Íslenski stíllinn Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 21. júní 2010 06:00 Afhverju eru tóm refabú og laxeldi um allar sveitir landsins? Hvers vegna eru mannlaus íbúðarhverfi í heiðardölum umhverfis höfuðborgina? Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að Íslendingar séu með tekjuhæstu þegnum heims miðað við landsframleiðslu er opinber þjónusta rétt svo í meðallagi? Æi þetta er bara svona. Það er víst ekkert annað í boði. Og hvað erum við að kvarta? Vitum við ekki hvernig ástandið er í Albaníu, Rússlandi eða Nígeríu? Þar grasserar allt í spillingu. Og vatnið þar er líka ógeðslegt. Við eigum ekki að kvarta. Það er heldur ekki til nein lausn. Þetta eru lítil fórnargjöld fyrir sæmilegt samfélag þar sem fólk kann að lesa. Ekki setja spurningamerki við íslenska stílinn. Ég ætla samt að leyfa mér að kvarta, en skal þó stilla mig um að kenna einhverjum um. Þetta er rótgróinn vandi sem kemur til af efnislegum ástæðum eins og fámenni og einangrun. Við höfum leyft okkur að halda að við séum sérstök. Einhverntímann fékk einhver þá hugmynd að við værum betri en allir aðrir í refarækt. Við eyddum nokkrum milljörðum í það. Við erum líka með sjö sveitarfélög til að stjórna einni borg, en enga alvöru stefnu um hvernig hún eigi að þróast en tugi bæjar- og borgarfulltrúa sem eiga verktaka fyrir vini með skurðgröfur sem skemmast ef þær fá ekki að liðka hjöruliðina. Ekkert mál. Smurolía er dýrari en gott borgarskipulag. Það eru nefnilega sérstakar aðstæður á Íslandi. Líka frábært vatn. Kjörið til útflutnings. Það hefur að vísu misheppnast nokkrum sinnum að flytja það úr landi með hagnaði. En hendum samt nokkrum milljörðum í svoleiðis verkefni fljótlega, bara til að vera viss. Ísland fór í kálið vegna þess að hér var léleg efnahagsstjórn í mörg ár. Til rökstuðnings vísa ég í hér um bil til allra erlendra fræðigreina sem skrifaðar hafa verið um íslenska efnahagshrunið. Það sem mér finnst verra er að við höfum enga tryggingu fyrir því að efnahagsstjórn verði betri á Íslandi í framtíðinni. Það skiptir engu máli hvort að Íslandi sé stjórnað af sympatískri gráhærðri konu eða slefgreiddum siðleysingja. Vandamálið liggur í kerfinu en ekki í fólki. Okkur skortir aðhald, aga og yfirsýn. Það er eðlilegt. Íslenskir stjórnmálamenn halda í fullri alvöru að umræður um messuhald í sveitum séu merkilegri en utanríkismál. Evrópusambandið er afgreitt af mörgum leiðandi stjórnmálamönnum sem húmbúkk og leiðindi. Þeim finnst miklu skemmtilegra að opna rafvætt kúabú eða rífast um misheppnaða hörpudiskaútgerð. Í slíkum málum hafa þeir allavega einhver völd, eitthvað að segja og eitthvað að gera. Ekki viljum við að vesalings stjórnmálamennirnir verði gerðir kjaftstopp með leiðindamali úr möppudýrum í Brussel. Það væri eins og að troða sokki í trantinn á manni sem er í miðri sögu. Ég veit ekki með ykkur, en ég vil eitthvað meira. Ég vil vera partur af einhverju stærra og fjölbreyttara. Ég sleppi því að segja „göfugra“ því það er of gildishlaðið orð, en ég er orðinn svo þreyttur á því hvernig löngu úreltar hugmyndir fá að lifa hér á landi vegna þess að við erum sérstök. Íslenskt fólk býr nú við gjaldeyrishöft. Peningar mega bara streyma inn í landið en helst ekki út úr því. Þetta er brot á grundvallarreglu EES-samningsins um frjálsa för fjármagns en við megum þetta því við eigum svo bágt. Ég er orðinn þreyttur á því að Ísland verði bara læknað með sérstökum aðferðum eins og refarækt eða Rússalánum. Við erum því miður ekkert sérstök að þessu leyti. Það sem við þurfum er aðhald, agi og yfirsýn, og samkvæmt hreinu eðli þessara hluta er það eitthvað sem við verðum að sækja að utan. Ísland hefur undanfarna áratugi verið með gríðarlega landsframleiðslu. Hér eru mikil náttúruauðæfi en fátt fólk. Mér leiðist að segja það, en við höfum sóað svo miklu fé með lélegu skipulagi að það er nánast grátlegt. Og hefði það ekki gerst ef við hefðum verið aðilar að ESB, jafnvel með evrópskan banka í samkeppni við þá innlendu, og erlenda peningastjórn og aðhald í stjórnsýslu? Nei. Það hefði ekki gerst. Þá hefði verið sett spurningamerki við milljarða ríkisstyrki, ríkisábyrgðir, taumlausar lánveitingar til verkefna án framtíðarsýnar. Þá hefði verið sett spurningamerki við pólitískar ráðningar embættismanna, óhagstæða samninga ríkisins við flokksgæðinga. Þá hefði verið sett spurningamerki við allar „sérstöku aðferðirnar“ sem við Íslendingar eigum að þurfa til að lifa. Evrópusambandið er ekki skemmtiklúbbur. Það er ekkert gaman að gerast aðili þar. Þetta er ekki eins og að fá sér áskrift að Stöð 2 eða mæta fullur í partí. Það er fullt af fúlu fólki í ESB, alvarlegu, gráu og andfúlu. Þá er innganga í ESB ekki skyndilausn og ESB er ekki sérsniðið fyrir íslenskar aðstæður. Þetta eru kostir. Að auki vill svo til að í grunnreglum ESB er samankomin hæfilegasta blanda af lýðræðishefðum Evrópuríkja, þar er hugmyndum mörkuð stefna en skyndilausnir og panik kæft í fæðingu. Ég veit að það er ekki gaman. Það er ekki „íslenski stíllinn“. En mikið er ég orðinn þreyttur – og ég veit það elsku Fjallkona og eldgamla Ísafold að þið móðgist ekki – mikið er ég orðinn þreyttur á þessum íslenska stíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Afhverju eru tóm refabú og laxeldi um allar sveitir landsins? Hvers vegna eru mannlaus íbúðarhverfi í heiðardölum umhverfis höfuðborgina? Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að Íslendingar séu með tekjuhæstu þegnum heims miðað við landsframleiðslu er opinber þjónusta rétt svo í meðallagi? Æi þetta er bara svona. Það er víst ekkert annað í boði. Og hvað erum við að kvarta? Vitum við ekki hvernig ástandið er í Albaníu, Rússlandi eða Nígeríu? Þar grasserar allt í spillingu. Og vatnið þar er líka ógeðslegt. Við eigum ekki að kvarta. Það er heldur ekki til nein lausn. Þetta eru lítil fórnargjöld fyrir sæmilegt samfélag þar sem fólk kann að lesa. Ekki setja spurningamerki við íslenska stílinn. Ég ætla samt að leyfa mér að kvarta, en skal þó stilla mig um að kenna einhverjum um. Þetta er rótgróinn vandi sem kemur til af efnislegum ástæðum eins og fámenni og einangrun. Við höfum leyft okkur að halda að við séum sérstök. Einhverntímann fékk einhver þá hugmynd að við værum betri en allir aðrir í refarækt. Við eyddum nokkrum milljörðum í það. Við erum líka með sjö sveitarfélög til að stjórna einni borg, en enga alvöru stefnu um hvernig hún eigi að þróast en tugi bæjar- og borgarfulltrúa sem eiga verktaka fyrir vini með skurðgröfur sem skemmast ef þær fá ekki að liðka hjöruliðina. Ekkert mál. Smurolía er dýrari en gott borgarskipulag. Það eru nefnilega sérstakar aðstæður á Íslandi. Líka frábært vatn. Kjörið til útflutnings. Það hefur að vísu misheppnast nokkrum sinnum að flytja það úr landi með hagnaði. En hendum samt nokkrum milljörðum í svoleiðis verkefni fljótlega, bara til að vera viss. Ísland fór í kálið vegna þess að hér var léleg efnahagsstjórn í mörg ár. Til rökstuðnings vísa ég í hér um bil til allra erlendra fræðigreina sem skrifaðar hafa verið um íslenska efnahagshrunið. Það sem mér finnst verra er að við höfum enga tryggingu fyrir því að efnahagsstjórn verði betri á Íslandi í framtíðinni. Það skiptir engu máli hvort að Íslandi sé stjórnað af sympatískri gráhærðri konu eða slefgreiddum siðleysingja. Vandamálið liggur í kerfinu en ekki í fólki. Okkur skortir aðhald, aga og yfirsýn. Það er eðlilegt. Íslenskir stjórnmálamenn halda í fullri alvöru að umræður um messuhald í sveitum séu merkilegri en utanríkismál. Evrópusambandið er afgreitt af mörgum leiðandi stjórnmálamönnum sem húmbúkk og leiðindi. Þeim finnst miklu skemmtilegra að opna rafvætt kúabú eða rífast um misheppnaða hörpudiskaútgerð. Í slíkum málum hafa þeir allavega einhver völd, eitthvað að segja og eitthvað að gera. Ekki viljum við að vesalings stjórnmálamennirnir verði gerðir kjaftstopp með leiðindamali úr möppudýrum í Brussel. Það væri eins og að troða sokki í trantinn á manni sem er í miðri sögu. Ég veit ekki með ykkur, en ég vil eitthvað meira. Ég vil vera partur af einhverju stærra og fjölbreyttara. Ég sleppi því að segja „göfugra“ því það er of gildishlaðið orð, en ég er orðinn svo þreyttur á því hvernig löngu úreltar hugmyndir fá að lifa hér á landi vegna þess að við erum sérstök. Íslenskt fólk býr nú við gjaldeyrishöft. Peningar mega bara streyma inn í landið en helst ekki út úr því. Þetta er brot á grundvallarreglu EES-samningsins um frjálsa för fjármagns en við megum þetta því við eigum svo bágt. Ég er orðinn þreyttur á því að Ísland verði bara læknað með sérstökum aðferðum eins og refarækt eða Rússalánum. Við erum því miður ekkert sérstök að þessu leyti. Það sem við þurfum er aðhald, agi og yfirsýn, og samkvæmt hreinu eðli þessara hluta er það eitthvað sem við verðum að sækja að utan. Ísland hefur undanfarna áratugi verið með gríðarlega landsframleiðslu. Hér eru mikil náttúruauðæfi en fátt fólk. Mér leiðist að segja það, en við höfum sóað svo miklu fé með lélegu skipulagi að það er nánast grátlegt. Og hefði það ekki gerst ef við hefðum verið aðilar að ESB, jafnvel með evrópskan banka í samkeppni við þá innlendu, og erlenda peningastjórn og aðhald í stjórnsýslu? Nei. Það hefði ekki gerst. Þá hefði verið sett spurningamerki við milljarða ríkisstyrki, ríkisábyrgðir, taumlausar lánveitingar til verkefna án framtíðarsýnar. Þá hefði verið sett spurningamerki við pólitískar ráðningar embættismanna, óhagstæða samninga ríkisins við flokksgæðinga. Þá hefði verið sett spurningamerki við allar „sérstöku aðferðirnar“ sem við Íslendingar eigum að þurfa til að lifa. Evrópusambandið er ekki skemmtiklúbbur. Það er ekkert gaman að gerast aðili þar. Þetta er ekki eins og að fá sér áskrift að Stöð 2 eða mæta fullur í partí. Það er fullt af fúlu fólki í ESB, alvarlegu, gráu og andfúlu. Þá er innganga í ESB ekki skyndilausn og ESB er ekki sérsniðið fyrir íslenskar aðstæður. Þetta eru kostir. Að auki vill svo til að í grunnreglum ESB er samankomin hæfilegasta blanda af lýðræðishefðum Evrópuríkja, þar er hugmyndum mörkuð stefna en skyndilausnir og panik kæft í fæðingu. Ég veit að það er ekki gaman. Það er ekki „íslenski stíllinn“. En mikið er ég orðinn þreyttur – og ég veit það elsku Fjallkona og eldgamla Ísafold að þið móðgist ekki – mikið er ég orðinn þreyttur á þessum íslenska stíl.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun