Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fékk tvær milljónir króna frá Baugi í prófkjöri flokksins árið 2006 vegna þingkosninganna árið eftir. Þetta er sama upphæð og hann fékk frá FL Group í sama prófkjöri. Þetta fullyrðir fréttavefur DV, dv.is, í dag en þeir hafa undir höndum lista yfir þá sem fengu styrki frá Baugi í prófkjörinu.
Þá segir einnig að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins hafi þegið styrki frá Baugi.
Guðlaugur Þór hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu í dag.
Fékk tvær milljónir frá Baugi
