Ný vísitala gæti orðið til eftir upprisu Kauphallar Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 7. janúar 2009 00:01 Litlir sveinar leika sér á markaðnum. Jólasveinarnir, Grýla og fylgdarlið skreyttu Kauphöllina yfir jólin. Skrautið var tekið niður í gær. Mynd/Stefán „Hlutabréfavísitölur endurspegla þróun efnahagslífsins. Þær hreyfast fyrr í hagsveiflum, lækka á undan samdrætti í landsframleiðslu og auknu atvinnuleysi. Vísitölurnar hækka sömuleiðis fyrr," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, sem í daglegu tali nefnist Kauphöll Íslands. Hann reiknar með erfiðu ári á hlutabréfamarkaði. Í lok árs 2010 megi vænta að virkur markaður verði hér á ný. Kauphöllin hóf að reikna nýja samsetningu á hlutabréfavísitölu í ársbyrjun. Líkt og fram hefur komið endurspeglar vísitalan fjölda fyrirtækja sem skráð eru á aðallista og mest viðskipti eru með. Hún heitir í samræmi við það OMXI6. Þórður segir ekki útilokað að ný vísitala verði sett saman þegar hlutabréfamarkaðurinn tekur við sér á ný. „Það er hugsanlegt ef fyrirtækjum fjölgar mikið," segir hann. Nýja vísitalan var stillt á 1.000 stig við upphafi árs. Engin sérstök ástæða liggur að baki því annað en að sú gamla, OMXI15, var stillt með sama hætti þegar hún var tekin upp fyrir tæpum ellefu árum, eða í upphafi árs 1998. Þrátt fyrir að byrjað sé að reikna nýja vísitölu mun sú eldri verða reiknuð áfram fram í enda júní næstkomandi. Gamla vísitalan endurspeglaði þann fjölda fyrirtækja sem upphaflega voru skráð á aðallista. Félögin voru: Actavis, Alfesca, Burðarás (síðar Eimskip), Flugleiðir (síðar FL Group), HB Grandi, Hampiðjan, Haraldur Böðvarsson, Íslandsbanki (síðar Glitnir), Marel (síðar Marel Food Systems), Samherji, SR-Mjöl, Síldarvinnslan, Þormóður rammi-Sæberg, Útgerðarfélag Akureyringa og Vinnslustöðin. Eins og sést á töflunni standa tvö félög enn eftir í nýju vísitölunni af þeim fimmtán sem þar voru í upphafi. Gamla Úrvalsvísitalan fór hæst í 9.016 stig um miðjan júlí á tíunda ára afmælisárinu 2007. Það jafngildir rétt rúmlega 800 prósenta aukningu á níu ára tímabili. Afar hratt tók að halla undan fæti eftir þetta í samræmi við síharðnandi lausafjárkreppu og hafði hún fallið um þrjátíu prósent þegar árið var á enda. Nýliðið ár var svo einkar erfitt á hlutabréfamarkaði, bæði hér heima og erlendis. Níu félög fóru af markaðnum, þar af fimm sem skráð voru í Úrvalsvísitöluna. Á meðal þeirra voru Glitnir og Landsbankinn, sem ríkið tók yfir í bankahruninu í október. Skilanefnd Kaupþings hefur óskað eftir afskráningu gamla bankans og stendur hún fyrir dyrum. Við þessar hremmingar tók vísitalan stóra dýfu og fór í tæp 650 stig. Erfitt reyndist að stöðva snjóboltann. Þegar árið var á enda stóð Úrvalsvísitalan tæpum 65 prósentum undir upphaflegu gildi í byrjun árs 1998. Árið hefur ekki byrjað vel fyrir hina nýju vísitölu. Hún hefur lækkað hvern dag frá áramótum, eða um samtals 1,81 prósent, og stóð í enda dags í 981,46 stigum. Markaðir Viðskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Hlutabréfavísitölur endurspegla þróun efnahagslífsins. Þær hreyfast fyrr í hagsveiflum, lækka á undan samdrætti í landsframleiðslu og auknu atvinnuleysi. Vísitölurnar hækka sömuleiðis fyrr," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, sem í daglegu tali nefnist Kauphöll Íslands. Hann reiknar með erfiðu ári á hlutabréfamarkaði. Í lok árs 2010 megi vænta að virkur markaður verði hér á ný. Kauphöllin hóf að reikna nýja samsetningu á hlutabréfavísitölu í ársbyrjun. Líkt og fram hefur komið endurspeglar vísitalan fjölda fyrirtækja sem skráð eru á aðallista og mest viðskipti eru með. Hún heitir í samræmi við það OMXI6. Þórður segir ekki útilokað að ný vísitala verði sett saman þegar hlutabréfamarkaðurinn tekur við sér á ný. „Það er hugsanlegt ef fyrirtækjum fjölgar mikið," segir hann. Nýja vísitalan var stillt á 1.000 stig við upphafi árs. Engin sérstök ástæða liggur að baki því annað en að sú gamla, OMXI15, var stillt með sama hætti þegar hún var tekin upp fyrir tæpum ellefu árum, eða í upphafi árs 1998. Þrátt fyrir að byrjað sé að reikna nýja vísitölu mun sú eldri verða reiknuð áfram fram í enda júní næstkomandi. Gamla vísitalan endurspeglaði þann fjölda fyrirtækja sem upphaflega voru skráð á aðallista. Félögin voru: Actavis, Alfesca, Burðarás (síðar Eimskip), Flugleiðir (síðar FL Group), HB Grandi, Hampiðjan, Haraldur Böðvarsson, Íslandsbanki (síðar Glitnir), Marel (síðar Marel Food Systems), Samherji, SR-Mjöl, Síldarvinnslan, Þormóður rammi-Sæberg, Útgerðarfélag Akureyringa og Vinnslustöðin. Eins og sést á töflunni standa tvö félög enn eftir í nýju vísitölunni af þeim fimmtán sem þar voru í upphafi. Gamla Úrvalsvísitalan fór hæst í 9.016 stig um miðjan júlí á tíunda ára afmælisárinu 2007. Það jafngildir rétt rúmlega 800 prósenta aukningu á níu ára tímabili. Afar hratt tók að halla undan fæti eftir þetta í samræmi við síharðnandi lausafjárkreppu og hafði hún fallið um þrjátíu prósent þegar árið var á enda. Nýliðið ár var svo einkar erfitt á hlutabréfamarkaði, bæði hér heima og erlendis. Níu félög fóru af markaðnum, þar af fimm sem skráð voru í Úrvalsvísitöluna. Á meðal þeirra voru Glitnir og Landsbankinn, sem ríkið tók yfir í bankahruninu í október. Skilanefnd Kaupþings hefur óskað eftir afskráningu gamla bankans og stendur hún fyrir dyrum. Við þessar hremmingar tók vísitalan stóra dýfu og fór í tæp 650 stig. Erfitt reyndist að stöðva snjóboltann. Þegar árið var á enda stóð Úrvalsvísitalan tæpum 65 prósentum undir upphaflegu gildi í byrjun árs 1998. Árið hefur ekki byrjað vel fyrir hina nýju vísitölu. Hún hefur lækkað hvern dag frá áramótum, eða um samtals 1,81 prósent, og stóð í enda dags í 981,46 stigum.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira