Þýfð lögfræði Þórólfur Matthíasson skrifar 12. október 2009 06:00 Þórólfur Matthíasson skrifar um efnahagsmál Sú saga er sögð af Einari Benediktssyni að hann hafi eitt sinn selt erlendum mönnum (enskum?) jörðina Þúfu í Ölfusi. Að kaupum frágengnum hafi hann farið með þeim austur og þegar þeir spurðu um eign sína hafi hann bent á eina þúfuna á jörðinni og snúist á hæli. Í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið er íslenskum stjórnvöldum skylt að haga tryggingu innistæðna í bönkum í samræmi við fyrirmæli í tilskipun Evrópusambandsins 94/19/EC. Samkvæmt tilskipuninni skulu stjórnvöld sjá til þess að fyrstu 20.887 evrurnar á bankareikningum einstaklinga séu tryggðar þó svo banki komist í greiðsluþrot. Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn og nokkrir íslenskir sérfræðingar halda því fram að Ísland hafi uppfyllt sínar skyldur með því að setja lög 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Þau lög kveða á um að fjármálastofnun sem aðild á að sjóðnum skuli greiða sem svarar 1% af innistæðum til sjóðsins. Ofangreindir stjórnmálamenn og sérfræðingar telja að með setningu laga 98/1999 ljúki ábyrgð stjórnvalda gagnvart innistæðutryggingunni í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Með öðrum orðum segja þessir stjórnmálamenn og sérfræðingar að Þúfa sé þúfa og sjóður sé sjóður hver svo sem stærð og greiðslugeta hans sé. Erlendir sérfræðingar og margir innlendir sem ég hef rætt við eru ekki sama sinnis. Þeir segja að selji maður Þúfu dugi ekki að benda á þúfu. Hafi íslenska ríkið undirgengist, með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, að tryggja fyrstu 20.887 evrur á innistæðureikningi í fjármálastofnun þá sé íslenska ríkið ábyrgt fyrir þeirri upphæð óháð því hvaða sjónhverfingar sé reynt að setja á svið að öðru leyti. Evrópudómstóllinn hefur reyndar tekið af öll tvímæli um að ríkisstjórnir einstakra landa innan sambandsins (og innan EES) séu ábyrgar séu tilskipanir ekki lögleiddar bæði að formi og innihaldi, sbr. niðurstöður í máli Francovich gegn Ítalíu frá 1991. Þess ber að lokum að geta að þeir sem best þekkja til orða og æðis Einars Benedikssonar telja að orðaleikurinn um Þúfu og þúfu hafi verið hrekkur en ekki alvara. Hinir erlendu aðilar hafi fengið afhenta þá eign sem þeir keyptu. Enda farnast þeim að jafnaði betur sem heldur gerða samninga en hinum sem leitar allra leiða til að koma sér undan efndum. Höfundur er prófessor í hagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson skrifar um efnahagsmál Sú saga er sögð af Einari Benediktssyni að hann hafi eitt sinn selt erlendum mönnum (enskum?) jörðina Þúfu í Ölfusi. Að kaupum frágengnum hafi hann farið með þeim austur og þegar þeir spurðu um eign sína hafi hann bent á eina þúfuna á jörðinni og snúist á hæli. Í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið er íslenskum stjórnvöldum skylt að haga tryggingu innistæðna í bönkum í samræmi við fyrirmæli í tilskipun Evrópusambandsins 94/19/EC. Samkvæmt tilskipuninni skulu stjórnvöld sjá til þess að fyrstu 20.887 evrurnar á bankareikningum einstaklinga séu tryggðar þó svo banki komist í greiðsluþrot. Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn og nokkrir íslenskir sérfræðingar halda því fram að Ísland hafi uppfyllt sínar skyldur með því að setja lög 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Þau lög kveða á um að fjármálastofnun sem aðild á að sjóðnum skuli greiða sem svarar 1% af innistæðum til sjóðsins. Ofangreindir stjórnmálamenn og sérfræðingar telja að með setningu laga 98/1999 ljúki ábyrgð stjórnvalda gagnvart innistæðutryggingunni í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Með öðrum orðum segja þessir stjórnmálamenn og sérfræðingar að Þúfa sé þúfa og sjóður sé sjóður hver svo sem stærð og greiðslugeta hans sé. Erlendir sérfræðingar og margir innlendir sem ég hef rætt við eru ekki sama sinnis. Þeir segja að selji maður Þúfu dugi ekki að benda á þúfu. Hafi íslenska ríkið undirgengist, með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, að tryggja fyrstu 20.887 evrur á innistæðureikningi í fjármálastofnun þá sé íslenska ríkið ábyrgt fyrir þeirri upphæð óháð því hvaða sjónhverfingar sé reynt að setja á svið að öðru leyti. Evrópudómstóllinn hefur reyndar tekið af öll tvímæli um að ríkisstjórnir einstakra landa innan sambandsins (og innan EES) séu ábyrgar séu tilskipanir ekki lögleiddar bæði að formi og innihaldi, sbr. niðurstöður í máli Francovich gegn Ítalíu frá 1991. Þess ber að lokum að geta að þeir sem best þekkja til orða og æðis Einars Benedikssonar telja að orðaleikurinn um Þúfu og þúfu hafi verið hrekkur en ekki alvara. Hinir erlendu aðilar hafi fengið afhenta þá eign sem þeir keyptu. Enda farnast þeim að jafnaði betur sem heldur gerða samninga en hinum sem leitar allra leiða til að koma sér undan efndum. Höfundur er prófessor í hagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun