Kreppan herjar á Dani, skuldir og gjaldþrot aukast 6. október 2009 09:08 Danmörk verður hart úti í fjármálakreppu heimsins. Skuldir hins opinbera aukast hröðum skrefum sem og gjaldþrotum hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hefur fjöldi nauðungaruppboða sjaldan verið meiri. Í umfjöllun danskra fjölmiðla um ástandið kemur fram að ljósi punkturinn í þessari þróun er að aðeins dró úr gjaldþrotum og nauðungaruppboðum milli mánaðanna ágúst og september. Alls urðu 458 fyrirtæki gjaldþrota í september sem er 4% minni fjöldi en í ágúst. Í þessum gjaldþrotum misstu 1.259 manns vinnuna. Þá voru 395 nauðungaruppboð haldin í september sem er 6% minni fjöldi en í ágúst, samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. Gjaldþrotin í ár hafa aukið verulega á greiðslubyrði Ábyrgðarsjóðs launa (LG) í Danmörku en þar á bæ reikna menn með að þurfa að greiða út tvöfalt hærri upphæð en í fyrra. Allt árið í fyrra leituðu 19.000 einstaklingar til LG vegna gjaldþrota fyrirtækja og námu greiðslur sjóðsins um 500 milljónum danskra kr. Fram til september í ár var þessi fjöldi kominn í 24.000 einstaklinga og greiðslur ársins voru komnar í 800 milljónir danskra kr. Ekki blæs byrlegar í fjármálum hins opinbera í Danmörku. Fjárlagahallinn mun nema 5 milljörðum danskra kr. í ár eða um 120 milljörðum kr. og reiknað er með að hallinn verði álíka á næsta ári. Þar með ná heildarskuldir ríkissjóðs upp í 90 milljarða danskra kr. eða tæplega 2.200 milljörðum kr. Þetta samsvarar um 5% af landsframleiðslu landsins. Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Danmörk verður hart úti í fjármálakreppu heimsins. Skuldir hins opinbera aukast hröðum skrefum sem og gjaldþrotum hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hefur fjöldi nauðungaruppboða sjaldan verið meiri. Í umfjöllun danskra fjölmiðla um ástandið kemur fram að ljósi punkturinn í þessari þróun er að aðeins dró úr gjaldþrotum og nauðungaruppboðum milli mánaðanna ágúst og september. Alls urðu 458 fyrirtæki gjaldþrota í september sem er 4% minni fjöldi en í ágúst. Í þessum gjaldþrotum misstu 1.259 manns vinnuna. Þá voru 395 nauðungaruppboð haldin í september sem er 6% minni fjöldi en í ágúst, samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. Gjaldþrotin í ár hafa aukið verulega á greiðslubyrði Ábyrgðarsjóðs launa (LG) í Danmörku en þar á bæ reikna menn með að þurfa að greiða út tvöfalt hærri upphæð en í fyrra. Allt árið í fyrra leituðu 19.000 einstaklingar til LG vegna gjaldþrota fyrirtækja og námu greiðslur sjóðsins um 500 milljónum danskra kr. Fram til september í ár var þessi fjöldi kominn í 24.000 einstaklinga og greiðslur ársins voru komnar í 800 milljónir danskra kr. Ekki blæs byrlegar í fjármálum hins opinbera í Danmörku. Fjárlagahallinn mun nema 5 milljörðum danskra kr. í ár eða um 120 milljörðum kr. og reiknað er með að hallinn verði álíka á næsta ári. Þar með ná heildarskuldir ríkissjóðs upp í 90 milljarða danskra kr. eða tæplega 2.200 milljörðum kr. Þetta samsvarar um 5% af landsframleiðslu landsins.
Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira