Segir styrkjamálin hafa verið Sjálfstæðisflokknum erfið 25. apríl 2009 14:04 Björn Bjarnason Björn Bjarnason fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir allt tal um Evrópusambandið í aðdraganda kosninganna vera mikla blekkingu þar sem íslendingar séu ekki að fara inn. Hann segist ekki hafa góða tilfinningu fyrir hönd síns flokks og segir margt að finna í aðdraganda kosninga sem hafi komið flokknum illa. Björn segist ekki hafa gert upp við sig hvað hann taki sér nú fyrir hendur en hann hefur látið af þingmennsku. „Ég get ekki séð betur en það sé borin von að við séum að fara þarna inn," sagði Björn í viðtali á Byljgunni fyrir stundu. Hann sagði einnig blasa við að ágreiningurinn á milli ríkisstjórnarflokkanna væri mikill, þau væru mjög ósammála. „Það hefur mér kannski fundist mest sláandi hvað þetta hefur snúist mikið um þetta miðað við þau viðfangsefni sem við ættum að vera að fást við. Við verðum að finna fótfestu í atvinnulífinu og koma því aftur af stað. Ég held því að margir eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum að loknum kosningum ef þeir halda að atkvæði þeirra sé nýtt til þess að koma Íslandi inn í ESB," sagði Björn. Hann sagðist ekki hafa góða tilfinningu fyrir kosningunum þar sem það stefndi í að besti flokkurinn fengi ekki góða kosningu. „Það verður eflaust hægt að finna margar skýringar á því og flokkurinn þarf að ræða þær. Við komum okkur til dæmis saman um góða stefnu varðandi ESB rétt fyrir kosningar. Síðan voru menn í flokknum sem höguðu sér eins og sú stefna kæmi þeim ekkert við, allar svona æfingar eru ekki til þess að styrkja flokka," sagði Björn. Hann nefndi einnig olíuleitina á Drekasvæðinu í sambandi við Vinstri græna og eins umræðuna um álver á Bakka þar sem bæði Jóhanna og Össur hafi farið í hringi í þeim málum. „Þessar peningaumræður varðandi flokka og einstaklinga var heldur ekki gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn, það má eflaust fara yfir marga þætti í þessu máli," sagði Björn. Kosningar 2009 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Björn Bjarnason fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir allt tal um Evrópusambandið í aðdraganda kosninganna vera mikla blekkingu þar sem íslendingar séu ekki að fara inn. Hann segist ekki hafa góða tilfinningu fyrir hönd síns flokks og segir margt að finna í aðdraganda kosninga sem hafi komið flokknum illa. Björn segist ekki hafa gert upp við sig hvað hann taki sér nú fyrir hendur en hann hefur látið af þingmennsku. „Ég get ekki séð betur en það sé borin von að við séum að fara þarna inn," sagði Björn í viðtali á Byljgunni fyrir stundu. Hann sagði einnig blasa við að ágreiningurinn á milli ríkisstjórnarflokkanna væri mikill, þau væru mjög ósammála. „Það hefur mér kannski fundist mest sláandi hvað þetta hefur snúist mikið um þetta miðað við þau viðfangsefni sem við ættum að vera að fást við. Við verðum að finna fótfestu í atvinnulífinu og koma því aftur af stað. Ég held því að margir eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum að loknum kosningum ef þeir halda að atkvæði þeirra sé nýtt til þess að koma Íslandi inn í ESB," sagði Björn. Hann sagðist ekki hafa góða tilfinningu fyrir kosningunum þar sem það stefndi í að besti flokkurinn fengi ekki góða kosningu. „Það verður eflaust hægt að finna margar skýringar á því og flokkurinn þarf að ræða þær. Við komum okkur til dæmis saman um góða stefnu varðandi ESB rétt fyrir kosningar. Síðan voru menn í flokknum sem höguðu sér eins og sú stefna kæmi þeim ekkert við, allar svona æfingar eru ekki til þess að styrkja flokka," sagði Björn. Hann nefndi einnig olíuleitina á Drekasvæðinu í sambandi við Vinstri græna og eins umræðuna um álver á Bakka þar sem bæði Jóhanna og Össur hafi farið í hringi í þeim málum. „Þessar peningaumræður varðandi flokka og einstaklinga var heldur ekki gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn, það má eflaust fara yfir marga þætti í þessu máli," sagði Björn.
Kosningar 2009 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira