Freyr: Við pökkuðum þeim saman Elvar Geir Magnússon skrifar 4. október 2009 17:18 Gary Wake óskar Frey til hamingju með sigurinn í leikslok. Mynd/Valli Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson. Freyr var kampakátur eftir leik. „Ég er alveg í skýjunum! Það var spennuþrungið að fara í framlenginguna og mikið undir. Ég hugsaði út í það hvort mitt lið væri þreytt eftir þetta ferðalag okkar í síðustu viku en ég bað þær um að spýta í lófana og minnti þær á æfingarnar í vetur. Við bara pökkuðum þeim saman í framlengingunni," sagði Freyr. En eftir jafnræðið í venjulegum leiktíma, hvernig stendur á því að Valsliðið hafði þessa yfirburði í framlengingunni? „Við erum klárlega í betra formi en þær, ég held að það sé alveg ljóst. Við erum í betra formi og vorum hungraðri. Það er engin önnur skýring. Þetta var í járnum í venjulegum leiktíma," sagði Freyr. Laufey Ólafsdóttir átti frábæran leik fyrir Val eftir að hafa komið inn sem varamaður og var besti leikmaður liðsins ásamt markverðinum Maríu Björg Ágústsdóttur. „Laufey er að njóta hverrar einustu mínútu, hvort sem það er á æfingum eða í leikjum. Ég veit að henni finnst þetta rosalega gaman og það eru forréttindi fyrir hana að geta komið til baka núna og við njótum þess með henni," sagði Freyr. Valsliðið fær ekki langan tíma til að fagna þessum bikarmeistaratitli þar sem framundan er síðari Evrópuleikurinn gegn Torres Calcio á miðvikudag. Valur á erfitt verkefni fyrir höndum eftir að hafa tapað útileiknum 4-1. „Við ætlum okkur að vinna 3-0. Við hvílum okkur á morgun svo hefst undirbúningurinn og við ætlum að pakka þeim saman á miðvikudag," sagði hinn geðþekki Freyr Alexandersson. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson. Freyr var kampakátur eftir leik. „Ég er alveg í skýjunum! Það var spennuþrungið að fara í framlenginguna og mikið undir. Ég hugsaði út í það hvort mitt lið væri þreytt eftir þetta ferðalag okkar í síðustu viku en ég bað þær um að spýta í lófana og minnti þær á æfingarnar í vetur. Við bara pökkuðum þeim saman í framlengingunni," sagði Freyr. En eftir jafnræðið í venjulegum leiktíma, hvernig stendur á því að Valsliðið hafði þessa yfirburði í framlengingunni? „Við erum klárlega í betra formi en þær, ég held að það sé alveg ljóst. Við erum í betra formi og vorum hungraðri. Það er engin önnur skýring. Þetta var í járnum í venjulegum leiktíma," sagði Freyr. Laufey Ólafsdóttir átti frábæran leik fyrir Val eftir að hafa komið inn sem varamaður og var besti leikmaður liðsins ásamt markverðinum Maríu Björg Ágústsdóttur. „Laufey er að njóta hverrar einustu mínútu, hvort sem það er á æfingum eða í leikjum. Ég veit að henni finnst þetta rosalega gaman og það eru forréttindi fyrir hana að geta komið til baka núna og við njótum þess með henni," sagði Freyr. Valsliðið fær ekki langan tíma til að fagna þessum bikarmeistaratitli þar sem framundan er síðari Evrópuleikurinn gegn Torres Calcio á miðvikudag. Valur á erfitt verkefni fyrir höndum eftir að hafa tapað útileiknum 4-1. „Við ætlum okkur að vinna 3-0. Við hvílum okkur á morgun svo hefst undirbúningurinn og við ætlum að pakka þeim saman á miðvikudag," sagði hinn geðþekki Freyr Alexandersson.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn