Atkvæðagreiðslan mun draga dilk á eftir sér: Aukin harka í pólitíkinni 30. september 2010 05:00 Steingrímur J. Sigfússon. Í kortunum er stormasamur vetur í stjórnmálunum. Sjálfstæðisflokkurinn mun veita ríkisstjórninni óvægna stjórnarandstöðu og samstarf stjórnarflokkanna verður stirt. Þetta er samandregin niðurstaða eftir samtöl við þingmenn í gær. Hafi einhver vonast til að skýrsla þingmannanefndarinnar, undir formennsku Atla Gíslasonar, myndi marka upphaf nýrra og faglegri vinnubragða á Alþingi urðu þær vonir að engu við atkvæðagreiðslurnar um landsdómsákærurnar. Þannig er í það minnsta útlitið í dag. Sjálfstæðismenn eru æfir út í Samfylkinguna fyrir að stuðla að ákæru á hendur Geir H. Haarde en koma í veg fyrir að Samfylkingarráðherrarnir fyrrverandi hlytu sömu örlög. Í röðum sjálfstæðismanna leikur ekki vafi á að niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrirfram. Ástandið milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar var ekki of gott fyrir. Mörgum sjálfstæðismönnum eru enn í fersku minni stjórnarslitin – svikin, eins og þeir kalla það – í janúar á síðasta ári. Sjálfstæðismenn eru líka reiðir þeim framsóknarþingmönnum sem vildu ákæra. Einkum Siv Friðleifsdóttur sem var ráðherra í fyrri ríkisstjórn Geirs Haarde. En sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem eru reiðir. Innan VG er gremja í garð samstarfsflokksins. Þar á bæ spyrja menn sig hvernig í ósköpunum helft Samfylkingarinnar gat komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að ákæra nokkurn einasta mann. Þeir sem þannig spyrja svara sjálfir: Samfylkingin hafði ekki dug í sér til að fara gegn eigin flokksmönnum. Sumir þingmenn VG líta einnig svo á að þeir Samfylkingarmenn sem voru andvígir landsdómsákærum hafi með atkvæðum sínum lýst yfir vantrausti á störf þingmannanefndarinnar og einkum Atla Gíslasonar. Er hermt að það muni líða seint úr minni. Ekki þarf að tíunda þau mörgu vandasömu verkefni sem bíða stjórnmálamanna í vetur. Vonir um góða samvinnu virðast runnar út í sandinn. Í bili í það minnsta. Leiða má líkur að því að margumrædd endurreisn samfélagsins tefjist enn frekar en orðið er. - bþs d d f d Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Í kortunum er stormasamur vetur í stjórnmálunum. Sjálfstæðisflokkurinn mun veita ríkisstjórninni óvægna stjórnarandstöðu og samstarf stjórnarflokkanna verður stirt. Þetta er samandregin niðurstaða eftir samtöl við þingmenn í gær. Hafi einhver vonast til að skýrsla þingmannanefndarinnar, undir formennsku Atla Gíslasonar, myndi marka upphaf nýrra og faglegri vinnubragða á Alþingi urðu þær vonir að engu við atkvæðagreiðslurnar um landsdómsákærurnar. Þannig er í það minnsta útlitið í dag. Sjálfstæðismenn eru æfir út í Samfylkinguna fyrir að stuðla að ákæru á hendur Geir H. Haarde en koma í veg fyrir að Samfylkingarráðherrarnir fyrrverandi hlytu sömu örlög. Í röðum sjálfstæðismanna leikur ekki vafi á að niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrirfram. Ástandið milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar var ekki of gott fyrir. Mörgum sjálfstæðismönnum eru enn í fersku minni stjórnarslitin – svikin, eins og þeir kalla það – í janúar á síðasta ári. Sjálfstæðismenn eru líka reiðir þeim framsóknarþingmönnum sem vildu ákæra. Einkum Siv Friðleifsdóttur sem var ráðherra í fyrri ríkisstjórn Geirs Haarde. En sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem eru reiðir. Innan VG er gremja í garð samstarfsflokksins. Þar á bæ spyrja menn sig hvernig í ósköpunum helft Samfylkingarinnar gat komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að ákæra nokkurn einasta mann. Þeir sem þannig spyrja svara sjálfir: Samfylkingin hafði ekki dug í sér til að fara gegn eigin flokksmönnum. Sumir þingmenn VG líta einnig svo á að þeir Samfylkingarmenn sem voru andvígir landsdómsákærum hafi með atkvæðum sínum lýst yfir vantrausti á störf þingmannanefndarinnar og einkum Atla Gíslasonar. Er hermt að það muni líða seint úr minni. Ekki þarf að tíunda þau mörgu vandasömu verkefni sem bíða stjórnmálamanna í vetur. Vonir um góða samvinnu virðast runnar út í sandinn. Í bili í það minnsta. Leiða má líkur að því að margumrædd endurreisn samfélagsins tefjist enn frekar en orðið er. - bþs d d f d
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira