Segir Vigdísi hafa óskað eftir starfslokum 25. mars 2009 16:18 Gylfi Arnbjörnsson Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að Vigdís Hauksdóttir hafi óskað eftir starfslokum hjá sambandinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gylfa en þar segir einnig að Alþýðusamband Íslands hafni því alfarið að Vigdís hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna. „Vigdís Hauksdóttir hringdi í mig snemma morguns laugardaginn 7. mars sl. og tjáði mér að sér hefði verið boðið 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjarvíkurkjördæmi suður. Þar með var hún orðin oddviti flokksins í kjördæminu og væntanlegur þingmaður," segir í yfirlýsingu Gylfa. Þá segir hann að þau hafi rætt málin í mikilli vinsemd og niðurstaðan hefði verið sú að það færi ekki saman að leiða framboðslista stjórnmálaflokks og vera starfsmaður Alþýðusambandsins. „Það var Vigdís sem óskaði eftir starfslokum við þessar aðstæður og varð það sameiginleg niðurstaða okkar að þau yrðu þegar í stað. Þótti mér miður að missa hana úr starfi hjá lögfræðideild ASÍ enda góður starfskraftur." Gylfi segir síðan að það hafi ekki verið að því fundið þótt starfsmenn ASÍ hafi sinnt pólitísku starfi. Í því sambandi nefnir hann að Vigdís hafi átt sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins og hafi verið varaþingmaður flokksins og setið í nefndum og ráðum á vegum flokksins. „Nokkuð sem okkur var fyllilega ljóst þegar Vigdís var ráðin til starfa og við töldum henni til framdráttar. Þegar hins vegar svo er komið að fólk er farið að leiða lista og á þingsæti víst, þá er rétt að leiðir skilji." Gylfi segir að afloknum kosningum hefði að sjálfsögðu getað komið upp ný staða og þá hefði það verið verkefni þeirra að vinna úr því. „Ég harma það með hvaða hætti þessi fyrrverandi starfsmaður kýs að ljúka samskiptum sínum við Alþýðusamband Íslands og hafna því með öllu að hún hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna." Kosningar 2009 Tengdar fréttir Pólitískar nornaveiðar innan ASÍ Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði félagsmálaráðherra út í mál Vigdísar Hauksdóttur samflokkssystur sinnar á Alþingi í dag. Vígdísi var ekki veitt launalaust leyfi sem hún sótti um þegar hún tók þátt í prófkjöri fyrir Framsóknarflokkinn. Siv benti á að Magnús Norðdal lögfræðingur hjá ASÍ hefði hinsvegar fengið launalaust leyfi þegar hann tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Siv sagði þetta lykta af pólitískum nornaveiðum og kallaði eftir upplýsingum frá félagsmálaráðherra um málið. 25. mars 2009 13:47 Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að Vigdís Hauksdóttir hafi óskað eftir starfslokum hjá sambandinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gylfa en þar segir einnig að Alþýðusamband Íslands hafni því alfarið að Vigdís hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna. „Vigdís Hauksdóttir hringdi í mig snemma morguns laugardaginn 7. mars sl. og tjáði mér að sér hefði verið boðið 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjarvíkurkjördæmi suður. Þar með var hún orðin oddviti flokksins í kjördæminu og væntanlegur þingmaður," segir í yfirlýsingu Gylfa. Þá segir hann að þau hafi rætt málin í mikilli vinsemd og niðurstaðan hefði verið sú að það færi ekki saman að leiða framboðslista stjórnmálaflokks og vera starfsmaður Alþýðusambandsins. „Það var Vigdís sem óskaði eftir starfslokum við þessar aðstæður og varð það sameiginleg niðurstaða okkar að þau yrðu þegar í stað. Þótti mér miður að missa hana úr starfi hjá lögfræðideild ASÍ enda góður starfskraftur." Gylfi segir síðan að það hafi ekki verið að því fundið þótt starfsmenn ASÍ hafi sinnt pólitísku starfi. Í því sambandi nefnir hann að Vigdís hafi átt sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins og hafi verið varaþingmaður flokksins og setið í nefndum og ráðum á vegum flokksins. „Nokkuð sem okkur var fyllilega ljóst þegar Vigdís var ráðin til starfa og við töldum henni til framdráttar. Þegar hins vegar svo er komið að fólk er farið að leiða lista og á þingsæti víst, þá er rétt að leiðir skilji." Gylfi segir að afloknum kosningum hefði að sjálfsögðu getað komið upp ný staða og þá hefði það verið verkefni þeirra að vinna úr því. „Ég harma það með hvaða hætti þessi fyrrverandi starfsmaður kýs að ljúka samskiptum sínum við Alþýðusamband Íslands og hafna því með öllu að hún hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna."
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Pólitískar nornaveiðar innan ASÍ Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði félagsmálaráðherra út í mál Vigdísar Hauksdóttur samflokkssystur sinnar á Alþingi í dag. Vígdísi var ekki veitt launalaust leyfi sem hún sótti um þegar hún tók þátt í prófkjöri fyrir Framsóknarflokkinn. Siv benti á að Magnús Norðdal lögfræðingur hjá ASÍ hefði hinsvegar fengið launalaust leyfi þegar hann tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Siv sagði þetta lykta af pólitískum nornaveiðum og kallaði eftir upplýsingum frá félagsmálaráðherra um málið. 25. mars 2009 13:47 Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Pólitískar nornaveiðar innan ASÍ Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði félagsmálaráðherra út í mál Vigdísar Hauksdóttur samflokkssystur sinnar á Alþingi í dag. Vígdísi var ekki veitt launalaust leyfi sem hún sótti um þegar hún tók þátt í prófkjöri fyrir Framsóknarflokkinn. Siv benti á að Magnús Norðdal lögfræðingur hjá ASÍ hefði hinsvegar fengið launalaust leyfi þegar hann tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Siv sagði þetta lykta af pólitískum nornaveiðum og kallaði eftir upplýsingum frá félagsmálaráðherra um málið. 25. mars 2009 13:47
Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20