Umfjöllun: Tap gegn Austurríki Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. ágúst 2009 18:24 Sigurður þjálfari hefur ekki verið ánægður með leik Íslands í dag. Mynd/Stefán Ísland hafnaði í fjórða sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í körfubolta eftir, 76-65, ósigur gegn Austurríki í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Íslenska liðið hóf leikinn afleitlega. Austurríkismenn gátu skorað af vild og ekkert datt í körfuna hinu megin á vellinum. Eftir þrjár og hálfa mínútu var Austurríki komið með ellefu stiga forystu, 13-2. Austurríki náði fimmtán stiga forskoti áður en Íslands skoraði aftur. Um leið og Ísland hætti að leita að þriggja stiga skoti í hverri sókn, liðið klikkaði úr sex slíkum skotum á fyrstu mínútum leiksins, fór leikur liðsins að ganga betur, bæði í vörn og sókn. Ísland minnkaði muninn í sex stig fyrir leikhlé, 23-17. Logi Gunnarsson bar íslenska liðið uppi í fjórðungnum með níu stigum og 100% skotnýtingu. Jón Arnór Stefánsson skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og jafnaði leikinn, 23-23. Jón Arnór skoraði alls ellefu fyrstu stig Íslands í fjórðungnum en hann hefði þurft mun meiri hjálp því Austurríska liðið beit frá sér á nýjan leik og náði átta stiga forystu, 38-30. Ísland endaði fyrri hálfleik á svipuðum nótum liðið hóf hann og gengu Austurríkismenn á lagið og náðu ellefu stiga forystu fyrir hálfleikinn, 45-34. Ísland hitti úr þrem af fjórtán þriggja stiga skotum sínum í hálfleikum en liðið þarf að nýta þau betur gegn liði eins og Austurríki. Jón Arnór skoraði 13 stig í hálfleiknum og Logi Gunnarsson 11 en aðrir leikmenn liðsins náðu sér engan vegin á strik. Ekkert gekk í sóknarleik íslenska liðsins í upphafi síðari hálfleiks og skoraði liðið aðeins tvö stig fyrstu mínútur hans. Það var til happs að sóknarleikur Austurríkis var ekki mikið skárri og því munaði aðeins fjórtán stigum, 52-38. Ísland náði að minnka muninn í sjö stig, 54-47, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta en þá hrundi leikur liðsins og Austurríki náði tólf stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann, 60-48. Ísland hóf síðustu atlöguna að forystu Austurríkis þegar sex mínútur voru til leiksloka. Liðið var tíu stigum undir, 53-63. Þá setti Páll Axel Vilbergsson niður tvær þriggja stiga körfur, hans fyrstu stig í leiknum, og skyndilega munaði aðeins fjórum stigum á liðum og rétt innan við fimm mínútur eftir, 59-63. Sigurður Þorsteinsson minnkaðu muninn í tvö stig í næstu sókn en þá skoruðu gestirnir fimm stig í röð og munurinn var kominn í sjö stig, 68-61, og þrjár mínútur til leiksloka. Nær komst íslenska liðið ekki á lokasprettinum og Austurríki tryggði sér því þriðja sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppninnar með ellefu stiga sigri, 65-76. Stig Íslands: Logi Gunnarsson 17, Jón Arnór Stefánsson 16, Pavel Ermolinskij 10, Páll Axel Vilbergsson 6, Sigurður Þorsteinsson 5, Hlynur Bæringsson 5, Helgi Már Magnússon 3, Hörður Axel Vilhjálmsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
Ísland hafnaði í fjórða sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í körfubolta eftir, 76-65, ósigur gegn Austurríki í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Íslenska liðið hóf leikinn afleitlega. Austurríkismenn gátu skorað af vild og ekkert datt í körfuna hinu megin á vellinum. Eftir þrjár og hálfa mínútu var Austurríki komið með ellefu stiga forystu, 13-2. Austurríki náði fimmtán stiga forskoti áður en Íslands skoraði aftur. Um leið og Ísland hætti að leita að þriggja stiga skoti í hverri sókn, liðið klikkaði úr sex slíkum skotum á fyrstu mínútum leiksins, fór leikur liðsins að ganga betur, bæði í vörn og sókn. Ísland minnkaði muninn í sex stig fyrir leikhlé, 23-17. Logi Gunnarsson bar íslenska liðið uppi í fjórðungnum með níu stigum og 100% skotnýtingu. Jón Arnór Stefánsson skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og jafnaði leikinn, 23-23. Jón Arnór skoraði alls ellefu fyrstu stig Íslands í fjórðungnum en hann hefði þurft mun meiri hjálp því Austurríska liðið beit frá sér á nýjan leik og náði átta stiga forystu, 38-30. Ísland endaði fyrri hálfleik á svipuðum nótum liðið hóf hann og gengu Austurríkismenn á lagið og náðu ellefu stiga forystu fyrir hálfleikinn, 45-34. Ísland hitti úr þrem af fjórtán þriggja stiga skotum sínum í hálfleikum en liðið þarf að nýta þau betur gegn liði eins og Austurríki. Jón Arnór skoraði 13 stig í hálfleiknum og Logi Gunnarsson 11 en aðrir leikmenn liðsins náðu sér engan vegin á strik. Ekkert gekk í sóknarleik íslenska liðsins í upphafi síðari hálfleiks og skoraði liðið aðeins tvö stig fyrstu mínútur hans. Það var til happs að sóknarleikur Austurríkis var ekki mikið skárri og því munaði aðeins fjórtán stigum, 52-38. Ísland náði að minnka muninn í sjö stig, 54-47, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta en þá hrundi leikur liðsins og Austurríki náði tólf stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann, 60-48. Ísland hóf síðustu atlöguna að forystu Austurríkis þegar sex mínútur voru til leiksloka. Liðið var tíu stigum undir, 53-63. Þá setti Páll Axel Vilbergsson niður tvær þriggja stiga körfur, hans fyrstu stig í leiknum, og skyndilega munaði aðeins fjórum stigum á liðum og rétt innan við fimm mínútur eftir, 59-63. Sigurður Þorsteinsson minnkaðu muninn í tvö stig í næstu sókn en þá skoruðu gestirnir fimm stig í röð og munurinn var kominn í sjö stig, 68-61, og þrjár mínútur til leiksloka. Nær komst íslenska liðið ekki á lokasprettinum og Austurríki tryggði sér því þriðja sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppninnar með ellefu stiga sigri, 65-76. Stig Íslands: Logi Gunnarsson 17, Jón Arnór Stefánsson 16, Pavel Ermolinskij 10, Páll Axel Vilbergsson 6, Sigurður Þorsteinsson 5, Hlynur Bæringsson 5, Helgi Már Magnússon 3, Hörður Axel Vilhjálmsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira