Clinton fundaði með Kim Jong-il Guðjón Helgason skrifar 4. ágúst 2009 18:51 Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, átti í dag fund með Kim Jong-il, hinum umdeilda leiðtoga Norður-Kóreu. Clinton kom í óvænta heimsókn til Norður-Kóreu í morgun. Ekkert var gefið upp í byrjun hverja hann myndi ræða við og þá um hvað. Talið var að hann væri að reyna að tryggja lausn tveggja bandarískra sjónvarpsfréttakvenna sem handteknar voru í Norður-Kóreu og sakaðar um að hafa ferðast ólöglega til landsins. Þær voru dæmdar í tólf ára þrælkunarvinnu. Einnig var talið að fyrrverandi forsetinn myndi reyna að liðka um fyrir viðræðum vegna kjarnorkudeilu Norður-Kóreumanna við vesturveldin og nágrannaríki. Fulltrúi Hvíta hússins sagði í morgun að Clinton færi til Norður-Kóreu á eigin vegum og væri ekki þar sem fulltrúi bandarískra stjórnvalda. Sérfræðingar í alþjóðamálum sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við telja þó nær útilokað að forsetinn fyrrverandi hafi farið í slíka ferð án þess að hafa fullan stuðning frá Hvíta húsinu. Clinton átti síðan í dag fund með Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, en fregnir hafa borist síðustu mánuði af því að hann sé heilsutæpur og undirbúi að eftirláta syni sínum völdin í landinu. Ríkisfréttastöðin í Norður-Kóreu birti myndir af fundi Clintons og Kim Jong-il og var sagt að fjölmörg mál hafi verið rædd án þess að nánar væri greint frá því hvað þeim hafi farið á milli. Clinton hafi borið Kóreuleiðtoganum skilaboð frá Barack Obama Bandaríkjaforseta. Því vísar Hvíta húsið á bug. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, átti í dag fund með Kim Jong-il, hinum umdeilda leiðtoga Norður-Kóreu. Clinton kom í óvænta heimsókn til Norður-Kóreu í morgun. Ekkert var gefið upp í byrjun hverja hann myndi ræða við og þá um hvað. Talið var að hann væri að reyna að tryggja lausn tveggja bandarískra sjónvarpsfréttakvenna sem handteknar voru í Norður-Kóreu og sakaðar um að hafa ferðast ólöglega til landsins. Þær voru dæmdar í tólf ára þrælkunarvinnu. Einnig var talið að fyrrverandi forsetinn myndi reyna að liðka um fyrir viðræðum vegna kjarnorkudeilu Norður-Kóreumanna við vesturveldin og nágrannaríki. Fulltrúi Hvíta hússins sagði í morgun að Clinton færi til Norður-Kóreu á eigin vegum og væri ekki þar sem fulltrúi bandarískra stjórnvalda. Sérfræðingar í alþjóðamálum sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við telja þó nær útilokað að forsetinn fyrrverandi hafi farið í slíka ferð án þess að hafa fullan stuðning frá Hvíta húsinu. Clinton átti síðan í dag fund með Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, en fregnir hafa borist síðustu mánuði af því að hann sé heilsutæpur og undirbúi að eftirláta syni sínum völdin í landinu. Ríkisfréttastöðin í Norður-Kóreu birti myndir af fundi Clintons og Kim Jong-il og var sagt að fjölmörg mál hafi verið rædd án þess að nánar væri greint frá því hvað þeim hafi farið á milli. Clinton hafi borið Kóreuleiðtoganum skilaboð frá Barack Obama Bandaríkjaforseta. Því vísar Hvíta húsið á bug.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira