Ástþór æfur út í Rúv - ætlar ekki að mæta í þáttinn í kvöld 25. apríl 2009 09:45 Ástþór Magnússon Ástþór Magnússon talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar hvetur fólk til þess að kjósa sinn flokk frekar en að skila auðu og fá þannig sína málpípu inn á Alþingi. Ástþór er hundfúll yfir leiðtogaumræðunum á Rúv í gærkvöldi og hann ætlar ekki að mæta í þáttinn í kvöld. „Mér lýst vel á daginn en ekki á það hvernig Rúv var að reyna að stýra kjósendum í gærkvöldi, ég lít þetta mjög alvarlegum augum og mín skilaboð til kjósenda eru skýr. Mesta refsingin sem þeir geta veitt gömlu flokkunum er að fá sína eigin rödd inn á þing í gegnum Lýðræðishreyfinguna. Þá hefur fólk beinan aðgang að Alþingi og getur haldið uppi vörnum á næsta kjörtímabili," segir Ástþór sem var afar óhress með framgönu Egils Helgasonar í kringum leiðtogaumræðurnar í gærkvöldi. „Það er alvarlegt mál að þessu sé ritstýrt með þeim hætti sem Egill Helgason hefur verið að gera. Það munaði hársbreidd að ég hefði labbað upp að borðinu hjá honum í beinni útsendingu í gær og talað við hann, ég er æfur yfir þessu og ætla ekki að mæta til þeirra í kvöld," segir Ástþór sem er afar óhress með að hafa ekki getað kynnt sín mál í þætti Egils Helgasonar eins og aðrir. „Það er fáránlegt rugl sem er þarna í gangi. Þetta er ekki fjölmiðill þjóðarinnar og ég bara veit ekki fyrir hvaða öfl þetta fólk er að vinna. Þau hvetja fólk til þess að skila auðu og það er bara skýrt brot á kosningalögum. Það er mjög vitlaust að gera það því þau atkvæði falla alveg dauð. Með því að kjósa Lýðræðishreyfinguna fær fólk sína rödd beint inn á þing. Það hlýtur að vera meira virði að hafa einhvern sem heldur uppi mótmælum heilt kjörtímabil, frekar en einn dag." Kosningar 2009 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Ástþór Magnússon talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar hvetur fólk til þess að kjósa sinn flokk frekar en að skila auðu og fá þannig sína málpípu inn á Alþingi. Ástþór er hundfúll yfir leiðtogaumræðunum á Rúv í gærkvöldi og hann ætlar ekki að mæta í þáttinn í kvöld. „Mér lýst vel á daginn en ekki á það hvernig Rúv var að reyna að stýra kjósendum í gærkvöldi, ég lít þetta mjög alvarlegum augum og mín skilaboð til kjósenda eru skýr. Mesta refsingin sem þeir geta veitt gömlu flokkunum er að fá sína eigin rödd inn á þing í gegnum Lýðræðishreyfinguna. Þá hefur fólk beinan aðgang að Alþingi og getur haldið uppi vörnum á næsta kjörtímabili," segir Ástþór sem var afar óhress með framgönu Egils Helgasonar í kringum leiðtogaumræðurnar í gærkvöldi. „Það er alvarlegt mál að þessu sé ritstýrt með þeim hætti sem Egill Helgason hefur verið að gera. Það munaði hársbreidd að ég hefði labbað upp að borðinu hjá honum í beinni útsendingu í gær og talað við hann, ég er æfur yfir þessu og ætla ekki að mæta til þeirra í kvöld," segir Ástþór sem er afar óhress með að hafa ekki getað kynnt sín mál í þætti Egils Helgasonar eins og aðrir. „Það er fáránlegt rugl sem er þarna í gangi. Þetta er ekki fjölmiðill þjóðarinnar og ég bara veit ekki fyrir hvaða öfl þetta fólk er að vinna. Þau hvetja fólk til þess að skila auðu og það er bara skýrt brot á kosningalögum. Það er mjög vitlaust að gera það því þau atkvæði falla alveg dauð. Með því að kjósa Lýðræðishreyfinguna fær fólk sína rödd beint inn á þing. Það hlýtur að vera meira virði að hafa einhvern sem heldur uppi mótmælum heilt kjörtímabil, frekar en einn dag."
Kosningar 2009 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira