Símtöl dýrari eftir breytingar 22. apríl 2009 00:01 Póst- og fjarskiptastofnun vekur á vef sínum athygli á rétti neytenda til að fá endurgjaldslaust sundurliðun símatala. Á grundvelli slíkra gagna geti þeir svo valið þá áskriftarleið sem hagkvæmust er fyrir þá. Miðað við almennar verðskrár símafyrirtækja má gera ráð fyrir að dulin verðhækkun felist í breyttri gjaldtöku eftir lengd símtala. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) vekur athygli á þessu á vef sínum. „Þegar símtal hefst er fyrst tekið upphafsgjald. Þá um leið er einnig gjaldfært fyrir lágmarkslengd. Þegar lágmarkslengd er liðin er gjaldfært fyrir hvert byrjað tímabil. Tímabil lágmarkslengdar og tímabils er táknað í gjaldskrá með tveimur tölum með deilistriki á milli. Til dæmis þýðir tímamælingin 60/10 að lágmarkslengdin miðast við 60 sekúndur og síðan er gjaldfært fyrir hverjar byrjaðar 10 sekúndur eftir það. Notandi sem talar í 62 sekúndur greiðir þannig upphafsgjald, lágmarkslengd 60 sekúndur og 10 sekúndur þar til viðbótar, þó hann hafi einungis notað 2 sekúndur af þessum 10," segir á vef PFS. Bent er á að í mars hafi Síminn breytt tímamælingum sínum úr 60/10 í 60/60 og Vodafone fari sömu leið í maí. „Samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi við tímamælingu símtala er aldrei rukkað fyrir minna en 60 sekúndur og eftir það fyrir hverjar byrjaðar 60 sekúndur, þar sem áður voru hverjar byrjaðar 10 sekúndur. Það hefur í för með sér að símtöl sem eru lengri en 60 sekúndur munu nú hækka í verði, að öðru óbreyttu," segir PFS og bendir á að eftir breytinguna megi gera ráð fyrir að í hverju símtali sé að meðaltali greitt fyrir 30 ónotaðar sekúndur í stað fimm sekúndna áður. „Meðalsímreikningur gæti hækkað yfir 10 prósent í verði miðað við almenna verðskrá." Önnur fyrirtæki en Síminn og Vodafone hafa ekki tilkynnt PFS um breytingar á tímamælingum. Tal hefur notað fyrirkomulagið 60/60 og Nova 30/30.-óká Markaðir Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Miðað við almennar verðskrár símafyrirtækja má gera ráð fyrir að dulin verðhækkun felist í breyttri gjaldtöku eftir lengd símtala. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) vekur athygli á þessu á vef sínum. „Þegar símtal hefst er fyrst tekið upphafsgjald. Þá um leið er einnig gjaldfært fyrir lágmarkslengd. Þegar lágmarkslengd er liðin er gjaldfært fyrir hvert byrjað tímabil. Tímabil lágmarkslengdar og tímabils er táknað í gjaldskrá með tveimur tölum með deilistriki á milli. Til dæmis þýðir tímamælingin 60/10 að lágmarkslengdin miðast við 60 sekúndur og síðan er gjaldfært fyrir hverjar byrjaðar 10 sekúndur eftir það. Notandi sem talar í 62 sekúndur greiðir þannig upphafsgjald, lágmarkslengd 60 sekúndur og 10 sekúndur þar til viðbótar, þó hann hafi einungis notað 2 sekúndur af þessum 10," segir á vef PFS. Bent er á að í mars hafi Síminn breytt tímamælingum sínum úr 60/10 í 60/60 og Vodafone fari sömu leið í maí. „Samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi við tímamælingu símtala er aldrei rukkað fyrir minna en 60 sekúndur og eftir það fyrir hverjar byrjaðar 60 sekúndur, þar sem áður voru hverjar byrjaðar 10 sekúndur. Það hefur í för með sér að símtöl sem eru lengri en 60 sekúndur munu nú hækka í verði, að öðru óbreyttu," segir PFS og bendir á að eftir breytinguna megi gera ráð fyrir að í hverju símtali sé að meðaltali greitt fyrir 30 ónotaðar sekúndur í stað fimm sekúndna áður. „Meðalsímreikningur gæti hækkað yfir 10 prósent í verði miðað við almenna verðskrá." Önnur fyrirtæki en Síminn og Vodafone hafa ekki tilkynnt PFS um breytingar á tímamælingum. Tal hefur notað fyrirkomulagið 60/60 og Nova 30/30.-óká
Markaðir Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira