Upp úr sauð í kosningaþætti í gærkvöldi 25. apríl 2009 12:12 Upp úr sauð milli leiðtoga stjórnarflokkanna annars vegar og formanns Framsóknarflokksins hins vegar þegar tekist var á um fullyrðingar formanns Framsóknarflokksins í kosningaþætti Stöðvar tvö í gærkvöldi, um að annað bankahrun væri yfirvofandi. Formenn flokka og framboða sem bjóða fram í kosningunum í dag mættu í lokaþátt "Hvernig á að bjarga Íslandi" á Stöð 2 í gærkvöldi. Byrjað var á að fara yfir stöðu flokkanna samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem benda til að stjórnarflokkarnir fái samanlagt 37 þingmenn og þar með góðan meirihluta á Alþingi, en Sjálfstæðisflokkurinn tapi tíu þingmönnum og bíði mesta afhroð sem hann hefur nokkru sinni hlotið í kosningum. Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins benti á að um kannanir væri að ræða, en ekki niðurstöður kosninga. Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins undirstrikaði mikilvægi þess að endurreisa atvinnulífið. Þar væri mikilvægast að auka þorskkvótann um 100 þúsund tonn sem og heimildir í öðrum tegundum sem gæti gefið tugi milljarða í tekjur fyrir þjóðarbúið. Þrátt fyrir slagt gengi í könnunum sagði Guðjón tíma Frjálslynda flokksins langt í frá liðinn. Flokkurinn kæmi alltaf betur út úr kosningum en könnunum. Endurskoðunarskýrsla sem nú liggur fyrir um stöðu bankanna varð tilefni til snarpra orðaskipta milli Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna og fjármálaráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins. En Sigmundur fullyrðir að í skýrslunni komi fram að hætta sé á öðru bankahruni verði ekki gripið til aðgerða. Skýrslan er meðhöndluð sem algert trúnaðarmál á meðan kröfuhafar í eignir bankanna og aðrir hagsmunaaðilar kynna sér efni hennar. Kosningar 2009 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Upp úr sauð milli leiðtoga stjórnarflokkanna annars vegar og formanns Framsóknarflokksins hins vegar þegar tekist var á um fullyrðingar formanns Framsóknarflokksins í kosningaþætti Stöðvar tvö í gærkvöldi, um að annað bankahrun væri yfirvofandi. Formenn flokka og framboða sem bjóða fram í kosningunum í dag mættu í lokaþátt "Hvernig á að bjarga Íslandi" á Stöð 2 í gærkvöldi. Byrjað var á að fara yfir stöðu flokkanna samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem benda til að stjórnarflokkarnir fái samanlagt 37 þingmenn og þar með góðan meirihluta á Alþingi, en Sjálfstæðisflokkurinn tapi tíu þingmönnum og bíði mesta afhroð sem hann hefur nokkru sinni hlotið í kosningum. Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins benti á að um kannanir væri að ræða, en ekki niðurstöður kosninga. Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins undirstrikaði mikilvægi þess að endurreisa atvinnulífið. Þar væri mikilvægast að auka þorskkvótann um 100 þúsund tonn sem og heimildir í öðrum tegundum sem gæti gefið tugi milljarða í tekjur fyrir þjóðarbúið. Þrátt fyrir slagt gengi í könnunum sagði Guðjón tíma Frjálslynda flokksins langt í frá liðinn. Flokkurinn kæmi alltaf betur út úr kosningum en könnunum. Endurskoðunarskýrsla sem nú liggur fyrir um stöðu bankanna varð tilefni til snarpra orðaskipta milli Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna og fjármálaráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins. En Sigmundur fullyrðir að í skýrslunni komi fram að hætta sé á öðru bankahruni verði ekki gripið til aðgerða. Skýrslan er meðhöndluð sem algert trúnaðarmál á meðan kröfuhafar í eignir bankanna og aðrir hagsmunaaðilar kynna sér efni hennar.
Kosningar 2009 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira