Henning: Frábært að fá að spila á móti besta liðinu á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2010 22:12 Henning Henningsson, þjálfari Hauka. Mynd/Daníel Henning Henningsson, þjálfari Hauka, var kátur eftir 81-74 sigur Haukaliðsins á Grindavík í öðrum leik liðanna í sex liða úrslitum úrslitakeppninni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Með sigrinum tryggði Haukaliðið sér sæti í undanúrslitunum. „Þetta snýst um það að vera tilbúin núna. Við erum búnar að vera að berjast á fullu í þessum neðri hluta. Við erum búin að vera undirbúa okkur fyrir það sem við ætluðum að gera," segir Henning en Haukarnir eru búnar að vinna 13 af 14 síðustu leikjum sínum í deild, bikar og úrslitakeppni. „Við fengum góðan bikarleik fyrir hálfum mánuði síðan og hann sýndi okkur að við getum ýmislegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi leikir á móti Grindavík voru hörkuleikir og ég segi að það var bara happa eða glappa hvar sigurinn í báðum leikjunum myndi lenda. Við vorum heppnar að sigurinn lenti okkar megin. Við héldum haus í lokinn og þetta féll okkar megin" segir Henning hógvær. Heather Ezell var í strangri gæslu í kvöld en það kom ekki að sök og hin danska Kiki Lund blómstraði í staðinn. „Liðin hafa lagt ofurkapp að stoppa Heather í vetur. Hún er líkamlega sterkari heldur en allir aðrir leikmenn í deildinni. Það er svolítið hangið í henni. Kiki nýtti tækifærið sín vel í dag og Hetaher var líka að finna hana. Þær voru að spila mjög vel saman," segir Henning og hann er ánægður með bandaríska bakvörðinn sinn Heather Ezell sem var með 54 stig og 20 stoðsendingar í leikjunum tveimur á móti Grindavík. „Það er frábært að fá að spila á móti besta liðinu á Íslandi. Við stefndum á að komast í þessi undanúrslit og það er virkilega gaman að fá að spila við KR," segir Henning og bætir við: „Við skulum vona það að við mætum til leiks með allt annað lið en í síðasta leik á móti þeim þegar við töpuðum með 32 stigum. Ég ætla ekki aðkoma með neinar yfirlýsingar. Við ætlum að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki. Það var mjög gott að klára þetta einvígi 2-0 því þá fáum við mikilvæga daga til þess að hvíla okkur. Við ætlum að nota þessa daga til þess að stilla saman strengina og fínpússa hlutina og mætum síðan tilbúnar í Vesturbæinn á laugardaginn," sagði Henning að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Sjá meira
Henning Henningsson, þjálfari Hauka, var kátur eftir 81-74 sigur Haukaliðsins á Grindavík í öðrum leik liðanna í sex liða úrslitum úrslitakeppninni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Með sigrinum tryggði Haukaliðið sér sæti í undanúrslitunum. „Þetta snýst um það að vera tilbúin núna. Við erum búnar að vera að berjast á fullu í þessum neðri hluta. Við erum búin að vera undirbúa okkur fyrir það sem við ætluðum að gera," segir Henning en Haukarnir eru búnar að vinna 13 af 14 síðustu leikjum sínum í deild, bikar og úrslitakeppni. „Við fengum góðan bikarleik fyrir hálfum mánuði síðan og hann sýndi okkur að við getum ýmislegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi leikir á móti Grindavík voru hörkuleikir og ég segi að það var bara happa eða glappa hvar sigurinn í báðum leikjunum myndi lenda. Við vorum heppnar að sigurinn lenti okkar megin. Við héldum haus í lokinn og þetta féll okkar megin" segir Henning hógvær. Heather Ezell var í strangri gæslu í kvöld en það kom ekki að sök og hin danska Kiki Lund blómstraði í staðinn. „Liðin hafa lagt ofurkapp að stoppa Heather í vetur. Hún er líkamlega sterkari heldur en allir aðrir leikmenn í deildinni. Það er svolítið hangið í henni. Kiki nýtti tækifærið sín vel í dag og Hetaher var líka að finna hana. Þær voru að spila mjög vel saman," segir Henning og hann er ánægður með bandaríska bakvörðinn sinn Heather Ezell sem var með 54 stig og 20 stoðsendingar í leikjunum tveimur á móti Grindavík. „Það er frábært að fá að spila á móti besta liðinu á Íslandi. Við stefndum á að komast í þessi undanúrslit og það er virkilega gaman að fá að spila við KR," segir Henning og bætir við: „Við skulum vona það að við mætum til leiks með allt annað lið en í síðasta leik á móti þeim þegar við töpuðum með 32 stigum. Ég ætla ekki aðkoma með neinar yfirlýsingar. Við ætlum að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki. Það var mjög gott að klára þetta einvígi 2-0 því þá fáum við mikilvæga daga til þess að hvíla okkur. Við ætlum að nota þessa daga til þess að stilla saman strengina og fínpússa hlutina og mætum síðan tilbúnar í Vesturbæinn á laugardaginn," sagði Henning að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik