Þýfð lögfræði Þórólfur Matthíasson skrifar 12. október 2009 06:00 Þórólfur Matthíasson skrifar um efnahagsmál Sú saga er sögð af Einari Benediktssyni að hann hafi eitt sinn selt erlendum mönnum (enskum?) jörðina Þúfu í Ölfusi. Að kaupum frágengnum hafi hann farið með þeim austur og þegar þeir spurðu um eign sína hafi hann bent á eina þúfuna á jörðinni og snúist á hæli. Í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið er íslenskum stjórnvöldum skylt að haga tryggingu innistæðna í bönkum í samræmi við fyrirmæli í tilskipun Evrópusambandsins 94/19/EC. Samkvæmt tilskipuninni skulu stjórnvöld sjá til þess að fyrstu 20.887 evrurnar á bankareikningum einstaklinga séu tryggðar þó svo banki komist í greiðsluþrot. Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn og nokkrir íslenskir sérfræðingar halda því fram að Ísland hafi uppfyllt sínar skyldur með því að setja lög 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Þau lög kveða á um að fjármálastofnun sem aðild á að sjóðnum skuli greiða sem svarar 1% af innistæðum til sjóðsins. Ofangreindir stjórnmálamenn og sérfræðingar telja að með setningu laga 98/1999 ljúki ábyrgð stjórnvalda gagnvart innistæðutryggingunni í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Með öðrum orðum segja þessir stjórnmálamenn og sérfræðingar að Þúfa sé þúfa og sjóður sé sjóður hver svo sem stærð og greiðslugeta hans sé. Erlendir sérfræðingar og margir innlendir sem ég hef rætt við eru ekki sama sinnis. Þeir segja að selji maður Þúfu dugi ekki að benda á þúfu. Hafi íslenska ríkið undirgengist, með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, að tryggja fyrstu 20.887 evrur á innistæðureikningi í fjármálastofnun þá sé íslenska ríkið ábyrgt fyrir þeirri upphæð óháð því hvaða sjónhverfingar sé reynt að setja á svið að öðru leyti. Evrópudómstóllinn hefur reyndar tekið af öll tvímæli um að ríkisstjórnir einstakra landa innan sambandsins (og innan EES) séu ábyrgar séu tilskipanir ekki lögleiddar bæði að formi og innihaldi, sbr. niðurstöður í máli Francovich gegn Ítalíu frá 1991. Þess ber að lokum að geta að þeir sem best þekkja til orða og æðis Einars Benedikssonar telja að orðaleikurinn um Þúfu og þúfu hafi verið hrekkur en ekki alvara. Hinir erlendu aðilar hafi fengið afhenta þá eign sem þeir keyptu. Enda farnast þeim að jafnaði betur sem heldur gerða samninga en hinum sem leitar allra leiða til að koma sér undan efndum. Höfundur er prófessor í hagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson skrifar um efnahagsmál Sú saga er sögð af Einari Benediktssyni að hann hafi eitt sinn selt erlendum mönnum (enskum?) jörðina Þúfu í Ölfusi. Að kaupum frágengnum hafi hann farið með þeim austur og þegar þeir spurðu um eign sína hafi hann bent á eina þúfuna á jörðinni og snúist á hæli. Í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið er íslenskum stjórnvöldum skylt að haga tryggingu innistæðna í bönkum í samræmi við fyrirmæli í tilskipun Evrópusambandsins 94/19/EC. Samkvæmt tilskipuninni skulu stjórnvöld sjá til þess að fyrstu 20.887 evrurnar á bankareikningum einstaklinga séu tryggðar þó svo banki komist í greiðsluþrot. Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn og nokkrir íslenskir sérfræðingar halda því fram að Ísland hafi uppfyllt sínar skyldur með því að setja lög 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Þau lög kveða á um að fjármálastofnun sem aðild á að sjóðnum skuli greiða sem svarar 1% af innistæðum til sjóðsins. Ofangreindir stjórnmálamenn og sérfræðingar telja að með setningu laga 98/1999 ljúki ábyrgð stjórnvalda gagnvart innistæðutryggingunni í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Með öðrum orðum segja þessir stjórnmálamenn og sérfræðingar að Þúfa sé þúfa og sjóður sé sjóður hver svo sem stærð og greiðslugeta hans sé. Erlendir sérfræðingar og margir innlendir sem ég hef rætt við eru ekki sama sinnis. Þeir segja að selji maður Þúfu dugi ekki að benda á þúfu. Hafi íslenska ríkið undirgengist, með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, að tryggja fyrstu 20.887 evrur á innistæðureikningi í fjármálastofnun þá sé íslenska ríkið ábyrgt fyrir þeirri upphæð óháð því hvaða sjónhverfingar sé reynt að setja á svið að öðru leyti. Evrópudómstóllinn hefur reyndar tekið af öll tvímæli um að ríkisstjórnir einstakra landa innan sambandsins (og innan EES) séu ábyrgar séu tilskipanir ekki lögleiddar bæði að formi og innihaldi, sbr. niðurstöður í máli Francovich gegn Ítalíu frá 1991. Þess ber að lokum að geta að þeir sem best þekkja til orða og æðis Einars Benedikssonar telja að orðaleikurinn um Þúfu og þúfu hafi verið hrekkur en ekki alvara. Hinir erlendu aðilar hafi fengið afhenta þá eign sem þeir keyptu. Enda farnast þeim að jafnaði betur sem heldur gerða samninga en hinum sem leitar allra leiða til að koma sér undan efndum. Höfundur er prófessor í hagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun