Njarðvíkurkonur komust í kvöld af botni Iceland Express deildar kvenna með 22 stiga heimasigri á Snæfelli, 74-52. Njarðvík fór þar með upp um þrjú sæti í það fimmta þar sem liðið er með betri innbyrðisárangur á móti Haukum og Snæfelli.
Njarðvíkurliðið hafði mikla yfirburði allan tímann, var 26-15 yfir eftir fyrsta leikhluta og komið með 20 stiga forskot í hálfeik, 45-25.
Snæfell náði því ekki að fylgja eftir góðum sigri á Val í síðasta leik og tapaði auk þess innbyrðisviðureignunum á móti Njarðvík en Snæfell vann leik liðanna í Hólminum með 6 stigum.
Shantrell Moss átti mjög flottan leik með Njarðvíkurliðinu en hún var með 30 stig, 15 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Ólöf Helgadóttir skoraði 15 stig og stal 8 boltum af Snæfellsstúlkum.
Kristen Green var með 29 stig fyrir Snæfell og Unnur Ásgeirsdóttir bætti við 10 stigum.
Njarðvíkurkonur af botninum með stórsigri
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti


Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn
Fleiri fréttir

Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
