Freyr: Svekktur að fara ekki áfram en stoltur af liðinu Ómar Þorgeirsson skrifar 7. október 2009 18:30 Freyr Alexandersson, þjálfari Vals. Mynd/Valli „Þetta var bara eltingarleikur fyrir okkur og þá sérstaklega eftir að þær komust yfir. Það var mjög svekkjandi og gerði okkur óneitanlega erfitt fyrir. Ég er hins vegar mjög ánægður með hugarfarið hjá mínu liði því stelpurnar héldu áfram að berjast og voru enn að hlaupa á fullu þegar voru komnar níutíu og tvær mínútur á klukkuna. Þannig þekki ég þessar stelpur og þannig vill ég hafa þær. Þær gefast aldrei upp og eru sannir íþróttamenn. Ég er auðvitað mjög svekktur að fara ekki áfram en ég er að sama skapi mjög stoltur af liðinu," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, í leikslok eftir 1-2 tap gegn Torres í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar UEFA kvenna. Torres vann einvígið því samanlagt 6-2 en Freyr vill ekki meina að sú niðurstaða gefi rétta mynd af styrkleikamuni liðanna, án þess þó að taka neitt af þeim ítölsku. „Útileikurinn var of stór pakki fyrir okkur en mér finnst samanlögðu úrslitin 6-2 ekki gefa rétta mynd af þessu. Liðin eru að mínu mati jöfn af styrkleika en við fórum illa að ráði okkar í fyrri leiknum og þurfum að sætta okkur við það. Ég tek samt ekkert af þessu ítalska liði því þær eiga marga góða leikmenn eins og við og þær eiga eftir að fara langt í þessarri keppni. Við náðum annars að halda Patriziu Panico [landsliðskonu Ítalíu] niðri stærstan hluta af leiknum en hún lagði samt upp eitt mark og skoraði annað og það sýnir bara hversu góður leikmaður hún er," sagði Freyr að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
„Þetta var bara eltingarleikur fyrir okkur og þá sérstaklega eftir að þær komust yfir. Það var mjög svekkjandi og gerði okkur óneitanlega erfitt fyrir. Ég er hins vegar mjög ánægður með hugarfarið hjá mínu liði því stelpurnar héldu áfram að berjast og voru enn að hlaupa á fullu þegar voru komnar níutíu og tvær mínútur á klukkuna. Þannig þekki ég þessar stelpur og þannig vill ég hafa þær. Þær gefast aldrei upp og eru sannir íþróttamenn. Ég er auðvitað mjög svekktur að fara ekki áfram en ég er að sama skapi mjög stoltur af liðinu," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, í leikslok eftir 1-2 tap gegn Torres í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar UEFA kvenna. Torres vann einvígið því samanlagt 6-2 en Freyr vill ekki meina að sú niðurstaða gefi rétta mynd af styrkleikamuni liðanna, án þess þó að taka neitt af þeim ítölsku. „Útileikurinn var of stór pakki fyrir okkur en mér finnst samanlögðu úrslitin 6-2 ekki gefa rétta mynd af þessu. Liðin eru að mínu mati jöfn af styrkleika en við fórum illa að ráði okkar í fyrri leiknum og þurfum að sætta okkur við það. Ég tek samt ekkert af þessu ítalska liði því þær eiga marga góða leikmenn eins og við og þær eiga eftir að fara langt í þessarri keppni. Við náðum annars að halda Patriziu Panico [landsliðskonu Ítalíu] niðri stærstan hluta af leiknum en hún lagði samt upp eitt mark og skoraði annað og það sýnir bara hversu góður leikmaður hún er," sagði Freyr að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira