Talið að stýrivextir á evrusvæðinu lækki um 0,5 prósentustig 15. janúar 2009 11:55 Seðlabanki Evrópu tilkynnir um vaxtaákvörðun sína rétt eftir hádegið í dag. Flestir búast við að vextirnir verði lækkaðir um 0,5 prósentustig. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að vextir á evrusvæðinu standa nú í 2,5% eftir að hafa verið lækkaðir hratt á haustmánuðum. Í október voru vextirnir 4,25% og hafa því lækkað um 1,75 prósentustig á þremur mánuðum en Seðlabanki Evrópu hefur líkt og velflestir aðrir seðlabankar í heiminum verið að lækka vexti sína undanfarna mánuði til að bregðast við vaxandi efnahagsvá í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Samkvæmt skoðanakönnun Reuters gera langflestir greinendur ráð fyrir að vextir verði lækkaðir um 0,50 prósentustig í dag og vextir verði í kjölfarið 2%. Minnihluti greinenda gerir ráð fyrir að vaxtalækkunin nemi 0,25 prósentustigum. Þá gera flestir greinendur ráð fyrir að vextir haldi áfram að lækka á næstu mánuðum eftir því sem hægir á hagkerfum evrusvæðisins á komandi mánuðum. Búist er við að vextir verði orðnir 1,5% um mitt ár.Verðbólga hefur minnkað hratt á evrusvvæðinu og er komin undir 2% markmið seðlabanka Evrópu. Reiknað er með að hún haldi áfram að lækka og jafnvel talin hætta á verðhjöðnun á næstu mánuðum. Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Seðlabanki Evrópu tilkynnir um vaxtaákvörðun sína rétt eftir hádegið í dag. Flestir búast við að vextirnir verði lækkaðir um 0,5 prósentustig. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að vextir á evrusvæðinu standa nú í 2,5% eftir að hafa verið lækkaðir hratt á haustmánuðum. Í október voru vextirnir 4,25% og hafa því lækkað um 1,75 prósentustig á þremur mánuðum en Seðlabanki Evrópu hefur líkt og velflestir aðrir seðlabankar í heiminum verið að lækka vexti sína undanfarna mánuði til að bregðast við vaxandi efnahagsvá í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Samkvæmt skoðanakönnun Reuters gera langflestir greinendur ráð fyrir að vextir verði lækkaðir um 0,50 prósentustig í dag og vextir verði í kjölfarið 2%. Minnihluti greinenda gerir ráð fyrir að vaxtalækkunin nemi 0,25 prósentustigum. Þá gera flestir greinendur ráð fyrir að vextir haldi áfram að lækka á næstu mánuðum eftir því sem hægir á hagkerfum evrusvæðisins á komandi mánuðum. Búist er við að vextir verði orðnir 1,5% um mitt ár.Verðbólga hefur minnkað hratt á evrusvvæðinu og er komin undir 2% markmið seðlabanka Evrópu. Reiknað er með að hún haldi áfram að lækka og jafnvel talin hætta á verðhjöðnun á næstu mánuðum.
Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent