Ríkisstjórnarfundur er iðulega haldinn á þriðjudagsmorgnum í Stjórnarráði Íslands. Hinsvegar er enginn fundur á dagskrá í dag. Skýringin sem gefin er fyrir því er að ekkert liggi fyrir fundinum og ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu hvort eð er flestir á fullu í kosningabaráttu.
Nú eru fjórir dagar til kosninga en kosið verður á laugardaginn.