Velmegunarístran 17. desember 2009 06:00 Viðskiptaráð birti í gær athugasemdir við fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar. Álit ráðsins er almennt vel ígrundað og rökfast. Þar er meðal annars bent á að megnið af aðlögunaraðgerðum til að mæta vanda ríkissjóðs sé í formi skattahækkana og að ekki sé lögð næg áhersla á nauðsynlegan niðurskurð og aðhald í ríkisrekstrinum. Þetta er réttmæt gagnrýni. Útgjöld ríkisins hafa þanist út og starfsmönnum hins opinbera hefur fjölgað óhóflega. Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson orðaði þetta ágætlega í pistli á heimasíðu sinni fyrir skömmu þegar hann benti á að: „Bara í stjórnsýslunni sjálfri væri hægt að ná fram miklum sparnaði. Þar hefur safnast saman fitulag sem hægt er að skera burt." Gísla láðist hins vegar að geta þess að ríkið hljóp ekki í spik og safnaði velmegunarístru, eins og útgerðarmaður eða heildsali í sögu frá síðustu öld, á þeim fáu mánuðum sem núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Bumban varð til á mörgum árum þegar flokksbræður hans og -systur stýrðu landinu. Pistlahöfundarnir á hinu hægrisinnaða vefriti Andríki fóru yfir þessa stöðu af hreinskilni skömmu eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Þar var bent á nokkur af þeim málum, stórum og smáum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið að síðastliðin ár. Hér eru nokkur atriði af lista Andríkismanna frá því í mars: Stjórnmálaflokkarnir voru settir á fullt framfæri ríkisins í lok árs 2006, tekjuskattur einstaklinga var hækkaður úr áður lögfestum 34,72% í 35,72% í byrjun árs 2007, ríkisútgjöld hafa aldrei aukist jafnmikið á tveimur árum og frá 2006 til 2008. Á þessum tveimur árum hækkuðu þau um 35 prósent eða 120 þúsund milljónir króna, tekjuskatturinn var hækkaður aftur um síðustu áramót, nú úr 35,72% í 37,20%, gripið var til dýrustu „mótvægisaðgerða" Íslandssögunar í minnsta atvinnuleysi sögunnar árið 2007, gerðar voru sértækar lækkanir á virðisaukaskatti í stað almennra lækkana í ársbyrjun 2007, gjaldeyrishöft voru lögð á landsmenn haustið 2008, stórfelld þjóðnýting banka og fyrirtækja hófst haustið 2008 og stendur enn yfir, óskýr lagasetning um innstæðutryggingar á grundvelli tilskipunar ESB færði skattgreiðendum ábyrgðina á Icesave og gæti gert ríkissjóð gjaldþrota, ríkissjóður fór úr því að vera sagður skuldlaus í það að enginn treystir sér til að segja til um hve skuldirnar eru miklar. Niðurstaða Andríkismanna var að Sjálfstæðisflokkurinn hefði látið undan síga á nær öllum hugmyndafræðilegum vígstöðvum sínum á síðustu árum, til dæmis hefðu allir viðstaddir þingmenn flokksins greitt atkvæði með hækkun á tekjuskatti einstaklinga um síðustu áramót. Af þessari upptalningu Andríkismanna er auðvelt að sjá að þeir sem aðhyllast minni ríkisrekstur og hóflega skattheimtu eiga sér ekki trúverðuga málsvara á Alþingi. Það er afleit staða við núverandi aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð birti í gær athugasemdir við fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar. Álit ráðsins er almennt vel ígrundað og rökfast. Þar er meðal annars bent á að megnið af aðlögunaraðgerðum til að mæta vanda ríkissjóðs sé í formi skattahækkana og að ekki sé lögð næg áhersla á nauðsynlegan niðurskurð og aðhald í ríkisrekstrinum. Þetta er réttmæt gagnrýni. Útgjöld ríkisins hafa þanist út og starfsmönnum hins opinbera hefur fjölgað óhóflega. Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson orðaði þetta ágætlega í pistli á heimasíðu sinni fyrir skömmu þegar hann benti á að: „Bara í stjórnsýslunni sjálfri væri hægt að ná fram miklum sparnaði. Þar hefur safnast saman fitulag sem hægt er að skera burt." Gísla láðist hins vegar að geta þess að ríkið hljóp ekki í spik og safnaði velmegunarístru, eins og útgerðarmaður eða heildsali í sögu frá síðustu öld, á þeim fáu mánuðum sem núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Bumban varð til á mörgum árum þegar flokksbræður hans og -systur stýrðu landinu. Pistlahöfundarnir á hinu hægrisinnaða vefriti Andríki fóru yfir þessa stöðu af hreinskilni skömmu eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Þar var bent á nokkur af þeim málum, stórum og smáum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið að síðastliðin ár. Hér eru nokkur atriði af lista Andríkismanna frá því í mars: Stjórnmálaflokkarnir voru settir á fullt framfæri ríkisins í lok árs 2006, tekjuskattur einstaklinga var hækkaður úr áður lögfestum 34,72% í 35,72% í byrjun árs 2007, ríkisútgjöld hafa aldrei aukist jafnmikið á tveimur árum og frá 2006 til 2008. Á þessum tveimur árum hækkuðu þau um 35 prósent eða 120 þúsund milljónir króna, tekjuskatturinn var hækkaður aftur um síðustu áramót, nú úr 35,72% í 37,20%, gripið var til dýrustu „mótvægisaðgerða" Íslandssögunar í minnsta atvinnuleysi sögunnar árið 2007, gerðar voru sértækar lækkanir á virðisaukaskatti í stað almennra lækkana í ársbyrjun 2007, gjaldeyrishöft voru lögð á landsmenn haustið 2008, stórfelld þjóðnýting banka og fyrirtækja hófst haustið 2008 og stendur enn yfir, óskýr lagasetning um innstæðutryggingar á grundvelli tilskipunar ESB færði skattgreiðendum ábyrgðina á Icesave og gæti gert ríkissjóð gjaldþrota, ríkissjóður fór úr því að vera sagður skuldlaus í það að enginn treystir sér til að segja til um hve skuldirnar eru miklar. Niðurstaða Andríkismanna var að Sjálfstæðisflokkurinn hefði látið undan síga á nær öllum hugmyndafræðilegum vígstöðvum sínum á síðustu árum, til dæmis hefðu allir viðstaddir þingmenn flokksins greitt atkvæði með hækkun á tekjuskatti einstaklinga um síðustu áramót. Af þessari upptalningu Andríkismanna er auðvelt að sjá að þeir sem aðhyllast minni ríkisrekstur og hóflega skattheimtu eiga sér ekki trúverðuga málsvara á Alþingi. Það er afleit staða við núverandi aðstæður.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar