Umfjöllun: Tap gegn Austurríki Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. ágúst 2009 18:24 Sigurður þjálfari hefur ekki verið ánægður með leik Íslands í dag. Mynd/Stefán Ísland hafnaði í fjórða sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í körfubolta eftir, 76-65, ósigur gegn Austurríki í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Íslenska liðið hóf leikinn afleitlega. Austurríkismenn gátu skorað af vild og ekkert datt í körfuna hinu megin á vellinum. Eftir þrjár og hálfa mínútu var Austurríki komið með ellefu stiga forystu, 13-2. Austurríki náði fimmtán stiga forskoti áður en Íslands skoraði aftur. Um leið og Ísland hætti að leita að þriggja stiga skoti í hverri sókn, liðið klikkaði úr sex slíkum skotum á fyrstu mínútum leiksins, fór leikur liðsins að ganga betur, bæði í vörn og sókn. Ísland minnkaði muninn í sex stig fyrir leikhlé, 23-17. Logi Gunnarsson bar íslenska liðið uppi í fjórðungnum með níu stigum og 100% skotnýtingu. Jón Arnór Stefánsson skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og jafnaði leikinn, 23-23. Jón Arnór skoraði alls ellefu fyrstu stig Íslands í fjórðungnum en hann hefði þurft mun meiri hjálp því Austurríska liðið beit frá sér á nýjan leik og náði átta stiga forystu, 38-30. Ísland endaði fyrri hálfleik á svipuðum nótum liðið hóf hann og gengu Austurríkismenn á lagið og náðu ellefu stiga forystu fyrir hálfleikinn, 45-34. Ísland hitti úr þrem af fjórtán þriggja stiga skotum sínum í hálfleikum en liðið þarf að nýta þau betur gegn liði eins og Austurríki. Jón Arnór skoraði 13 stig í hálfleiknum og Logi Gunnarsson 11 en aðrir leikmenn liðsins náðu sér engan vegin á strik. Ekkert gekk í sóknarleik íslenska liðsins í upphafi síðari hálfleiks og skoraði liðið aðeins tvö stig fyrstu mínútur hans. Það var til happs að sóknarleikur Austurríkis var ekki mikið skárri og því munaði aðeins fjórtán stigum, 52-38. Ísland náði að minnka muninn í sjö stig, 54-47, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta en þá hrundi leikur liðsins og Austurríki náði tólf stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann, 60-48. Ísland hóf síðustu atlöguna að forystu Austurríkis þegar sex mínútur voru til leiksloka. Liðið var tíu stigum undir, 53-63. Þá setti Páll Axel Vilbergsson niður tvær þriggja stiga körfur, hans fyrstu stig í leiknum, og skyndilega munaði aðeins fjórum stigum á liðum og rétt innan við fimm mínútur eftir, 59-63. Sigurður Þorsteinsson minnkaðu muninn í tvö stig í næstu sókn en þá skoruðu gestirnir fimm stig í röð og munurinn var kominn í sjö stig, 68-61, og þrjár mínútur til leiksloka. Nær komst íslenska liðið ekki á lokasprettinum og Austurríki tryggði sér því þriðja sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppninnar með ellefu stiga sigri, 65-76. Stig Íslands: Logi Gunnarsson 17, Jón Arnór Stefánsson 16, Pavel Ermolinskij 10, Páll Axel Vilbergsson 6, Sigurður Þorsteinsson 5, Hlynur Bæringsson 5, Helgi Már Magnússon 3, Hörður Axel Vilhjálmsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Ísland hafnaði í fjórða sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í körfubolta eftir, 76-65, ósigur gegn Austurríki í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Íslenska liðið hóf leikinn afleitlega. Austurríkismenn gátu skorað af vild og ekkert datt í körfuna hinu megin á vellinum. Eftir þrjár og hálfa mínútu var Austurríki komið með ellefu stiga forystu, 13-2. Austurríki náði fimmtán stiga forskoti áður en Íslands skoraði aftur. Um leið og Ísland hætti að leita að þriggja stiga skoti í hverri sókn, liðið klikkaði úr sex slíkum skotum á fyrstu mínútum leiksins, fór leikur liðsins að ganga betur, bæði í vörn og sókn. Ísland minnkaði muninn í sex stig fyrir leikhlé, 23-17. Logi Gunnarsson bar íslenska liðið uppi í fjórðungnum með níu stigum og 100% skotnýtingu. Jón Arnór Stefánsson skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og jafnaði leikinn, 23-23. Jón Arnór skoraði alls ellefu fyrstu stig Íslands í fjórðungnum en hann hefði þurft mun meiri hjálp því Austurríska liðið beit frá sér á nýjan leik og náði átta stiga forystu, 38-30. Ísland endaði fyrri hálfleik á svipuðum nótum liðið hóf hann og gengu Austurríkismenn á lagið og náðu ellefu stiga forystu fyrir hálfleikinn, 45-34. Ísland hitti úr þrem af fjórtán þriggja stiga skotum sínum í hálfleikum en liðið þarf að nýta þau betur gegn liði eins og Austurríki. Jón Arnór skoraði 13 stig í hálfleiknum og Logi Gunnarsson 11 en aðrir leikmenn liðsins náðu sér engan vegin á strik. Ekkert gekk í sóknarleik íslenska liðsins í upphafi síðari hálfleiks og skoraði liðið aðeins tvö stig fyrstu mínútur hans. Það var til happs að sóknarleikur Austurríkis var ekki mikið skárri og því munaði aðeins fjórtán stigum, 52-38. Ísland náði að minnka muninn í sjö stig, 54-47, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta en þá hrundi leikur liðsins og Austurríki náði tólf stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann, 60-48. Ísland hóf síðustu atlöguna að forystu Austurríkis þegar sex mínútur voru til leiksloka. Liðið var tíu stigum undir, 53-63. Þá setti Páll Axel Vilbergsson niður tvær þriggja stiga körfur, hans fyrstu stig í leiknum, og skyndilega munaði aðeins fjórum stigum á liðum og rétt innan við fimm mínútur eftir, 59-63. Sigurður Þorsteinsson minnkaðu muninn í tvö stig í næstu sókn en þá skoruðu gestirnir fimm stig í röð og munurinn var kominn í sjö stig, 68-61, og þrjár mínútur til leiksloka. Nær komst íslenska liðið ekki á lokasprettinum og Austurríki tryggði sér því þriðja sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppninnar með ellefu stiga sigri, 65-76. Stig Íslands: Logi Gunnarsson 17, Jón Arnór Stefánsson 16, Pavel Ermolinskij 10, Páll Axel Vilbergsson 6, Sigurður Þorsteinsson 5, Hlynur Bæringsson 5, Helgi Már Magnússon 3, Hörður Axel Vilhjálmsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira