Samið verði við ESB eins fljótt og hægt er 30. mars 2009 04:00 Jóhanna Sigurðardóttir „Það er best fyrir íslenskt samfélag nú í uppbyggingarstarfinu að Sjálfstæðisflokkurinn, sem stjórnað hefur hér í átján ár með þeim afleiðingum sem nú blasa við, verði áfram á stjórnarandstöðubekknum að loknum næstu kosningum,“ sagði nýr formaður Samfylkingarinnar við lok landsfundar flokksins í gær. fréttablaðið/daníel „Við viljum sambærileg kjör fyrir íslenskan almenning og þar sem best gerist í Evrópu. Besta leiðin að þessu markmiði er að leita samninga við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evru eins fljótt og kostur er." Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, við lok landsfundar flokksins í gær. Jóhanna sagði mikilvægt að evran verði framtíðargjaldmiðill enda hafi reynslan af íslensku krónunni ekki verið góð. Þá auðveldi Evrópusambandsaðild afnám verðtryggingar. Helsta verkefnið á næstu misserum sé þó að styrkja og koma á stöðugleika krónunnar. En um leið þurfi að gefa umheiminum til kynna á hvaða leið Íslendingar eru. Það eitt og sér muni hjálpa til við endurreisn efnahags- og atvinnulífsins. Jóhanna sagði vanda heimilanna mikinn en þó viðráðanlegan. Rakti hún aðgerðir ríkisstjórnarinnar og sagði þær duga til að bregðast við vanda langflestra. Þá varaði hún við tillögum um flatan niður-skurð skulda og sagði Samfylkinguna ekki munu blekkja þjóðina með tálsýn og óábyrgum tillögum í þeim efnum. Jóhanna sagði að taka þyrfti til í ríkisfjármálunum og sýna aðhald og forgangsröðun sem byggði á réttlæti og velferð fyrir alla en ekki suma. „Skattahækkanir munu ekki leysa vandann," sagði hún og kvað nauðsynlegt að draga úr útgjöldum eins og mögulegt væri. Í stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar er lögð áhersla á að jafnaðarstefnan verði leiðarljós við efnahagsstjórn næstu ára. Fyllsta réttlætis verði gætt við uppbyggingu efnahagskerfisins. Hagsmunum Íslendinga eftir kosningar verði best borgið með félagshyggjustjórn sem sæki um aðild að ESB og leggi samning í dóm þjóðarinnar. Í aðildarviðræðum verði grundvallarhagsmunir atvinnuveganna, sérstaklega sjávar-útvegs og landbúnaðar, tryggðir og vörður staðinn um náttúruauðlindir. Áréttað er mikilvægi þess að festa í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og áhersla lögð á að Alþingi leysi þann eignarhaldsvanda sem frjálst framsal aflaheimilda hefur skapað. Einnig segir í ályktuninni að tryggja þurfi að rekstrarhæf fyrirtæki fái nauðsynlegt fjármagn til rekstrar. Taka þurfi með gagnsæjum hætti á skuldamálum fyrirtækja og tryggja jafnræði í meðferð sambærilegra mála. bjorn@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Við viljum sambærileg kjör fyrir íslenskan almenning og þar sem best gerist í Evrópu. Besta leiðin að þessu markmiði er að leita samninga við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evru eins fljótt og kostur er." Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, við lok landsfundar flokksins í gær. Jóhanna sagði mikilvægt að evran verði framtíðargjaldmiðill enda hafi reynslan af íslensku krónunni ekki verið góð. Þá auðveldi Evrópusambandsaðild afnám verðtryggingar. Helsta verkefnið á næstu misserum sé þó að styrkja og koma á stöðugleika krónunnar. En um leið þurfi að gefa umheiminum til kynna á hvaða leið Íslendingar eru. Það eitt og sér muni hjálpa til við endurreisn efnahags- og atvinnulífsins. Jóhanna sagði vanda heimilanna mikinn en þó viðráðanlegan. Rakti hún aðgerðir ríkisstjórnarinnar og sagði þær duga til að bregðast við vanda langflestra. Þá varaði hún við tillögum um flatan niður-skurð skulda og sagði Samfylkinguna ekki munu blekkja þjóðina með tálsýn og óábyrgum tillögum í þeim efnum. Jóhanna sagði að taka þyrfti til í ríkisfjármálunum og sýna aðhald og forgangsröðun sem byggði á réttlæti og velferð fyrir alla en ekki suma. „Skattahækkanir munu ekki leysa vandann," sagði hún og kvað nauðsynlegt að draga úr útgjöldum eins og mögulegt væri. Í stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar er lögð áhersla á að jafnaðarstefnan verði leiðarljós við efnahagsstjórn næstu ára. Fyllsta réttlætis verði gætt við uppbyggingu efnahagskerfisins. Hagsmunum Íslendinga eftir kosningar verði best borgið með félagshyggjustjórn sem sæki um aðild að ESB og leggi samning í dóm þjóðarinnar. Í aðildarviðræðum verði grundvallarhagsmunir atvinnuveganna, sérstaklega sjávar-útvegs og landbúnaðar, tryggðir og vörður staðinn um náttúruauðlindir. Áréttað er mikilvægi þess að festa í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og áhersla lögð á að Alþingi leysi þann eignarhaldsvanda sem frjálst framsal aflaheimilda hefur skapað. Einnig segir í ályktuninni að tryggja þurfi að rekstrarhæf fyrirtæki fái nauðsynlegt fjármagn til rekstrar. Taka þurfi með gagnsæjum hætti á skuldamálum fyrirtækja og tryggja jafnræði í meðferð sambærilegra mála. bjorn@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira