Skattahækkanir óráð í endurreisnarstarfinu 30. mars 2009 03:45 Geir H. Haarde afhenti Bjarna Benediktssyni lyklavöldin að Valhöll um leið og hann óskaði arftaka sínum til hamingju með kjörið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll síðdegis í gær. fréttablaðið/stefán Bjarni Benediktsson, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir skattahækkanir ekki lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar. Kosningabaráttan framundan snúist um hvernig þeim verði hjálpað sem standi illa. Aðrir flokkar hafi reynt að slá eign sinni á hugtakið velferð en hafi í því sambandi iðulega verið efst í huga að auka útgjöld ríkisins. Hjól atvinnulífsins verði að komast á hreyfingu en það gerist ekki með því að seilast sífellt dýpra í vasa fyrirtækjanna. Bjarni ræddi um glatað traust Sjálfstæðisflokksins og sagði það sameiginlegt verkefni fundarmanna og annarra sjálfstæðismanna að endurheimta traustið sem flokkurinn hefði alltaf notið meðal landsmanna. Hann kvaðst stoltur af hispurslausum umræðum á landsfundinum; Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið í rækilega naflaskoðun. Hún hefði ekki verið sársaukalaus, ágreiningur væri uppi um mál en ekkert væri gert til að fela ágreining. Styrkur flokksins gerði þetta kleift og við umræðurnar nú stæði flokkurinn enn sterkari. Í stjórnmálaályktun landsfundarins segir að ríkisútgjöld verði að dragast saman og nýta þurfi fjármuni hins opinbera eins vel og frekast er unnt um leið og standa þurfi sérstakan vörð um hag öryrkja, eldri borgara og fjölskyldna. Til að tryggja að til verði allt að tuttugu þúsund ný störf þurfi meðal annars að afnema hið fyrsta höft á gjaldeyrisviðskipti, hafna öllum nýjum sköttum og skapa sátt um nýtingu auðlinda. Hefja beri þegar uppbyggingu orkufrekra atvinnugreina svo sem gagnavera, álvera og annarra hátæknifyrirtækja. Þá beri að stefna að því að í boði verði óverðtryggð lán og veittir möguleikar á að breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð þegar verðbólga og vextir leyfi. Hugmyndum núverandi ríkisstjórnar um há- og millitekjuskatt er hafnað en stefna beri að því að stýrivextir verði 5-6 prósent undir árslok. Í stjórnmálaályktun sinni ítrekar Sjálfstæðisflokkurinn það mat sitt að við núverandi aðstæður sé hagsmunum þjóðarinnar best borgið utan Evrópusambandsins. bjorn@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir skattahækkanir ekki lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar. Kosningabaráttan framundan snúist um hvernig þeim verði hjálpað sem standi illa. Aðrir flokkar hafi reynt að slá eign sinni á hugtakið velferð en hafi í því sambandi iðulega verið efst í huga að auka útgjöld ríkisins. Hjól atvinnulífsins verði að komast á hreyfingu en það gerist ekki með því að seilast sífellt dýpra í vasa fyrirtækjanna. Bjarni ræddi um glatað traust Sjálfstæðisflokksins og sagði það sameiginlegt verkefni fundarmanna og annarra sjálfstæðismanna að endurheimta traustið sem flokkurinn hefði alltaf notið meðal landsmanna. Hann kvaðst stoltur af hispurslausum umræðum á landsfundinum; Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið í rækilega naflaskoðun. Hún hefði ekki verið sársaukalaus, ágreiningur væri uppi um mál en ekkert væri gert til að fela ágreining. Styrkur flokksins gerði þetta kleift og við umræðurnar nú stæði flokkurinn enn sterkari. Í stjórnmálaályktun landsfundarins segir að ríkisútgjöld verði að dragast saman og nýta þurfi fjármuni hins opinbera eins vel og frekast er unnt um leið og standa þurfi sérstakan vörð um hag öryrkja, eldri borgara og fjölskyldna. Til að tryggja að til verði allt að tuttugu þúsund ný störf þurfi meðal annars að afnema hið fyrsta höft á gjaldeyrisviðskipti, hafna öllum nýjum sköttum og skapa sátt um nýtingu auðlinda. Hefja beri þegar uppbyggingu orkufrekra atvinnugreina svo sem gagnavera, álvera og annarra hátæknifyrirtækja. Þá beri að stefna að því að í boði verði óverðtryggð lán og veittir möguleikar á að breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð þegar verðbólga og vextir leyfi. Hugmyndum núverandi ríkisstjórnar um há- og millitekjuskatt er hafnað en stefna beri að því að stýrivextir verði 5-6 prósent undir árslok. Í stjórnmálaályktun sinni ítrekar Sjálfstæðisflokkurinn það mat sitt að við núverandi aðstæður sé hagsmunum þjóðarinnar best borgið utan Evrópusambandsins. bjorn@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira