Talið að stýrivextir á evrusvæðinu lækki um 0,5 prósentustig 15. janúar 2009 11:55 Seðlabanki Evrópu tilkynnir um vaxtaákvörðun sína rétt eftir hádegið í dag. Flestir búast við að vextirnir verði lækkaðir um 0,5 prósentustig. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að vextir á evrusvæðinu standa nú í 2,5% eftir að hafa verið lækkaðir hratt á haustmánuðum. Í október voru vextirnir 4,25% og hafa því lækkað um 1,75 prósentustig á þremur mánuðum en Seðlabanki Evrópu hefur líkt og velflestir aðrir seðlabankar í heiminum verið að lækka vexti sína undanfarna mánuði til að bregðast við vaxandi efnahagsvá í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Samkvæmt skoðanakönnun Reuters gera langflestir greinendur ráð fyrir að vextir verði lækkaðir um 0,50 prósentustig í dag og vextir verði í kjölfarið 2%. Minnihluti greinenda gerir ráð fyrir að vaxtalækkunin nemi 0,25 prósentustigum. Þá gera flestir greinendur ráð fyrir að vextir haldi áfram að lækka á næstu mánuðum eftir því sem hægir á hagkerfum evrusvæðisins á komandi mánuðum. Búist er við að vextir verði orðnir 1,5% um mitt ár.Verðbólga hefur minnkað hratt á evrusvvæðinu og er komin undir 2% markmið seðlabanka Evrópu. Reiknað er með að hún haldi áfram að lækka og jafnvel talin hætta á verðhjöðnun á næstu mánuðum. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Seðlabanki Evrópu tilkynnir um vaxtaákvörðun sína rétt eftir hádegið í dag. Flestir búast við að vextirnir verði lækkaðir um 0,5 prósentustig. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að vextir á evrusvæðinu standa nú í 2,5% eftir að hafa verið lækkaðir hratt á haustmánuðum. Í október voru vextirnir 4,25% og hafa því lækkað um 1,75 prósentustig á þremur mánuðum en Seðlabanki Evrópu hefur líkt og velflestir aðrir seðlabankar í heiminum verið að lækka vexti sína undanfarna mánuði til að bregðast við vaxandi efnahagsvá í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Samkvæmt skoðanakönnun Reuters gera langflestir greinendur ráð fyrir að vextir verði lækkaðir um 0,50 prósentustig í dag og vextir verði í kjölfarið 2%. Minnihluti greinenda gerir ráð fyrir að vaxtalækkunin nemi 0,25 prósentustigum. Þá gera flestir greinendur ráð fyrir að vextir haldi áfram að lækka á næstu mánuðum eftir því sem hægir á hagkerfum evrusvæðisins á komandi mánuðum. Búist er við að vextir verði orðnir 1,5% um mitt ár.Verðbólga hefur minnkað hratt á evrusvvæðinu og er komin undir 2% markmið seðlabanka Evrópu. Reiknað er með að hún haldi áfram að lækka og jafnvel talin hætta á verðhjöðnun á næstu mánuðum.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira