuttugu mörk í fyrri hálfleik. Sóknarleikur liðsins var ógnarsterkur og skyttur HK fóru á kostum gegn flatri vörn Haukanna. Daníel Berg og Ólafur Bjarki Ragnarsson fóru fyrir leiftrandi sóknarleik HK og þeir voru duglegir að leggja upp á Bjarka Má Elíasson í hægra horninu. Haukar hafa byrjað misjafnlega á tímabilinu og ekki enn náð að vinna tvo leiki í röð. Það tækifæri nýttu þeir sér ekki heldur í gær. Þeir áttu fá svör við fínum varnarleik HK og sem fyrr segir urðu oftast undir þegar þeir stilltu upp í vörn. Markvarslan hefur oft verið miklu betri en hún var í fyrri hálfleik í kvöld en þeir Aron Rafn og Birkir Ívar vörðu samanlagt aðeins fimm mörk í markinu. Gestirnir úr Hafnarfirðu spiluðu þó talsvert betur í síðari hálfleik og tókst til að mynda að stórbæta sóknarnýtingu sína sem var aðeins 43 prósent í fyrri hálfleik. Þeir komust þó aldrei nálægt 69 prósenta skotnýtingu HK-inga sem hafa á að skipa einhverju öflugasta sóknarliði deildarinnar um þessar mundir. Haukar voru nálægt því að hleypa spennu í leikinn þegar þeir minnkuðu muninn í tvö mörk undir lok leiksins en nær komust þeir ekki. Varnarleikur og markvarsla var betri í síðari hálfleik en þeim fyrri en sjö marka munur í hálfleik reyndist of mikill fyrir Hafnfirðinga. Sóknarleikurinn var ágætur en þar var Björgvin Hólmgeirsson í aðalhlutverki eins og fyrri daginn. Það er stórskemmtilegt að fylgjast með HK þessa dagana og ljóst að liðið var stórlega vanmetið fyrir leiktíðina. Það varpaði þó skugga á góðan sigur í gær að hornamaðurinn Sigurjón Friðbjörn Björnsson virtist hafa meiðst illa á ökkla og líklegt að hann verði frá í dágóðan tíma. HK - Haukar 36 - 34 (20 - 13)Mörk HK (skot): Bjarki Már Elíasson 11/1 (14/2), Daníel Berg Grétarsson 9 (13), Atli Ævar Ingólfsson 6 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 6/2 (9/2), Hörður Másson 2 (3), Sigurjón F. Björnsson 1 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 14/1 (48/5, 29%). Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 2). Fiskuð víti: 4 (Sigurjón F. 2, Atli Ævar 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 9 (19), Þórður Rafn Guðmundsson 7/2 (14/3), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (10/2), Heimir Óli Heimisson 4 (5), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (6), Gísli Jón Þórisson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9 (31, 29%), Aron Rafn Eðvarðsson 4/1 (18/4, 22%). Hraðaupphlaup: 1 (Stefán Rafn 1). Fiskuð víti: 5 (Guðmundur Árni 2, Heimir Óli 2, Björgvin Þór 1). Utan vallar: 12 mínútur.Dómarar: Svavar Pétursson og Jónas Elíasson. Olís-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
HK virðist óstöðvandi um þessar mundir í N1-deild karla en liðið vann í gær góðan tveggja marka sigur á meistaraliði Hauka á heimavelli, 36-34. Sigurinn var þó talsvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. HK-ingar hófu leikinn af miklum krafti og þá sérstaklega Daníel Berg Grétarsson sem skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og kom HK í 3-0. Þessa forystu áttu HK-ingar aldrei eftir að láta af hendi. Þeir létu kné fylgja kviði og skoruðu alls tuttugu mörk í fyrri hálfleik. Sóknarleikur liðsins var ógnarsterkur og skyttur HK fóru á kostum gegn flatri vörn Haukanna. Daníel Berg og Ólafur Bjarki Ragnarsson fóru fyrir leiftrandi sóknarleik HK og þeir voru duglegir að leggja upp á Bjarka Má Elíasson í hægra horninu. Haukar hafa byrjað misjafnlega á tímabilinu og ekki enn náð að vinna tvo leiki í röð. Það tækifæri nýttu þeir sér ekki heldur í gær. Þeir áttu fá svör við fínum varnarleik HK og sem fyrr segir urðu oftast undir þegar þeir stilltu upp í vörn. Markvarslan hefur oft verið miklu betri en hún var í fyrri hálfleik í kvöld en þeir Aron Rafn og Birkir Ívar vörðu samanlagt aðeins fimm mörk í markinu. Gestirnir úr Hafnarfirðu spiluðu þó talsvert betur í síðari hálfleik og tókst til að mynda að stórbæta sóknarnýtingu sína sem var aðeins 43 prósent í fyrri hálfleik. Þeir komust þó aldrei nálægt 69 prósenta skotnýtingu HK-inga sem hafa á að skipa einhverju öflugasta sóknarliði deildarinnar um þessar mundir. Haukar voru nálægt því að hleypa spennu í leikinn þegar þeir minnkuðu muninn í tvö mörk undir lok leiksins en nær komust þeir ekki. Varnarleikur og markvarsla var betri í síðari hálfleik en þeim fyrri en sjö marka munur í hálfleik reyndist of mikill fyrir Hafnfirðinga. Sóknarleikurinn var ágætur en þar var Björgvin Hólmgeirsson í aðalhlutverki eins og fyrri daginn. Það er stórskemmtilegt að fylgjast með HK þessa dagana og ljóst að liðið var stórlega vanmetið fyrir leiktíðina. Það varpaði þó skugga á góðan sigur í gær að hornamaðurinn Sigurjón Friðbjörn Björnsson virtist hafa meiðst illa á ökkla og líklegt að hann verði frá í dágóðan tíma. HK - Haukar 36 - 34 (20 - 13)Mörk HK (skot): Bjarki Már Elíasson 11/1 (14/2), Daníel Berg Grétarsson 9 (13), Atli Ævar Ingólfsson 6 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 6/2 (9/2), Hörður Másson 2 (3), Sigurjón F. Björnsson 1 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 14/1 (48/5, 29%). Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 2). Fiskuð víti: 4 (Sigurjón F. 2, Atli Ævar 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 9 (19), Þórður Rafn Guðmundsson 7/2 (14/3), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (10/2), Heimir Óli Heimisson 4 (5), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (6), Gísli Jón Þórisson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9 (31, 29%), Aron Rafn Eðvarðsson 4/1 (18/4, 22%). Hraðaupphlaup: 1 (Stefán Rafn 1). Fiskuð víti: 5 (Guðmundur Árni 2, Heimir Óli 2, Björgvin Þór 1). Utan vallar: 12 mínútur.Dómarar: Svavar Pétursson og Jónas Elíasson.
Olís-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira