Bjarni Ben: Betur borgið utan ESB Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2009 12:25 Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum er sú að komast að sömu niðurstöðu og áður um að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið, sagði Bjarni Benediktsson formannsframbjóðandi á landsfundi flokksins í morgun. Mikil andstaða er við aðild Íslands að sambandinu á landsfundinum. Heimir Már Pétursson. Ef sá tónn sem sleginn var af ræðumönnum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í umræðu um Evrópumál í morgun ræður ferðinni um þau mál í flokknum, er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að fara að beita sér fyrir því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Borinn var fram tillaga um að vísa umræðum um evrópumálin frá landsfundi en hún var fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. En í formlegri tillögu sem liggur fyrir fundinum er forystu flokksins falið að leita samkomulags á Alþingi um að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort skuli sótt um aðild. „Afstaða mín er sú að ef kröfur og markmið eru skýr og ófrávíkjanleg er unnt að segja já við slíkum viðræðum. Ef einhver vafi er um það verður að segja nei," sagði Kristján Þór Júlíusson annar formanna evrópunefndar flokksins og frambjóðandi til embættis formanns í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason þingmaður flokksins var einarður í andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu og sló á þjóðernislegar nótur og minnti á að Evrópusambandið hafi staðið með Bretum í deilum þeirra við Íslendinga varðandi Icesave reikningana. Og frændi hans Bjarni Benediktsson sem flestir telja að verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins sagði meðal annars að þeir sem áttu von á því að úr þessu hagsmunamati kæmi sú stenfna að flokkurinn ætlaði inn í Evrópusambandið hafi verið á villigötum. „Við höfum komist aftur að þeirri niðurstöðu að okkar hagsmunum er betur borgið utan ESB en innan þess," sagði Bjarni. Kosningar 2009 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum er sú að komast að sömu niðurstöðu og áður um að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið, sagði Bjarni Benediktsson formannsframbjóðandi á landsfundi flokksins í morgun. Mikil andstaða er við aðild Íslands að sambandinu á landsfundinum. Heimir Már Pétursson. Ef sá tónn sem sleginn var af ræðumönnum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í umræðu um Evrópumál í morgun ræður ferðinni um þau mál í flokknum, er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að fara að beita sér fyrir því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Borinn var fram tillaga um að vísa umræðum um evrópumálin frá landsfundi en hún var fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. En í formlegri tillögu sem liggur fyrir fundinum er forystu flokksins falið að leita samkomulags á Alþingi um að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort skuli sótt um aðild. „Afstaða mín er sú að ef kröfur og markmið eru skýr og ófrávíkjanleg er unnt að segja já við slíkum viðræðum. Ef einhver vafi er um það verður að segja nei," sagði Kristján Þór Júlíusson annar formanna evrópunefndar flokksins og frambjóðandi til embættis formanns í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason þingmaður flokksins var einarður í andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu og sló á þjóðernislegar nótur og minnti á að Evrópusambandið hafi staðið með Bretum í deilum þeirra við Íslendinga varðandi Icesave reikningana. Og frændi hans Bjarni Benediktsson sem flestir telja að verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins sagði meðal annars að þeir sem áttu von á því að úr þessu hagsmunamati kæmi sú stenfna að flokkurinn ætlaði inn í Evrópusambandið hafi verið á villigötum. „Við höfum komist aftur að þeirri niðurstöðu að okkar hagsmunum er betur borgið utan ESB en innan þess," sagði Bjarni.
Kosningar 2009 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira